Vona að einhverjir læknanna endurskoði afstöðu sína Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 31. október 2019 19:30 Stjórn Reykjalundar vinnur nú að því að lægja öldurnar. vísir/vilhelm Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“ Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Sérstök hæfisnefnd mun annast ráðningu forstjóra Reykjalundar en staðan verður auglýst opinberlega um helgina. Alls hafa tíu læknar sagt upp á Reykjalundi og verður leitast við að manna störfin með góðum fyrirvara. Vona stjórnendur að einhverjir læknanna dragi uppsagnir sínar til baka. „Stjórnendur Reykjalundar hafa nú svarað spurningum þeim sem stofnuninni bárust með bréfum frá Sjúkratryggingum Íslands annars vegar og Embætti landlæknis hins vegar,“ segir í tilkynningu frá Reykjalundi. Þar kemur fram að SÍBS hafi í vikunni uppfyllt skilyrðin sem Herdís Gunnarsdóttir setti þegar hún tók tímabundið að sér starf forstjóra Reykjalundar. Skilyrðin voru í fyrsta lagi að starf forstjóra yrði auglýst strax og í öðru lagi að stjórn SÍBS skipti sér ekki af daglegum rekstri Reykjalundar. „Nú liggur fyrir að starf forstjóra verði auglýst um helgina og sérstök hæfisnefnd muni annast ráðningu hans. Þá mun ný þriggja manna starfsstjórn yfir Reykjalund taka til starfa og vinna tillögur um rekstrargrundvöll Reykjalundar til framtíðar.“Vilja lægja öldurnar Mikil ólga hefur verið á Reykjalundi síðan stjórn SÍBS kynnti nýtt skipurit í sumar og sagði í kjölfarið fyrrverandi forstjóra upp störfum. Nokkrir læknar stofnunarinnar hafa síðustu vikur skilað inn uppsagnarbréfum, Í tilkynningunni segir að markmiðið með þessum aðgerðum sé að með öruggum skrefum lægja öldurnar á Reykjalundi og bregðast við óskum sem fram hafa komið um aukið sjálfstæði starfseminnar til framtíðar. „Í ítarlegum svörum við bréfum Embættis Landlæknis og Sjúkratrygginga Íslands kemur fram að níu læknar hafi sagt upp störfum sérstaklega í tengslum við þau mál sem komið hafa upp á Reykjalundi að undanförnu. Tíundi læknirinn hafði sagt upp í sumar af ótengdum ástæðum. Hluti læknanna, sem sagt hafa upp, hyggst vinna á uppsagnarfresti.“ Leitast verður við að manna störfin með góðum fyrirvara en jafnframt er vonast til þess að einhverjir læknanna muni endurskoða afstöðu sína. „Einnig kom fram í svarbréfum Reykjalundar til Sjúkratrygginga og Embættis landlæknis að ekki sé búist við því að þörf verði á að draga úr innköllunum eða skerða þjónustu við sjúklinga á næstunni. Þá kom fram að stjórnendur séu búnir að eiga fundi með öllum faghópum heilbrigðisstarfsmanna á Reykjalundi. Enn eigi eftir að ræða við nokkra hópa annarra starfsmanna. Tilgangur fundanna hefur verið upplýsingamiðlun og að fara yfir mönnunarmál.“ Sérstök verkefnaáætlun hefur verið sett af stað innanhúss í kringum brýnustu verkefni næstu vikna. „Þá hafa starfsmenn verið skipaðir í vinnuhópa um faglega þjónustu og þjónustusamning Reykjalundar annars vegar og stjórnun og skipulag stofnunarinnar hins vegar. Vonast er til að sú vinna muni ganga hratt og vel.“
Ólga á Reykjalundi Tengdar fréttir Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00 Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10 Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04 Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27 Mest lesið Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Boeing þota hrapaði í garð íbúðarhúss Erlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Innlent Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Innlent Fleiri fréttir Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Góður árangur af hraunkælingu við varnargarðana Dagur hvetur alla Sjálfstæðismenn til að strika sig út Vara við gosmengun á nærliggjandi svæðum í dag Sjá meira
Starfhæf framkvæmdastjórn forenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðamót Stjórnarformaður Reykjalundar segir að margt hefði mátt fara öðruvísi við uppsagnir forstjóra og framkvæmdastjóra lækninga stofnunarinnar. Tilkynnt var að ráðið hefði verið í stöðurnar á fámennum starfsmannafundi í hádeginu. Settur forstjóri ákvað að taka starfinu í gærkvöld og segir að starfhæf framkvæmdastjórn hafi verið forsenda fyrir því að Reykjalundur fái greitt næstu mánaðarmóti. 15. október 2019 19:00
Níu læknar hafa sagt upp á Reykjalundi Níu læknar hafa nú sagt upp störfum á Reykjalundi síðan í haust. 31. október 2019 13:10
Skipa þriggja manna starfsstjórn yfir rekstur Reykjalundar Starfsfólk Reykjalundar er margt uggandi yfir stöðu mála á stofnuninni. 29. október 2019 18:04
Ólafur Þór tekur við af Magnúsi á Reykjalundi Nýr framkvæmdastjóri lækninga tekur til starfa í dag á Reykjalundi. Nýi framkvæmdastjórinn heitir Ólafur Þór Ævarsson og er læknir. 15. október 2019 12:27