Sífellt fleiri strákar svo háðir grófu klámi að þeir þurfa rislyf um tvítugt Berghildur Erla Bernharðsdóttir og Kristín Ólafsdóttir skrifa 25. október 2019 21:00 Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“ Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira
Sífellt fleiri dæmi eru um að strákar séu orðnir svo háðir grófu klámi að þeir þurfa á rislyfjum að halda um tvítugt. Tveir af hverjum þremur strákum í tíunda bekk horfir einu sinni í viku eða oftar á klám. Stór hluti stráka í efstu bekkjum grunnskóla horfir reglulega á klám og eykst áhorfið eftir því sem þeir eldast. Þannig horfir um þriðjungur á klám einu sinni eða oftar í viku í áttunda bekk en hlutfallið er komið í tvo þriðju í tíunda bekk. Hlutfallið hjá stelpunum er um þrjú prósent í áttunda bekk og átta prósent í tíunda bekk. Kolbrún Hrund Sigurgeirsdóttir, verkefnastýra Jafnréttisskóla Reykjavíkurborgar, segir að ungt fólk eigi oft erfitt með að átta sig á því hvað sé kynlíf og hvað ofbeldi. Það komi berlega í ljós í smáskilaboðum á netinu. „Í skilaboðum þá er kannski strákur að reyna við stelpu og það byrjar vel, hann segir: Mér finnst þú ótrúlega sæt, getum við hist? Og svo er næsta setning nánast beint út úr klámmynd þar sem hann er að biðja um að meiða hana.“ Kynhegðun breytist með auknu klámáhorfi. „Strákar sem horfa reglulega á klám, einu sinni í viku eða oftar, þá langar að stunda oftar kynlíf sem snýst um valdaójafnvægi og niðurlægingu. Þá langar að prófa að leika eftir það sem þeir hafa séð, í mörgum tilvikum þannig þeir eru að valda bólfélaga sínum skaða.“ Áhorfið geti líka valdið getuleysi. „Strákar eru að lenda í því að þurfa að nota klám sem hækju í kynlífi, þeir ná ekki reisn, ná ekki að halda reisn og fá ekki að klára og fá fullnægingu því þeir eru orðnir það háðir grófu klámi að kynlíf dugar ekki til þannig að þeir eru farnir að kaupa sér rislyf í kringum tvítugt.“ Þá segir hún mikinn þrýsting á að stelpur sendi nektarmyndir af sér. Þá séu smáskilaboð milli unglinga að verða stöðugt grófari. Oft séu myndirnar svo misnotaðar og fara á klámsíður á netinu. „Við vitum af síðum á netinu sem geyma mörg hundruð myndir af íslenskum ungmennum. Þar er bara skipst á myndum af þeim eins og fótboltaspjöldum.“
Börn og uppeldi Jafnréttismál Kynlíf Mest lesið Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Erlent Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Erlent Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Innlent Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund Innlent „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Innlent Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Innlent „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Innlent Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Innlent Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Erlent Fleiri fréttir Fangageymslur fullar eftir erilsama nótt Aðgerðir vegna Gasa, málfrelsi á Íslandi og ný atvinnustefna Ákærðir vegna fölsuðu taflanna tuttugu þúsund „Vona bara að hún grípi til raunverulegra aðgerða sem bíta“ Korn ræktað á um fjögur þúsund hekturum Veltir fyrir sér hvort íslensk íþróttafélög verði af milljörðum Handtekinn undir áhrifum með tvö börn í bílnum Fjölmenn mótmæli og skortur á íslenskukunnáttu þrátt fyrir doktorsnám Ákærðir fyrir hópnauðgun gegn ólögráða stúlku Gullkistan opnuð á Vestfjörðum Sóttu slasaðan ökumann við Surtshelli Gríðarlegur fjöldi á mótmælunum Þjóð gegn þjóðarmorði Tæpir sextíu þúsund fermetrar í eigu ríkisins standa tómir Kennir íslensku en fær ekki ríkisborgararétt að óbreyttu Tvöföldun erlendra fanga á fimm árum: „Þetta er auðvitað gríðarlega hátt hlutfall“ Nöfn myrtra barna verða lesin upp í sjö klukkustundir Eygir vonarneista í fyrsta sinn í marga mánuði Eygir vonarneista í fyrsta sinn og mótmæli um allt land Segir dregið úr veiðum á grundvelli „Walt Disneylíffræði“ Árborg girnist svæði Flóahrepps Sendu kæligáma til Úkraínu Langflestir lögreglumenn á Suðurnesjum Brunarústirnar fjarlægðar tveimur árum eftir brunann Íbúar mótmæla og vilja börn frekar en byggingu í Gunnarsbrekku Reyndi að stinga lögreglu af á buggy Bílvelta í Kömbunum „Eins og að fá hnefahögg í andlitið“ Sveitarstjórn reyni að skrá íbúa úr sveitarfélaginu og ógni grundvallarréttindum Skoða að efla geðheilbrigðisþjónustu á Austurlandi eftir röð áfalla Kjölur ekki á dagskrá Sjá meira