Fólkið á Airwaves: Upplifun hátíðarinnar felst í því að ramba á nýja tónlist Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 8. nóvember 2019 21:00 Alda Júlía og Oddrún biðu eftir klippingu á Listasafni Reykjavíkur. vísir/hallgerður „Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. Þær systur eru á Airwaves í sjöunda skiptið en þær hittu tónlistarmanninn Mac DeMarco fyrir tilviljun í gær og biðu eftir að tónleikar hans myndu hefjast í Listasafninu. Systurnar segja hátíðina vel heppnaða en line-uppið svokallaða nokkuð sérstakt. „Það er pínu skrítið lineupið, þeir eru búnir að raða saman böndum sem meika ekki endilega sense saman en þetta er geðveikt næs. Ég held að það dreifi crowdinu meira,“ segir Alda. „Mér finnst þetta bara eins og þetta hefur alltaf verið,“ svarar Oddrún. „Maður spyr sig „hvað eru þeir eiginlega að gera? Svo er þetta bara þannig. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera betur en fólkið sem mætir eftir tvo bjóra.“ Þær sammælast um að hátíðin grundvallist svolítið í því að fólk rölti um bæinn og rambi inn á tónlistarmenn sem það hefur aldrei séð áður. Þannig geti maður uppgötvað eitthvað stórt. „Við erum rosa mikið að flakka á milli og við erum að reyna að fara á litlu böndin sem við höfum ekki séð áður. Eins og vinkona okkar fór á Florence and the Machine áður en hún varð fræg af því að hún kom á Airwaves, þetta er smá svoleiðis að þú færð svo mikið meira úr því að elta litlu böndin,“ segir Oddrún. „Þegar það kemur að þessu stóra sem þú ert búinn að bíða eftir þá er röðin hringinn í kring um húsið þannig að það er oft skemmtilegra að fara þá inn á minni tónleikastaði og finna eitthvað þar. Það er upplifun hátíðarinnar,“ bætir Alda Júlía við. Þær telja þó jákvætt að ekki sé mikið um vel þekkta tónlistarmenn á hátíðinni. Áhersla hátíðarinnar til að byrja með hafi verið að ef tónlistarmenn hafi komið fram fengju þeir ekki afturkvæmt, það hafi þó breyst í seinni tíð, t.a.m. með endurkomu Of Monsters and Men. „Sena breytti því strax. Það var ákveðinn partur af þessu og mér finnst það svolítið leiðinlegt,“ segir Alda. „Of Monsters and Men eru auðvitað æðisleg en það er leiðinlegt að þeir séu að endurtaka sig,“ segir Oddný og grípur fram í fyrir systur sinni. „Reglan var alltaf sú að þú spilaðir bara einu sinni á Airwaves, allavega fyrir erlend bönd.“ „Vissulega eru Of Monsters and Men íslensk...“ segir Alda. „Heyrðu, ég tek þetta allt til baka!“ Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
„Við fórum og töluðum við Mac DeMarco í tvær mínútur og hann byrjaði að syngja fyrir okkur þannig að hann var bara yndislegur. Hann var með veiðimannshatt og manni leið eins og maður væri að horfa á gaur sem hefði bara verið tekinn úr bátnum sínum í Alabama og settur upp á svið. Þetta verða örugglega frábærir tónleikar!“ sagði Oddrún Magnúsdóttir þegar hún sat í makindum sínum ásamt systur sinni, Öldu Júlíu í Listasafni Reykjavíkur í gær, að bíða eftir klippingu hjá Hairwaves. Þær systur eru á Airwaves í sjöunda skiptið en þær hittu tónlistarmanninn Mac DeMarco fyrir tilviljun í gær og biðu eftir að tónleikar hans myndu hefjast í Listasafninu. Systurnar segja hátíðina vel heppnaða en line-uppið svokallaða nokkuð sérstakt. „Það er pínu skrítið lineupið, þeir eru búnir að raða saman böndum sem meika ekki endilega sense saman en þetta er geðveikt næs. Ég held að það dreifi crowdinu meira,“ segir Alda. „Mér finnst þetta bara eins og þetta hefur alltaf verið,“ svarar Oddrún. „Maður spyr sig „hvað eru þeir eiginlega að gera? Svo er þetta bara þannig. Þeir hljóta að vita hvað þeir eru að gera betur en fólkið sem mætir eftir tvo bjóra.