Ilmur og Katla fara á kostum sem Lalli og Bjössi í laginu Kona Stefán Árni Pálsson skrifar 25. október 2019 12:30 Katla og Ilmur fara á kostum sem Lalli og Bjössi. Lalli og Bjössi eru vinir og tónsmiðir sem tóku að sér að semja afmælislag UN Women á Íslandi í tilefni 30 ára afmælis landsnefndarinnar. Lagið heitir Kona og er óður til kvenna, að sögn tónlistarmannanna. Það eru þær Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir tóku að sér að semja skemmtiinnslög fyrir söfnunarþátt UN Women sem verður í beinni á Rúv 1. nóvember klukkan 19:45. Þær fara því með hlutverk Lalla og Bjössa. Í söfnunarþættinum Stúlka ekki brúður – Landssöfnun UN Women koma fram grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk í þættinum og skapa skemmtilegan og fræðandi þátt en hvetja um leið almenning til að gerast Ljósberar UN Women. Er þetta í fyrsta sinn sem UN Women á Íslandi, sem og UN Women á heimsvísu, efnir til fræðslu- og skemmtiþáttar í sjónvarpi. Í þættinum verður sjónum beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum.Yfir 12 milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári Sem þýðir að:23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu.UN Women á Íslandi ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsótti nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og verða sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Þess má geta að Alvogen og Alvotech á Íslandi gerði UN Women á Íslandi kleift að heimsækja Malaví. Kynnar á Rúv eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans. Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. En þess má geta að Páll Óskar lætur sig ekki vanta í þáttinn, ekki frekar en GDRN, Lay Low og Raggi Bjarna og Emilíana Torrini. Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra. Hér að ofan má sjá skemmtilegt innslag frá Lalla og Bjöss og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið sem þeir sömdu til stuðnings málefninu. Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira
Lalli og Bjössi eru vinir og tónsmiðir sem tóku að sér að semja afmælislag UN Women á Íslandi í tilefni 30 ára afmælis landsnefndarinnar. Lagið heitir Kona og er óður til kvenna, að sögn tónlistarmannanna. Það eru þær Katla Margrét Þorgeirsdóttir og Ilmur Kristjánsdóttir tóku að sér að semja skemmtiinnslög fyrir söfnunarþátt UN Women sem verður í beinni á Rúv 1. nóvember klukkan 19:45. Þær fara því með hlutverk Lalla og Bjössa. Í söfnunarþættinum Stúlka ekki brúður – Landssöfnun UN Women koma fram grínistar, sérfræðingar, leikarar, fjölmiðlafólk og tónlistarfólk í þættinum og skapa skemmtilegan og fræðandi þátt en hvetja um leið almenning til að gerast Ljósberar UN Women. Er þetta í fyrsta sinn sem UN Women á Íslandi, sem og UN Women á heimsvísu, efnir til fræðslu- og skemmtiþáttar í sjónvarpi. Í þættinum verður sjónum beint að einni útbreiddri birtingarmynd kynbundins ofbeldis, þvinguðum barnahjónaböndum.Yfir 12 milljónir barnungra stúlkna eru þvingaðar í hjónaband á hverju ári Sem þýðir að:23 barnungar stúlkur eru þvingaðar í hjónaband á hverri mínútu.UN Women á Íslandi ásamt tökuteymi og Þóru Karítas Árnadóttur, heimsótti nýverið Malaví og kynnti sér áhrif þessa skaðlega siðar á stúlkur og malavískt samfélag. Þóra Karítas kynntist og tók viðtöl við stúlkur sem hafa verið þvingaðar í hjónaband á barnsaldri og verða sex stuttar heimildarmyndir frá heimsókn UN Women á Íslandi frumsýndar í þættinum. Þess má geta að Alvogen og Alvotech á Íslandi gerði UN Women á Íslandi kleift að heimsækja Malaví. Kynnar á Rúv eru Eva María Jónsdóttir og Guðmundur Pálsson ásamt Björgu Magnúsdóttur og Atla Má Steinarssyni, sem stýra útsendingu í símaveri Símans. Ilmur Kristjánsdóttir og Katla Margrét Þorgeirsdóttir eru handritshöfundar grínsins sem Dögg Mósesdóttir leikstýrir. En þess má geta að Páll Óskar lætur sig ekki vanta í þáttinn, ekki frekar en GDRN, Lay Low og Raggi Bjarna og Emilíana Torrini. Eliza Reid, Unnsteinn Manúel, Íris Björg Stefánsdóttir sérfræðingur UN Women í Tyrklandi eru meðal þeirra sem fram koma í þættinum ásamt Bergi Ebba, Sveppa, Katrínu Halldóru Sigurðardóttur og fjölda annarra. Hér að ofan má sjá skemmtilegt innslag frá Lalla og Bjöss og hér að neðan má sjá tónlistarmyndband við lagið sem þeir sömdu til stuðnings málefninu.
Tónlist Mest lesið Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Lífið „Ég fékk alveg gæsahúð þegar ég sá þetta“ Tíska og hönnun Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Lífið Skilnaðarhringir slá í gegn: „Ég set minn á löngutöng“ Tíska og hönnun Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Lífið Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Lífið Þau eru tilnefnd fyrir verstu kvikmyndagerð síðasta árs Bíó og sjónvarp Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ Lífið Désirée prinsessa látin Lífið Sveppi, Edda og Villi Neto keppa í Taskmaster Bíó og sjónvarp Fleiri fréttir Kemur Önnu miðli til varnar: „Þið megið segja að ég sé auðtrúa asni“ Ofurnæmni Önnu Birtu: Hefur heyrt hugsanir fólks í Kringlunni Désirée prinsessa látin Staðgöngumóðir „öruggasta leiðin“ til að stækka fjölskylduna Auglýsing Blush sé fyrir neðan allar hellur Kynntist manninum á Tinder í Covid Vance á von á barni Heiða og Hildur djömmuðu með Breiðhyltingum Ekki fyrsti fótboltamaður Binna: „Við getum alveg hist aftur og riðið“ Ótrúlegur dagur Vignis: Lottóvinningur, 180 í pílu og sigur á Carlsen Vesturbæingar blótuðu þorrann langt fram á nótt Valdi sér fylkingu í Beckham-deilunum Móðirin hljóp frá þremur börnum og „fór í Kanann“ „Ég hef aldrei séð dansandi poka“ Eldri bróðir lagði línur að lífinu í New York Opinberar erjur Beckham-fjölskyldunnar: „Ég vil ekki sættast við fjölskyldu mína“ Fagna tíu árum af ást Þekkja Kringlugestir borgarstjórann? Aron Mola ástfanginn í bíó Krútteyjurnar Ischia og Sikiley: Ástu leist ekki á einnar evru húsin Rybak snýr aftur en frægir bræður sniðganga Havana-heilkennið heldur áfram að kveikja samsæriskenningar Stjörnulífið: Áslaug náði ekki að tala Trump til „Kynlíf okkar hjóna hefur breyst mikið síðustu ár“ Greipur telur Trump hafa ruglast á Grænlandi og Íslandi „Ég er til í að gera allt svo ég þurfi ekki að grafa þriðja barnið mitt í viðbót“ Krakkatía vikunnar: Fjöll, friðarsúlan og geimurinn Auðunn Lúthersson selur austurbæjarperlu Skautafjör á Laugarvatni í dag Fréttatía vikunnar: Bruni, Grænland og handbolti Sjá meira