Vonast til að kosningarnar leysi úr pattstöðunni á Spáni Atli Ísleifsson skrifar 9. nóvember 2019 23:29 Pedro Sánchez er starfandi forsætisráðherra og leiðtogi Sósíalistaflokksins. Getty Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira
Þingkosningar fara fram á Spáni á morgun, sunnudag, og er vonast til að með þeim verði hægt að leysa þá pattstöðu sem uppi er í landsmálunum þar í landi. Sjálfstæðisbarátta Katalóníu og framgangur hægri öfgaflokka hafa verið áberandi í kosningabaráttunni, en skoðanakannanir benda til að hægri öfgaflokkurinn Vox verði einn af sigurvegurum kosninganna. Þetta er í annað sinn á innan við hálfu ári sem spænskir kjósendur ganga að kjörborðinu þar sem reynt er að höggva á hnútinn og ná fram starfhæfri ríkisstjórn. Pedro Sánchez, starfandi forsætisráðherra og leiðtogi sósíalista, boðaði til kosninganna í september í kjölfar þess að honum mistókst að fá fjárlagafrumvarp sitt samþykkt á þinginu. Áður hafði hann leitt viðræður um myndun stjórnar sem nyti stuðnings meirihluta þingmanna, en án árangurs. Var það því samdóma álit manna að það eina í stöðunni væri að boða til nýrra kosninga.Græða á Katalóníudeilunni Kosningabaráttan var stutt og snörp að þessu sinni og lauk í gær. Sánchez reyndi að sannfæra kjósendur á síðasta degi baráttunnar að með því að greiða atkvæði með Sósíalistaflokknum væri verið að greiða atkvæði með því að leysa úr pattstöðunni í spænskum stjórnmálum. Skoðanakannanir benda þó til að það er hægri öfgaflokkurinn Vox sem komi til með að græða einna mest á kosningunum. Afstaða Vox til sjálfstæðisbaráttu Katalóna er skýr. Flokkurinn er henni andsnúinn og hefur hann hagnast mikið hörðum mótmælum katalónskra aðskilnaðarsinna síðustu vikurnar. Málflutningur frambjóðenda Vox hefur þannig fallið í kramið hjá fjölda Spánverja sem búa utan Katalóníu.Santiago Abascal, leiðtogi Vox.GettyÞá hafa málefni flóttafólks einnig borið á góma, en fulltrúar Vox eru andsnúnir straumi flóttafólks til Spánar. Þykir mörgum að málflutningur þeirra minna um margt á málflutning Donald Trump Bandaríkjaforseta og Matteo Salvini, fyrrverandi innanríkisráðherra Ítalíu og formanni Bandalagsins. Vox fékk um 10 prósent atkvæða í kosningunum í apríl og 24 þingsæti. Var það í fyrsta sinn frá árinu 1982 sem hægri öfgaflokkur tók sæti á spænska þinginu. Skoðanakannanir nú skömmu fyrir kosningar benda til að Vox kunni að fá um 15 prósent atkvæða.Þörf á eldvegg Sánchez hefur sagt að þörf sé á „eldvegg“ til að koma í veg fyrir að Vox komist til áhrifa á Spáni. Hafa stjórnmálaskýrendur litið á það sem að Sánchez sé með orðum sínum að biðla til íhaldsflokksins Partido Popular og flokksins Ciudadanos um að ná samstöðu að koma fulltrúum Vox ekki áhrifastöðu. Möguleiki er á að pattstaðan haldi áfram eftir kosningar, en svo virðist sem að hvorki Sósíalistaflokkurinn né Partido Popular komi til með að fá hreinan meirihluta á þingi. Munu stærri flokkar því þurfa að leita til þeirra minni og semja um að þeir verji stjórn falli. Líklegt þykir að kosningaþreyta Spánverja kunni að hafa áhrif á þátttökuna í kosningunum. Alls kusu um 75 prósent atkvæðisbærra manna í apríl, en líklegt þykir að þátttakan nú verði umtalsvert minni.
Sjálfstæðisbarátta Katalóníu Spánn Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Fleiri fréttir Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Rússar gefa lítið fyrir niðurstöðu fundar Bandaríkjanna og Úkraínu Tollar Trump á stál og ál taka gildi Demokraatit og Naleraq stærstir eftir kosningarnar á Grænlandi Úkraína samþykkir tillögu um vopnahlé Einn grunaður um manndráp vegna vítaverðrar vanrækslu Gaf ranglega í skyn að Úkraína bæri ábyrgð á árás á X Ættbálkaleiðtogar felldir í árás al-Shabaab Vart þverfótað fyrir erlendum fjölmiðlum á kjördag í Nuuk Tæplega tvö hundruð farþegar í gíslingu Páfi ekki lengur í bráðri lífshættu vegna lungnabólgu Þegar Duterte vonaði að Íslendingar frysu í hel Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Í vandræðum í Kúrsk en bætt staða í austri Umfangsmiki drónaárás á Moskvu í nótt Dalai Lama segir arftaka sinn munu fæðast í „hinum frjálsa heimi“ Duterte sakaður um glæpi gegn mannkyninu og handtekinn í Manila Bandaríkjamenn og Úkraínumenn funda eftir munnhöggin í Hvíta húsinu Fraktskipið flutti gáma fyrir Samskip Multimodal Sögulegar kosningar í skugga ásælni Trumps Eins skipverja enn leitað og mikið umhverfisslys í uppsiglingu Danir tilbúnir að senda friðargæsluliða Lúxemborgskur prins látinn Eldur í olíuflutningaskipi eftir árekstur við flutningaskip í Norðursjó Sjá meira