Nöfn dómþola verða afmáð úr dómum ári eftir birtingu Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 30. október 2019 06:15 Rétturinn til að gleymast varð til árið 2014 vegna aukins aðgangs að upplýsingum með tilkomu veraldarvefsins. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við. Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira
Nöfn þeirra sem hlotið hafa dóm fyrir refsivert brot verða afmáð úr dómum á vefsíðum dómstólanna einu ári eftir birtingu, sé þess óskað. Kveðið er á um þetta í nýjum reglum sem Dómstólasýslan hefur sett um birtingu dóma og úrskurða á vefsíðum íslenskra dómstóla. Reglan gildir einnig um aðila einkamáls sem óska nafnleyndar og tekur til bæði einstaklinga og lögaðila eftir atvikum. „Þessi regla var þegar í gildi fyrir héraðsdómstólana en gildir nú fyrir öll dómstigin,“ segir Benedikt Bogason, formaður stjórnar dómstólasýslunnar. Hann segir að helsta breytingin sé fólgin í því að nú gildi samræmdar reglur fyrir öll dómstigin og hver og einn dómstóll beri ábyrgð á því að reglunum sé fylgt. Unnið hefur verið að breyttu fyrirkomulagi um birtingu dóma um nokkurt skeið, ekki síst vegna sjónarmiða um persónuvernd og friðhelgi einkalífs. Skiptar skoðanir um málið komu meðal annars fram á málþingi Dómstólasýslunnar síðasta haust. Í erindi Ingibjargar Þorsteinsdóttur, formanns Dómarafélags Íslands, kom meðal annars fram að takmarkanir á birtingu dóma gætu komið illa við almenning, með vísan til aukins vantrausts til dómstólanna, ekki síst í kynferðisbrotamálum. Ingibjörg lýsti einnig efasemdum um nafnleynd þeirra sem sakfelldir eru fyrir refsiverð brot. „Ég er nú bara þeirrar skoðunar að nöfn þeirra geti átt erindi við almenning,“ sagði Ingibjörg í erindi sínu. Í reglunum, sem birtar voru 14. október á vef Dómstólasýslunnar er miðað við að nafnleyndar sé gætt í dómsúrlausnum. Ákærði er þó nafngreindur ef hann er sakfelldur nema hann sé undir átján ára aldri eða nafnbirting hans sé andstæð hagsmunum brotaþola eða annarra vitna. Í einkamálum eru nöfn aðila birt nema sérstök ástæða sé til nafnleyndar til dæmis vegna viðkvæmra persónulegra mála. Þegar ár er liðið frá birtingu dóms, hvort heldur er í einkamáli eða sakamáli, geta aðilar máls óskað eftir því að nafn þeirra sé afmáð og ber þá að verða við slíkri beiðni. Í reglunum eru taldar nokkrar tegundir dómsúrlausna sem ekki eru birtar á vef héraðsdómstólanna, svo sem úrskurði og dóma í barnaverndarmálum, forræðismálum, málum er varða nauðungarvistun, hjónaskilnaði og skipti milli hjóna, erfðamál, mál er varða kröfur um gjaldþrotaskipti, opinber skipti, nauðasamninga og greiðslustöðvun, auk úrskurða sem kveðnir eru upp undir rekstri máls og fela ekki í sér lokaniðurstöðu þess. Dómstjórar hafa þó undanþáguheimild til að kveða á um birtingu dómsúrlausnar sem ekki á að birta samkvæmt reglunum og kveða á um að úrlausn sem á að birta skuli ekki birt. Rökstuðning um slíkar ákvarðanir ber að skrá í málaskrá og bréfabók héraðsdóms. Framangreindar skorður taka ekki til æðri dómstiga og verði málum vísað til Landsréttar og eftir atvikum til Hæstaréttar, ber að birta dómsúrlausnir þeirra auk dómsúrlausnar málsins í héraði. Þá er kveðið á um að æðri dómstigin geti ákveðið að gæta nafnleyndar eða afmáð atriði úr dómsúrlausnum í ríkari mæli en leiðir af reglunum ef sérstakar ástæður mæla með, svo sem þegar hagsmunir hlutaðeigandi eru sérstaklega þungvægir eða vegna fámenns landsvæðis þar sem atvik máls gerðust eða þau eru tengd við.
Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Mest lesið Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Erlent Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Erlent Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Innlent Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Erlent „Ég er rasandi hissa á þessu“ Innlent Fleiri fréttir Segir samningsviljann hjá leikfélaginu engan „Geri ráð fyrir að þetta séu ummæli sem féllu í hita leiksins“ Býður út næstsíðasta áfanga vegagerðar í Gufudalssveit Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Hafi gert ýmislegt til að bæta stöðuna í Breiðholti Byrlunarmálið og ofbeldi í Breiðholti Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Almennt á móti rekstri spilakassa en tryggja þurfi fjármögnun Vilja vita hvort Jón Gunnarsson hafi brotið siðareglur þingmanna Vill rannsóknarnefnd Alþingis vegna byrlunarmálsins „Ég er rasandi hissa á þessu“ Leit hætt í Borgarnesi og staðan metin með morgninum Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Lögregla bíður þess enn að geta farið til Dóminíska lýðveldisins „Stefnir í að árið í ár verði það versta á öldinni“ Björgunarsveitir við leit í Borgarnesi Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Sjá meira