Búsáhaldabyltingin, svona eftir á Jónas Sen skrifar 9. nóvember 2019 09:00 Víkingur Heiðar lék píanókonsert eftir Daníel Bjarnason og heillaði gagnrýnandann. Fréttablaðið/Sigtryggur Ari Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Grieg, Bach, Sibelius, Mozart og Daníel Bjarnason, sem einnig stjórnaði. Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og Radovan Vlatkovic. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 7. nóvember Í Búsáhaldabyltingunni var svo sannarlega ekki gaman að vera til. Fólk, vitfirrt af reiði, barði potta og pönnur niðri í bæ. Daglega voru af því fréttir í sjónvarpinu og andrúmsloftið í þjóðfélaginu var uggvænlegt, þrungið myrkri, vonleysi og heift. Um þetta leyti var frumfluttur píanókonsert eftir Daníel Bjarnason sem ber heitið Processions. Tónlistin er afar dökk, og síðasti kaflinn af þremur, sem er stystur, byggir aðallega á einföldum slagverkstakti. Meira að segja píanóið er notað sem ásláttarhljóðfæri. Menn þóttust þar heyra endurómun frá barsmíðunum fyrir utan Alþingi.Allt annað uppi á teningnum Ég var á þessum frumflutningi, þar sem einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson. Mig minnir að ég hafi bara verið í meðallagi hrifinn. Annað var uppi á teningnum á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið. Fyrir það fyrsta fóru tónleikarnir fram í Eldborg Hörpu, en ekki í Háskólabíói; hljómburðurinn var gerólíkur. Alls konar fínleg blæbrigði, sem mikið er af í verkinu, skiluðu sér almennilega. Flygillinn var sömuleiðis ákjósanlegri. Sá sem Víkingur spilaði á í Háskólabíói var kominn til ára sinna, hann var hvass á efra tónsviðinu, en mattari fyrir neðan. Hljómurinn í flyglinum núna var stærri og heildrænni. Víkingur sjálfur er svo orðinn mun þroskaðri sem listamaður. Á tónleikunum var því allt eins og það átti að vera. Tónlistin var einræn, hún hverfist um kyrrlátar hendingar og hljóma sem voru sjarmerandi annarlegir. Þar voru líka kraftmiklir hápunktar, sem voru alltaf óvæntir, en rökréttir eftir á. Andrúmsloftið var þungbúið, en samt ekki þunglyndislegt. Það var í rauninni eins og í djúpri hugleiðslu. Maður einhvern veginn hvarf inn á við, kannski niður um kanínuholu og inn í undraland þar sem allt mögulegt gat komið fyrir. Útkoman var einstök, frumleg og full af skáldskap.Makalaus flutningur Flutningurinn á tónleikunum var seiðmagnaður. Túlkun Víkings var heiðarleg og blátt áfram, laus við tilgerð. Hún var kröftug þegar við átti, og ætíð spennandi. Mýktin í öðrum kaflanum var yndislega vel útfærð og áslátturinn í þeim þriðja áleitinn. Tónskáldið sjálft stjórnaði hljómsveitinni, og þar var allt á sínum stað. Hljómsveitin óf misfínlegan tónavefinn fimlega utan um einleikinn og heildarhljómurinn samsvaraði sér fullkomlega. Víkingur lék aukalag, píanóútsetningu á hæga þættinum úr fjórðu orgelsónötu Bachs, sem var ekkert smáræði. Ég var nýlega í jarðarför þar sem ég heyrði sömu tónsmíð leikna á orgel, og var það afskaplega illa gert. Víkingur hins vegar hristi verkið fram úr erminni, hástemmd tónlistin náði hæstu hæðum í tilfinningaþrungnum leiknum. Hvílíkir töfrar!Restin var ok, og þó Annað á tónleikunum virkaði eins og uppfylling. Margt af því var ekki slæmt. Svíta úr Pétri Gaut eftir Grieg rann ljúflega niður. Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr eftir Mozart var fínn í meðförum einleikarans, Radovans Vlatkovic. Hann spilaði af öryggi og fimleika eins og ekkert væri. Fimmta sinfónían eftir Sibelius orkaði hins vegar tvímælis eftir allt sem á undan var gengið. Hún var eiginlega heldur mikið af því góða. Tónlistin hljómaði kynlega andlaus og gekk aldrei upp. Hljómsveitin spilaði þó vel tæknilega, en samt gerðist aldrei neitt. Ofsafengnir lokahljómarnir, lamdir áfram af fullum styrk, voru nánast eins og brandari. Nei, þá voru barsmíðarnar í konsertinum eftir Daníel miklu meira eggjandi. Jónas SenNiðurstaða: Makalaus einleikur og einleikskonsert. Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira
Sinfóníuhljómsveit Íslands flutti verk eftir Grieg, Bach, Sibelius, Mozart og Daníel Bjarnason, sem einnig stjórnaði. Einleikarar: Víkingur Heiðar Ólafsson og Radovan Vlatkovic. Eldborg í Hörpu, fimmtudaginn 7. nóvember Í Búsáhaldabyltingunni var svo sannarlega ekki gaman að vera til. Fólk, vitfirrt af reiði, barði potta og pönnur niðri í bæ. Daglega voru af því fréttir í sjónvarpinu og andrúmsloftið í þjóðfélaginu var uggvænlegt, þrungið myrkri, vonleysi og heift. Um þetta leyti var frumfluttur píanókonsert eftir Daníel Bjarnason sem ber heitið Processions. Tónlistin er afar dökk, og síðasti kaflinn af þremur, sem er stystur, byggir aðallega á einföldum slagverkstakti. Meira að segja píanóið er notað sem ásláttarhljóðfæri. Menn þóttust þar heyra endurómun frá barsmíðunum fyrir utan Alþingi.Allt annað uppi á teningnum Ég var á þessum frumflutningi, þar sem einleikari var Víkingur Heiðar Ólafsson. Mig minnir að ég hafi bara verið í meðallagi hrifinn. Annað var uppi á teningnum á tónleikum Sinfóníunnar á fimmtudagskvöldið. Fyrir það fyrsta fóru tónleikarnir fram í Eldborg Hörpu, en ekki í Háskólabíói; hljómburðurinn var gerólíkur. Alls konar fínleg blæbrigði, sem mikið er af í verkinu, skiluðu sér almennilega. Flygillinn var sömuleiðis ákjósanlegri. Sá sem Víkingur spilaði á í Háskólabíói var kominn til ára sinna, hann var hvass á efra tónsviðinu, en mattari fyrir neðan. Hljómurinn í flyglinum núna var stærri og heildrænni. Víkingur sjálfur er svo orðinn mun þroskaðri sem listamaður. Á tónleikunum var því allt eins og það átti að vera. Tónlistin var einræn, hún hverfist um kyrrlátar hendingar og hljóma sem voru sjarmerandi annarlegir. Þar voru líka kraftmiklir hápunktar, sem voru alltaf óvæntir, en rökréttir eftir á. Andrúmsloftið var þungbúið, en samt ekki þunglyndislegt. Það var í rauninni eins og í djúpri hugleiðslu. Maður einhvern veginn hvarf inn á við, kannski niður um kanínuholu og inn í undraland þar sem allt mögulegt gat komið fyrir. Útkoman var einstök, frumleg og full af skáldskap.Makalaus flutningur Flutningurinn á tónleikunum var seiðmagnaður. Túlkun Víkings var heiðarleg og blátt áfram, laus við tilgerð. Hún var kröftug þegar við átti, og ætíð spennandi. Mýktin í öðrum kaflanum var yndislega vel útfærð og áslátturinn í þeim þriðja áleitinn. Tónskáldið sjálft stjórnaði hljómsveitinni, og þar var allt á sínum stað. Hljómsveitin óf misfínlegan tónavefinn fimlega utan um einleikinn og heildarhljómurinn samsvaraði sér fullkomlega. Víkingur lék aukalag, píanóútsetningu á hæga þættinum úr fjórðu orgelsónötu Bachs, sem var ekkert smáræði. Ég var nýlega í jarðarför þar sem ég heyrði sömu tónsmíð leikna á orgel, og var það afskaplega illa gert. Víkingur hins vegar hristi verkið fram úr erminni, hástemmd tónlistin náði hæstu hæðum í tilfinningaþrungnum leiknum. Hvílíkir töfrar!Restin var ok, og þó Annað á tónleikunum virkaði eins og uppfylling. Margt af því var ekki slæmt. Svíta úr Pétri Gaut eftir Grieg rann ljúflega niður. Hornkonsert nr. 3 í Es-dúr eftir Mozart var fínn í meðförum einleikarans, Radovans Vlatkovic. Hann spilaði af öryggi og fimleika eins og ekkert væri. Fimmta sinfónían eftir Sibelius orkaði hins vegar tvímælis eftir allt sem á undan var gengið. Hún var eiginlega heldur mikið af því góða. Tónlistin hljómaði kynlega andlaus og gekk aldrei upp. Hljómsveitin spilaði þó vel tæknilega, en samt gerðist aldrei neitt. Ofsafengnir lokahljómarnir, lamdir áfram af fullum styrk, voru nánast eins og brandari. Nei, þá voru barsmíðarnar í konsertinum eftir Daníel miklu meira eggjandi. Jónas SenNiðurstaða: Makalaus einleikur og einleikskonsert.
Birtist í Fréttablaðinu Tónlist Mest lesið Laxahattar komnir aftur í tísku hjá háhyrningum Tíska og hönnun Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið Sóli mátti bara tala í eftirhermum Lífið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Lífið Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Lífið Djörf á dreglinum Tíska og hönnun Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Lífið Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Lífið Fitusmánuð á rauða dreglinum Lífið Aðventan með Lindu Ben: Sörur og gjafaöskjur Jól Fleiri fréttir Helgi Björns tryllti lýðinn á 40 ára afmæli Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Ástkona njósnarans skildi eftir sig sjóðheit bréf Efni sem veldur uppköstum, yfirliðum og eilífri æsku The Bikeriders: Hvenær komum við í flugeldaverksmiðjuna!? Sjá meira