Sýknaður af árás á fyrrverandi kærustu vegna ósamræmis í framburði Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 8. nóvember 2019 15:48 Maðurinn neitaði að sjá sig um málið bæði hjá lögreglu og fyrir dómi. Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína 15. maí í fyrra hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands. Ósamræmi í framburði konunnar við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi leiddi til sýknudóms þar sem ekki þótti sannað án frekari gagna að maðurinn hefði gerst sekur. Maðurinn var sakaður um að hafa ýtt konunni niður stiga, tekið í hár hennar og skellt henni í vegg. Þá hefði hann skallað hana í höfuðið og tekið hana hálstaki. Afleiðingarnar hefðu verið þær að konan hlaut mar og yfirborðsáverka á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á hægri öxl, upphandlegg og olnboga, hrufl á hægra hné, mar á innanverðu vinstra hné og marbletti á il á vinstri fæti. Gerð var krafa um 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir konuna. Dómur var kveðinn upp í héraði þann 11. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef dómstólsins.Tjáði sig ekki um málið Karlmaðurinn nýtti sér rétt sinn, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að tjá sig ekki um sakargiftir eða svara einstökum spurningum. Við úrlausn málsins lá því aðeins til grundvallar framburður konunnar. Bar hún á þann veg fyrir dómi að kærastinn fyrrverandi hefði ýtt á bakið á henni og hún við það dottið fram fyrir sig niður stigann fyrir framan íbúð hennar. Þar hefði hann komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hafi síðan náð að losna undan takinu með því að stinga fingri í augu hans, hlaupið af stað upp stigann en hann þá náð taki á hári hennar og togað hana niður í gólfið. Þegar hún hefði svo staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið, en dómurinn tekur tillit til þess að konan hafi líklega átt við að hann hefði skallað hana. Hún hefði svo reynt að fela sig og finna síma til að hringja í lögregluna. Hann hefði þá gripið aftur í hana, byrjað að hrista hana, hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar endurtekið á dyrnar.Trúverðugur framburður en ósamræmi Dómurinn hnaut um það að þessi frásögn konunnar væri öðruvísi en hjá lögreglu. Þar hefði konan tjáð lögreglu að hún hefði opnað fyrir kærastanum fyrrverandi um nóttina og hann komist gegn vilja hennar inn í íbúðina. Hún hefði náð að ýta honum út og fram á stigagang en hann þá ýtt á bak hennar með þeim afleiðingum að hún féll niður stigann. Hann hefði þar sett fót sinn yfir hana, en hún samt komist á fætur og hlaupið upp stigann. Er hún hefði verið á leiðinni inn í íbúð sína hefði hann gripið í hár hennar en hún þó náð að losa sig undan honum. Hann hefði þó komist inn í íbúð hennar, hún þá reynt að fela sig þar á bak við sófa en hann þá komið og skallað hana í höfuðið, vinstra megin.Ekki nægileg sönnun Hún hefði reynt að henda honum út en hann þá tekið hana hálstaki. Hefði henni tekist að losna úr því með því að setja fingur í augu hans og hlaupa síðan upp og banka á dyr nágranna hennar á hæðinni fyrir ofan. „Að virtu framangreindu er það er mat dómsins að þótt framburður brotaþola fyrir dómi um framvindu atburða í greint hafi í sjálfu sér verið trúverðugur verður ekki fram hjá því litið að í honum gætir nokkurs ósamræmis gagnvart því sem hún hafði áður borið um hjá lögreglu, sem aftur rýrir óhjákvæmilega trúverðugleika hans og sönnunargildi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neitun ákærða, ekki komin fram nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum,um aðákærði hafi í greint sinn ráðist að brotaþola á þann hátt og með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir.“ Var kærastinn fyrrverandi því sýknaður af ákæru. Dómsmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira
