Loftslagsmálin til umræðu á þingi Norðurlandaráðsins Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. október 2019 07:00 Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs, á fundi ráðsins árið 2017. Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. sighvatur@frettabladid.is Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira
Norðurlandaráðsþing verður formlega sett á morgun en þingið fer fram í sænska þinginu í Stokkhólmi. Meðal dagskrárliða fyrsta dagsins er norrænn leiðtogafundur þar sem forsætisráðherrar Norðurlandanna taka þátt. Þar munu ráðherrarnir ræða hvernig norræna samfélagslíkanið geti þróað og stuðlað að sjálfbærum umskiptum. Ísland tekur við formennsku í Norðurlandaráði á næsta ári og verður formennskuáætlun Íslands kynnt á þinginu. Yfirskrift áætlunarinnar er „Stöndum vörð“ og er þar vísað í áskoranir tengdar lýðræði og loftslagsbreytingum. „Í fyrst lagi ætlum við að standa vörð um lýðræðið, sem er eitt af grunngildum norrænna ríkja, með því að berjast gegn upplýsingaóreiðu og falsfréttum. Líklegt er að þetta málefni verði mjög í sviðsljósinu á næsta ári þegar forsetakosningarnar fara fram í Bandaríkjunum,“ segir Silja Dögg Gunnarsdóttir, formaður Íslandsdeildar Norðurlandaráðs. Silja Dögg hefur verið tilnefnd sem forseti Norðurlandaráðs á næsta ári og Oddný G. Harðardóttir sem varaforseti. Í áætluninni er einnig lögð áhersla á líffræðilegan fjölbreytileika. Silja Dögg segir að um ansi víðtækt hugtak sé að ræða en ákveðin svið hafi verið valin sem leggja á sérstaka áherslu á. „Annað er líffræðilegur fjölbreytileiki í hafi, en minna hefur farið fyrir þeim þætti vandans heldur en því sem snýr að lífi á landi. Hitt er að gefa ungu fólki tækifæri til að hafa áhrif á mótun nýju markmiðanna um líffræðilega fjölbreytni,“ segir Silja Dögg. Þriðji þáttur áætlunarinnar snýr að eflingu tungumálaskilnings á Norðurlöndum. „Forsenda þess að Norðurlönd geti unnið saman að stórum og mikilvægum verkefnum er að við treystum böndin milli okkar. Tungumálakunnáttan er lykilþáttur í því. Því miður er kunnátta okkar Íslendinga í dönsku og öðrum skandinavískum málum minni nú en var fyrir nokkrum áratugum.“ Styrkja þurfi stöðu norrænu tungumálanna í skólakerfinu og auðvelda aðgengi fólks að sjónvarpsefni, bókmenntum og öðru menningarefni frá Norðurlöndunum. Það þurfi þó að horfast í augu við að margir Finnar, Íslendingar og Grænlendingar skilji ekki skandinavísku málin og finna þurfi leiðir til að þeir verði ekki útilokaðir frá norrænu samstarfi. Að venju verða verðlaun Norðurlandaráðs veitt í tengslum við þingið en afhendingin fer fram annað kvöld. „Það verður auðvitað að vanda gaman að fylgjast með afhendingu verðlaunanna. Íslendingar hafa hlotið mörg verðlaun á síðustu árum þannig að ég er bjartsýn á að þeim sem tilnefndir eru í þetta sinn gangi líka vel,“ segir Silja Dögg. Fyrir utan dagskrá sjálfs þingsins fara fram fjölbreyttir fundir og viðburðir á vegum ýmissa norrænna aðila. „Í tengslum við þingið verður líka haldinn sérstakur fundur þar sem við þingmenn ætlum að ræða sameiginlega umsókn Norðurlanda um að halda heimsmeistarakeppni kvenna í fótbolta 2027,“ segir Silja Dögg. sighvatur@frettabladid.is
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Svíþjóð Utanríkismál Mest lesið Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins Innlent Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Innlent Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Innlent Fleiri fréttir Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Sjá meira