Sauðfjárbóndi fær bókmenntaverðlaun fyrir fyrstu ljóðabókina Kristín Ólafsdóttir skrifar 22. október 2019 18:36 Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Harpa Rún Kristjánsdóttir er fædd árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og fjallaði lokaritgerð hennar um íslenskar ólandssögur eða staðleysur og þróun þeirra. Harpa Rún er uppalin í sveit undir Heklurótum og býr þar enn og starfar á sauðfjárbúi. Hún er einnig lausakona í ritstjórn og prófarkalestri. Harpa Rún hefur skrifað ljóð í tvær ljósmyndabækur á íslensku og ensku og ljóð eftir hana hafa einnig birst í tímaritum. Edda er hennar fyrsta ljóðabók en bókin kemur út á verðlaunadaginn hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Alls bárust 58 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Sif Sigmarsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarson. Í niðurstöðu dómnefndar segir:Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur er látlaust verk um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Í bókinni fylgist ljóðmælandi með nýju lífi kvikna er annað fjarar út. Klemmdur milli upphafs og endis, nýkviknaðs lífsneista og kulnaðs báls, kemur hann auga á hliðstæður.Ljóðin ferðast milli fyrstu augnablika lífsins til þeirra síðustu. Bjargarleysi barnsins kallast á við vanmátt og minnisleysi elliáranna. Orðin er og var eru bergmál sem kasta milli sín treganum. Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt. Því rétt eins og Eddurnar tvær sem bókin fjallar um – sú unga og sú aldna – hefði önnur ekki orðið til án hinnar.Greina má í ljóðunum sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur, nýtt líf kviknar þegar það gamla slokknar.Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita. Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Harpa Rún Kristjánsdóttir hlaut í dag Bókmenntaverðlaun Tómasar Guðmundssonar árið 2019 fyrir ljóðahandritið Eddu. Borgarstjóri, Dagur B. Eggertsson, veitti verðlaunin sem nema 800 þúsund krónum. Harpa Rún Kristjánsdóttir er fædd árið 1990. Hún lauk meistaraprófi í almennri bókmenntafræði frá Háskóla Íslands árið 2018 og fjallaði lokaritgerð hennar um íslenskar ólandssögur eða staðleysur og þróun þeirra. Harpa Rún er uppalin í sveit undir Heklurótum og býr þar enn og starfar á sauðfjárbúi. Hún er einnig lausakona í ritstjórn og prófarkalestri. Harpa Rún hefur skrifað ljóð í tvær ljósmyndabækur á íslensku og ensku og ljóð eftir hana hafa einnig birst í tímaritum. Edda er hennar fyrsta ljóðabók en bókin kemur út á verðlaunadaginn hjá bókaútgáfunni Sæmundi. Alls bárust 58 óbirt ljóðahandrit í samkeppnina undir dulnefni. Dómnefndina skipuðu Sif Sigmarsdóttir formaður, Þórarinn Eldjárn og Börkur Gunnarson. Í niðurstöðu dómnefndar segir:Edda eftir Hörpu Rún Kristjánsdóttur er látlaust verk um dramatískustu andartök hverrar mannsævi; upphaf hennar og endi. Í bókinni fylgist ljóðmælandi með nýju lífi kvikna er annað fjarar út. Klemmdur milli upphafs og endis, nýkviknaðs lífsneista og kulnaðs báls, kemur hann auga á hliðstæður.Ljóðin ferðast milli fyrstu augnablika lífsins til þeirra síðustu. Bjargarleysi barnsins kallast á við vanmátt og minnisleysi elliáranna. Orðin er og var eru bergmál sem kasta milli sín treganum. Gleðin og sorgin takast á, tvinnast saman og verða loks eitt. Því rétt eins og Eddurnar tvær sem bókin fjallar um – sú unga og sú aldna – hefði önnur ekki orðið til án hinnar.Greina má í ljóðunum sátt við gang lífsins þótt hann sé sársaukafullur, nýtt líf kviknar þegar það gamla slokknar.Edda er heillandi og hófstillt verk þar sem hugsanir um æsku og elli fléttast saman, vega salt. Þræðirnir bindast og mynda vef sem sýnir okkur í nýju ljósi svo margt sem við þóttumst vita.
Bókmenntir Reykjavík Mest lesið Sviptir hulunni af þrettánda barni Musks Lífið Tom Cruise og Ana de Armas sögð stinga saman nefjum Lífið Barnabarn Helgu Steffensen blæs lífi í Brúðubílinn Lífið Baltasar, Sunneva og Kilja litla njóta lífsins Lífið Þau komust áfram í úrslit Söngvakeppninar Lífið Krakkatían: Eurovision, Góa og Gettu betur Lífið Þórdís Björk selur höllina á Arnarnesi Lífið Dúbaí-súkkulaðið umtalaða: „Þetta er galin sala“ Lífið Barnaníðsmáli Jay-Z vísað frá Lífið Móðirin ósátt við veru sonarins í Hvíta húsinu Lífið Fleiri fréttir Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira