Kia XCeed frumsýndur í Öskju um helgina 31. október 2019 07:15 Á næsta ári kemur Kia XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 á laugardaginn klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25 tommu upplýsingaskjá og 12,3 tommu skjá í mælaborði. Þá er XCeed í boði með tæknivæddu UVO kerfi sem bætir enn frekar tengimöguleika varðandi afþreyingu og akstursupplýsingar og gefur ökumanni betra aðgengi að umheiminum og því sem er að gerast í kringum hann í akstrinum. Bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 lítra bensínvél, framdrifi og sjö þrepa DCT sjálfskiptingu, en á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa vinsæl útfærsla. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed á laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætlað drægi þeirra er 58 km á rafmagni. Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent
Bílaumboðið Askja frumsýnir Kia XCeed í Kia húsinu að Krókhálsi 13 á laugardaginn klukkan 12-16. XCeed er glænýr bíll úr smiðju suður-kóreska bílaframleiðandans og er borgarjepplingur. Forsala á XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu með 58 km drægi er þegar hafin. Hönnunin á XCeed er falleg og sportleg og mikið er lagt í innanrýmið. Bíllinn er með með 184 mm veghæð og ökumaður og farþegar sitja hátt í bílnum. Bíllinn er með 426 lítra farangursrými með aftursætin uppi. XCeed er einn tæknivæddasti bíllinn í sínum flokki og má þar nefna 10,25 tommu upplýsingaskjá og 12,3 tommu skjá í mælaborði. Þá er XCeed í boði með tæknivæddu UVO kerfi sem bætir enn frekar tengimöguleika varðandi afþreyingu og akstursupplýsingar og gefur ökumanni betra aðgengi að umheiminum og því sem er að gerast í kringum hann í akstrinum. Bíllinn er hannaður í hönnunarmiðstöð Kia í Frankfurt í Þýskalandi undir handleiðslu Gregory Guillaume, aðstoðarforstjóra hönnunardeildar Kia Motors í Evrópu. XCeed verður fyrst fáanlegur með 1,4 lítra bensínvél, framdrifi og sjö þrepa DCT sjálfskiptingu, en á næsta ári kemur XCeed í rafmagnaðri tengiltvinnútfærslu sem verður án efa vinsæl útfærsla. Á næsta ári mun Askja einnig fá Ceed Sportswagon Plug-in Hybrid. Samhliða frumsýningunni á XCeed á laugardag mun Askja opna á forpantanir á þessum tveimur tengiltvinnbílum. Áætlað drægi þeirra er 58 km á rafmagni.
Birtist í Fréttablaðinu Bílar Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Féll til jarðar rétt eftir flugtak Erlent