Bjarni Ólafur segist hafa orðið „stúmm“ þegar ákæra barst Jóhann K. Jóhannsson og Atli Ísleifsson skrifa 23. október 2019 10:16 Vilhjálmur H. Vilhjálmsson lögmaður og lögreglumaðurinn Bjarni Ólafur Magnússon í dómsal í morgun. Fjöldi lögreglumanna lagði leið sína í Héraðsdóm Reykjavíkur til að sýna stuðning. Vísir/Jóhann K. Jóhannsson Bjarni Ólafur Magnússon, lögreglumaðurinn sem í morgun var sýknaður af ákæru um brot í starfi, segir að hann myndi taka sömu ákvörðun og leiddi til ákærunnar, stæði hann frammi fyrir sömu aðstæðum í dag. Þetta sagði Bjarni Ólafur í samtali við fréttamann eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Bjarni Ólafur segist vera feginn og þakklátur að fá loks þessa niðurstöðu. Hann segir dóminn mjög verðmætan ekki bara hann sjálfan, heldur lögregluna í heild. „Að það séu þá skýrar heimildir að beita valdi þegar þörf er á og þegar um kláran neyðarrétt er að ræða. Í tilfellum þar sem önnur úrræði eru ekki til staðar að okkur sé heimilt að beita einhverju sem er búið að beita í tugi ára og hefur aldrei farið í ákæruferli.“Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurKom á mjög óvart að ákæra barst Mikil fagnaðarlæti brutust út í dómsal í morgun eftir að dómur hafði verið kveðinn upp en fjölmennt lið lögreglumanna var þar mætt til að sýna Bjarna Ólafi stuðning. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og rak Bjarni Ólafur það fyrir dómi að sitt eina úrræði hafi verið að stöðva för mannsins með því að þvinga hann útaf veginum. Jeppi hins ölvaða valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubílnum. Hálsbrotnaði ökumaðurinn og hlaut skurð á höfði. Bjarni Ólafur segir að það hafi komið sér sjálfum og starfsstéttinni allri á óvart að ákæra hafi borist. „Formsins vegna er það eðlilegt að þetta fari til rannsóknar á sínum tíma hjá héraðssaksóknara. Allir löglærðir, lögreglumenn og aðrir sem ræddu við mig og ræddu þetta mál almennt voru þess hins vegar fullvissir að þetta færi ekki í ákæru. Þannig að þegar svo varð, varð ég alveg stúmm.“ Myndirðu taka sömu ákvörðun í dag?„Ég gæti ekki annað. Það er ekkert val um annað í þessari stöðu.“Ekkert annað í stöðunni Lögreglumaðurinn segir að málið hafi haft og muni hafa áhrif á störf lögreglunnar. „Já ég held að það komist ekki hjá því að gera það. Óvissan sem hefur ríkt núna þetta árið með heimildir lögreglu er mikil. Menn hafa mikið rætt þetta sín á milli og eins líka leiðbeinendur í lögregluskóla. Allir sem koma að þjálfun, sérsveitarmenn og allir lögreglumenn sem eru úti í feltinu – þetta skiptir þá alveg feikilegu máli. Að það sé eitthvað öryggi, einhver útgangspunktur sem hægt er að ganga út frá því ef að um kláran neyðarrétt er að ræða.Fjöldi lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanEins og í þessu tilfelli þar sem maður gengur berserksgang, er á upp undir þriggja tonna tæki, er ölvaður, er búið að vera ógnandi við konu og börn, er búinn að vaða á heimili sitt með gröfu, sinnir engum stöðvunarmerkjum, keyrir lögreglu út af, er að reyna að fá lögregluna aftan á sig með því að nauðhemla ítrekað, nánast búinn að valda árekstri ítrekað á þessari leið og framundan er svæði sem var markað einbreiðum brúm og mjög erfiðum aðstæðum. Þarna er komið á þann stað, og á þeim tíma sem ég tek þessa ákvörðun, þá var ekki val um neitt annað,“ segir Bjarni Ólafur.Einkennileg upplifun Bjarni Ólafur segist hafa starfað innan lögreglunnar í þrjátíu ár. Þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun sem hafi verið tekin í einhverri skyndi. „Þetta er byggt á öllum þessum þáttum sem ég hef nefnt og