“ Þær sammælast um að hátíðin grundvallist svolítið í því að fólk rölti um bæinn og rambi inn á tónlistarmenn sem það hefur aldrei séð áður. Þannig geti maður uppgötvað eitthvað stórt. „Við erum rosa mikið að flakka á milli og við erum að reyna að fara á litlu böndin sem við höfum ekki séð áður. Eins og vinkona okkar fór á Florence and the Machine áður en hún varð fræg af því að hún kom á Airwaves, þetta er smá svoleiðis að þú færð svo mikið meira úr því að elta litlu böndin,“ segir Oddrún. „Þegar það kemur að þessu stóra sem þú ert búinn að bíða eftir þá er röðin hringinn í kring um húsið þannig að það er oft skemmtilegra að fara þá inn á minni tónleikastaði og finna eitthvað þar. Það er upplifun hátíðarinnar,“ bætir Alda Júlía við. Þær telja þó jákvætt að ekki sé mikið um vel þekkta tónlistarmenn á hátíðinni. Áhersla hátíðarinnar til að byrja með hafi verið að ef tónlistarmenn hafi komið fram fengju þeir ekki afturkvæmt, það hafi þó breyst í seinni tíð, t.a.m. með endurkomu Of Monsters and Men. „Sena breytti því strax. Það var ákveðinn partur af þessu og mér finnst það svolítið leiðinlegt,“ segir Alda. „Of Monsters and Men eru auðvitað æðisleg en það er leiðinlegt að þeir séu að endurtaka sig,“ segir Oddný og grípur fram í fyrir systur sinni. „Reglan var alltaf sú að þú spilaðir bara einu sinni á Airwaves, allavega fyrir erlend bönd.“ „Vissulega eru Of Monsters and Men íslensk...“ segir Alda. „Heyrðu, ég tek þetta allt til baka!“
Airwaves Tengdar fréttir Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00 Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00 Mest lesið „Risa tilkynning“ Lífið Seldist upp daginn eftir kosningasigur Kristrúnar Tíska og hönnun „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Lífið Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Lífið Birgitta prinsessa er látin Lífið Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu Menning Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Lífið Taka sér hlé hvort frá öðru Lífið Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Lífið 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Lífið Fleiri fréttir Ásta Fanney til Feneyja Þetta hlustaði heimsbyggðin á árið 2024 Birgitta prinsessa er látin Laufey Lín og Bjarki á lista Forbes Með okkar augum fengu Kærleikskúluna Flatur strúktúr gekk ekki upp Fyrsta verkefni þingmanna verði að mála mynd hver af öðrum Tónlistarkona selur íbúð í miðbænum „Ég myndi ekki vilja fá þetta í andlitið“ Taka sér hlé hvort frá öðru Sá yngsti 23 ára og sá elsti 98 ára Þjóðþekktir einstaklingar búa til pláss fyrir grínstjóra UNICEF „Risa tilkynning“ Komst í jólaskapið í september 40 ára kona: Er of seint að deita konur? Fitusmánuð á rauða dreglinum Daníel Takefusa og Ásdís Eva selja íbúð á eftirsóttum stað Sóli mátti bara tala í eftirhermum Heitasti útvarpsmaður landsins selur slotið Dagur og Jónas Reynir fá ekki starfslaun Gummi Kíró og Lína fagna fimm árum af ást Til að fá listamannalaun þarftu að vera í náðinni Hlýlegt sjónvarpsherbergi með vínbar í Garðabæ Kvöddu með stæl Ástfangnar í tuttugu ár Gísli Pálmi er orðinn pabbi Harold með ólæknandi krabbamein Opna „hommalegustu blómabúðina í bænum“ Orð ársins vísar til rotnunar heilans Alma Möller og Inga Sæland í mesta stuðinu Sjá meira
Fólkið á Airwaves: „Allt nema verðið er fullkomið!“ Yana og Kirill stóðu í röðinni fyrir framan Hard Rock að bíða eftir að Úlfur Úlfur byrjaði að spila. Þau voru þau fyrstu til að mæta í röðina og voru þau vel til þess búin á köldu nóvemberkvöldinu. 7. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: Skemmtilegast að uppgötva nýja tónlistarmenn Sólrún Ásta Reynisdóttir, Ráðhildur Ólafsdóttir og Margrét Björk Daðadóttir eru búnar að koma sér fyrir í skoti á bak við stiga í Listasafni Reykjavíkur á meðan þær bíða eftir að Hjaltalín byrji að spila þegar blaðamaður hittir á þær. Húsið er troðið af fólki, enda er Hjaltalín með ástsælli hljómsveitum landsins. 8. nóvember 2019 17:00
Fólkið á Airwaves: „Ég held að við séum elsta fólkið hérna inni“ Hilkka Arola stendur utarlega á Hressingarskálanum að hlusta á tónleika með SIGGY þegar blaðamann ber að garði. Hún dillir sér í takt við tónana og horfir yfir salinn. 7. nóvember 2019 21:00