Karlmaður sem ákærður var fyrir að hafa ráðist á fyrrverandi kærustu sína 15. maí í fyrra hefur verið sýknaður í Héraðsdómi Vesturlands. Ósamræmi í framburði konunnar við skýrslutöku hjá lögreglu og fyrir dómi leiddi til sýknudóms þar sem ekki þótti sannað án frekari gagna að maðurinn hefði gerst sekur. Maðurinn var sakaður um að hafa ýtt konunni niður stiga, tekið í hár hennar og skellt henni í vegg. Þá hefði hann skallað hana í höfuðið og tekið hana hálstaki. Afleiðingarnar hefðu verið þær að konan hlaut mar og yfirborðsáverka á hálsi, mar á brjóstkassa, mar á hægri öxl, upphandlegg og olnboga, hrufl á hægra hné, mar á innanverðu vinstra hné og marbletti á il á vinstri fæti. Gerð var krafa um 1,5 milljónir króna í miskabætur fyrir konuna. Dómur var kveðinn upp í héraði þann 11. október síðastliðinn en er nýbirtur á vef dómstólsins.Tjáði sig ekki um málið Karlmaðurinn nýtti sér rétt sinn, bæði hjá lögreglu og fyrir dómi, að tjá sig ekki um sakargiftir eða svara einstökum spurningum. Við úrlausn málsins lá því aðeins til grundvallar framburður konunnar. Bar hún á þann veg fyrir dómi að kærastinn fyrrverandi hefði ýtt á bakið á henni og hún við það dottið fram fyrir sig niður stigann fyrir framan íbúð hennar. Þar hefði hann komið að henni og tekið hana hálstaki upp við vegginn. Hún hafi síðan náð að losna undan takinu með því að stinga fingri í augu hans, hlaupið af stað upp stigann en hann þá náð taki á hári hennar og togað hana niður í gólfið. Þegar hún hefði svo staðið upp af gólfinu hefði hún skallað hann í höfuðið, en dómurinn tekur tillit til þess að konan hafi líklega átt við að hann hefði skallað hana. Hún hefði svo reynt að fela sig og finna síma til að hringja í lögregluna. Hann hefði þá gripið aftur í hana, byrjað að hrista hana, hún náð að rífa sig lausa og hlaupa upp til nágranna síns og banka þar endurtekið á dyrnar.Trúverðugur framburður en ósamræmi Dómurinn hnaut um það að þessi frásögn konunnar væri öðruvísi en hjá lögreglu. Þar hefði konan tjáð lögreglu að hún hefði opnað fyrir kærastanum fyrrverandi um nóttina og hann komist gegn vilja hennar inn í íbúðina. Hún hefði náð að ýta honum út og fram á stigagang en hann þá ýtt á bak hennar með þeim afleiðingum að hún féll niður stigann. Hann hefði þar sett fót sinn yfir hana, en hún samt komist á fætur og hlaupið upp stigann. Er hún hefði verið á leiðinni inn í íbúð sína hefði hann gripið í hár hennar en hún þó náð að losa sig undan honum. Hann hefði þó komist inn í íbúð hennar, hún þá reynt að fela sig þar á bak við sófa en hann þá komið og skallað hana í höfuðið, vinstra megin.Ekki nægileg sönnun Hún hefði reynt að henda honum út en hann þá tekið hana hálstaki. Hefði henni tekist að losna úr því með því að setja fingur í augu hans og hlaupa síðan upp og banka á dyr nágranna hennar á hæðinni fyrir ofan. „Að virtu framangreindu er það er mat dómsins að þótt framburður brotaþola fyrir dómi um framvindu atburða í greint hafi í sjálfu sér verið trúverðugur verður ekki fram hjá því litið að í honum gætir nokkurs ósamræmis gagnvart því sem hún hafði áður borið um hjá lögreglu, sem aftur rýrir óhjákvæmilega trúverðugleika hans og sönnunargildi,“ segir í niðurstöðu héraðsdóms. „Þar sem framburður hennar fær ekki stuðning af öðrum gögnum en vottorði læknis um þá áverka sem greindust á henni þykir, gegn neitun ákærða, ekki komin fram nægileg sönnun, sem ekki verði vefengd með skynsamlegum rökum,um aðákærði hafi í greint sinn ráðist að brotaþola á þann hátt og með þeim afleiðingum sem í ákæru greinir.“ Var kærastinn fyrrverandi því sýknaður af ákæru.
Dómsmál Mest lesið Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Innlent Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Innlent Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Innlent Rok og rigning sama hvert er litið Veður Segir nýjan viðskiptasamning þann „stærsta í sögunni“ Erlent Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Innlent Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Innlent Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Innlent Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Innlent Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Innlent Fleiri fréttir Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Segir áhyggjuefni að ESB hafi platað Íslendinga í tíu ár „Ökum slóðann” – Átaksverkefni gegn utanvegaakstri Erlendur ferðamaður lést við Hrafntinnusker Meðvitundarlaus maður sóttur í Silfru Segir Guðlaug fara með rangt mál: „Hvimleið þessi valkvæða hlustun stjórnarandstöðunnar“ Bátar brenna í Bolungarvík Utanríkisráðherra segir stjórnarandstöðuna fara rangt með mál „Fór algjörlega fram úr björtustu vonum“ Tekist á um Evrópumálin Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Virknin minnkað þó áfram gjósi Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Líkamsárás í farþegaskipi „Kaldar kveðjur frá ESB“ og tilfinningaþrungin stund á Druslugöngu Hvalfjarðargöng opin á ný „Það er verið að taka aðeins of mikið“ Sjá meira