þeim heimildum sem maður hefur í lögum, eins og um neyðarréttinn. Það er rosalega einkennileg upplifun að bíða í upp undir ár eftir niðurstöðu hvort þessi ákvörðun sem þarna er tekin, af okkur sameiginlega sem voru að stýra þessari vakt og okkur sem voru þarna á vettvangi, að þetta sé síðan sett inn í ákæru. […]Þetta hefur verið beitt, þessi ákeyrslusnúningur til stöðva ökutæki þegar um neyðarrétt er að ræða, og þegar allar aðrar leiðir eins og stöðvunarmerki með hljóðmerkjum og ljósum, ítrekað reynt að boxa hann inni. Þetta var það eina sem eftir var í stöðunni,“ segir Bjarni Ólafur. Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Bjarni Ólafur Magnússon, lögreglumaðurinn sem í morgun var sýknaður af ákæru um brot í starfi, segir að hann myndi taka sömu ákvörðun og leiddi til ákærunnar, stæði hann frammi fyrir sömu aðstæðum í dag. Þetta sagði Bjarni Ólafur í samtali við fréttamann eftir að dómur var kveðinn upp í Héraðsdómi Reykjavíkur í morgun. Lögreglumaðurinn var ákærður fyrir að hafa notað ólögmæta aðferð til að stöðva för ölvaðs ökumanns í maí í fyrra. Bjarni Ólafur segist vera feginn og þakklátur að fá loks þessa niðurstöðu. Hann segir dóminn mjög verðmætan ekki bara hann sjálfan, heldur lögregluna í heild. „Að það séu þá skýrar heimildir að beita valdi þegar þörf er á og þegar um kláran neyðarrétt er að ræða. Í tilfellum þar sem önnur úrræði eru ekki til staðar að okkur sé heimilt að beita einhverju sem er búið að beita í tugi ára og hefur aldrei farið í ákæruferli.“Þyrla Landhelgisgæslunnar við Árnes eftir að jeppinn lenti utan vegar.Vísir/Magnús HlynurKom á mjög óvart að ákæra barst Mikil fagnaðarlæti brutust út í dómsal í morgun eftir að dómur hafði verið kveðinn upp en fjölmennt lið lögreglumanna var þar mætt til að sýna Bjarna Ólafi stuðning. Ölvaði maðurinn hafði meðal annars þvingað lögreglubíl út af veginum og rak Bjarni Ólafur það fyrir dómi að sitt eina úrræði hafi verið að stöðva för mannsins með því að þvinga hann útaf veginum. Jeppi hins ölvaða valt og tók kollsteypu utan vegar eftir að lögreglumaðurinn ýtti í þrígang aftan á vinstra horn hans með lögreglubílnum. Hálsbrotnaði ökumaðurinn og hlaut skurð á höfði. Bjarni Ólafur segir að það hafi komið sér sjálfum og starfsstéttinni allri á óvart að ákæra hafi borist. „Formsins vegna er það eðlilegt að þetta fari til rannsóknar á sínum tíma hjá héraðssaksóknara. Allir löglærðir, lögreglumenn og aðrir sem ræddu við mig og ræddu þetta mál almennt voru þess hins vegar fullvissir að þetta færi ekki í ákæru. Þannig að þegar svo varð, varð ég alveg stúmm.“ Myndirðu taka sömu ákvörðun í dag?„Ég gæti ekki annað. Það er ekkert val um annað í þessari stöðu.“Ekkert annað í stöðunni Lögreglumaðurinn segir að málið hafi haft og muni hafa áhrif á störf lögreglunnar. „Já ég held að það komist ekki hjá því að gera það. Óvissan sem hefur ríkt núna þetta árið með heimildir lögreglu er mikil. Menn hafa mikið rætt þetta sín á milli og eins líka leiðbeinendur í lögregluskóla. Allir sem koma að þjálfun, sérsveitarmenn og allir lögreglumenn sem eru úti í feltinu – þetta skiptir þá alveg feikilegu máli. Að það sé eitthvað öryggi, einhver útgangspunktur sem hægt er að ganga út frá því ef að um kláran neyðarrétt er að ræða.Fjöldi lögreglubíla var lagt fyrir utan Héraðsdóm Reykjavíkur í morgun.Vísir/KjartanEins og í þessu tilfelli þar sem maður gengur berserksgang, er á upp undir þriggja tonna tæki, er ölvaður, er búið að vera ógnandi við konu og börn, er búinn að vaða á heimili sitt með gröfu, sinnir engum stöðvunarmerkjum, keyrir lögreglu út af, er að reyna að fá lögregluna aftan á sig með því að nauðhemla ítrekað, nánast búinn að valda árekstri ítrekað á þessari leið og framundan er svæði sem var markað einbreiðum brúm og mjög erfiðum aðstæðum. Þarna er komið á þann stað, og á þeim tíma sem ég tek þessa ákvörðun, þá var ekki val um neitt annað,“ segir Bjarni Ólafur.Einkennileg upplifun Bjarni Ólafur segist hafa starfað innan lögreglunnar í þrjátíu ár. Þetta hafi ekki verið léttvæg ákvörðun sem hafi verið tekin í einhverri skyndi. „Þetta er byggt á öllum þessum þáttum sem ég hef nefnt og þeim heimildum sem maður hefur í lögum, eins og um neyðarréttinn. Það er rosalega einkennileg upplifun að bíða í upp undir ár eftir niðurstöðu hvort þessi ákvörðun sem þarna er tekin, af okkur sameiginlega sem voru að stýra þessari vakt og okkur sem voru þarna á vettvangi, að þetta sé síðan sett inn í ákæru. […]Þetta hefur verið beitt, þessi ákeyrslusnúningur til stöðva ökutæki þegar um neyðarrétt er að ræða, og þegar allar aðrar leiðir eins og stöðvunarmerki með hljóðmerkjum og ljósum, ítrekað reynt að boxa hann inni. Þetta var það eina sem eftir var í stöðunni,“ segir Bjarni Ólafur.
Dómsmál Lögreglan Tengdar fréttir Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15 Mest lesið Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Innlent Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Innlent Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Innlent „Til hamingju með afmælið... og megi allir dagar vera annað dásamlegt leyndarmál“ Erlent Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Innlent Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Innlent Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Innlent Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Innlent Þjónkun við Trump?: CBS leggur niður Late Show Erlent Skotinn til bana þegar hann söng Linkin Park á karókíkvöldi Erlent Fleiri fréttir Grátrana vappaði um í Gunnarsholti Íslenskur fjárhundur á Bessastaði? Krefst fundar með utanríkisráðherra án tafar Mygla fannst á bæjarskrifstofunum Minnihlutinn verði bara að treysta þjóðinni Litlu mátti muna: Glannalegur framúrakstur í Hörgárdal Málsókn Grindvíkinga, heimóttarskapur og heimkoma í beinni Glerflöskur stranglega bannaðar á Þjóðhátíð Dæmdur fyrir að flytja kratom til landsins Fundu fleiri vopn og handtóku suma á skemmtun á Selfossi Fréttu af andláti föður síns eftir að hann var jarðsettur Ógnaði lífi vegfarenda og lögreglu með ofsaakstri í Hafnarfirði Var ekki að láta undan þrýstingi Grindvíkinga Afleiðingarnar velti á Flokki fólksins Kannast við tannstönglatrixið: „Nágrannavarsla er albesta vörnin“ Kjósendur stjórnarflokkanna „bitrir“ og í basli með sjálfsmyndina Búast við gosmóðu fyrir norðan og vestan næstu daga Sinnaskipti lögreglustjórans og Þorgerður ræðir væntanlegan varnarsamning við ESB Greip inn í rán í Krónunni: Gengu út með „kjaftfullar körfur“ Sagði veikri dóttur sinni að hann vonaði að hún myndi deyja Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum „Það er bara ömurlegt að fá þessi tíðindi núna“ Skipulögð skref í átt að aðild án umboðs þjóðarinnar Séríslenskt gervi-Oxy í mikilli dreifingu Grindavík opin fyrir almenning á nýjan leik Ferðamenn streyma í Hrísey alla daga vikunnar Tilkynnt um þjófnað í fjórum verslunum Boða tvíhliða varnarsamning við Evrópusambandið Mótmæli, sviknir strandveiðimenn og hættulegar falsaðar töflur Von der Leyen segir aðildarumsókn Íslands enn gilda Sjá meira
Fagnaðarlæti í dómsal þegar lögreglumaður var sýknaður Lögreglumaður hefur verið sýknaður af ákæru um brot í starfi. 23. október 2019 09:15