Uppgjör: Hamilton tryggði sér titilinn í spennandi kappakstri Bragi Þórðarson skrifar 4. nóvember 2019 22:00 Bottas fagnaði sigri í kvöldsólinni í Texas er Hamilton fagnaði sínum sjötta titli. Getty Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur. Formúla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira
Valtteri Bottas stóð uppi sem sigurvegar í bandaríska Formúlu 1 kappakstrinum um helgina. Bottas þurfti á sigri að halda til að eiga möguleika á heimsmeistaratitlinum en liðsfélagi hans, Lewis Hamtilon endaði annar og tryggði sér því sinn sjötta titil í greininni. Bottas byrjaði á ráspól en Hamilton aðeins fimmti eftir slæma tímatöku hjá Bretanum. ,,Ég horfði ekkert á bílinn fyrir framan, ég hafði bara augu á fyrsta sætinu'' sagði Hamilton um ræsinguna. Lewis var strax á fyrsta hring kominn upp í þriðja sætið eftir að hafa tekið fram úr báðum Ferrari bílunum sem byrjuðu kappaksturinn hræðilega.Óskarsverðlaunahafinn Matthew McConaughey fagnaði titlinum með Lewis.GettyLeclerc í einskinsmannslandiCharles Leclerc hefur átt góðu gengi að fagna á síðari hluta tímabilsins en lítið gekk hjá Mónakó búanum í Bandaríkjunum um helgina. Leclerc ræsti fjórði og endaði á sama stað eftir hringina 56 sem eknir voru á Circuit of the Americas brautinni í Texas. Charles var aldrei nálægt því að keppa um sæti á verðlaunapalli og virtist Ferrari bíllinn eiga langt í land. Það fór ver hjá liðsfélaga Leclerc, Sebastian Vettel. Þjóðverjinn var í tómu barsli með bíl sinn fyrstu átta hringi keppninnar og kom í ljós að fjöðrunarbúnaður bílsins var skemmdur. Á áttunda hring gaf spyrna sig hægra megin að aftan og varð Vettel frá að hverfa. Nú þegar Hamilton er búinn að tryggja sér titilinn færast augun að slagnum um þriðja sætið í mótinu. Bottas er öruggur með annað sætið en Leclerc, Verstappen og Vettel berjast um það þriðja. Aðeins 19 stig skilja að ökumennina þrjá þegar tvær keppnir eru eftir. Næsta umferð fer fram í Brasilíu eftir tvær vikur.
Formúla Mest lesið Hótar að stöðva byggingu nýs vallar ef liðið skiptir ekki um nafn Sport Óskiljanlegur miði Vestra vekur athygli Fótbolti Mbeumo staðfestur hjá félagi drauma sinna Enski boltinn Fékk útrás fyrir keppnisskapið við heimilisstörfin Íslenski boltinn Sjáðu rauða spjaldið og markið sem skaut Valsmönnum á toppinn Fótbolti Gascoigne fannst meðvitundarlaus og fluttur á spítala Fótbolti Viss um að Arsenal hafi gert rétt í máli Partey Fótbolti Liverpool samþykkir að greiða þrettán milljarða fyrir Ekitike Fótbolti Rashford mættur til Barcelona Fótbolti Segir árásum fjölga eftir því sem kvennaboltinn stækkar Fótbolti Fleiri fréttir Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Ber engan kala til Antonelli eftir áreksturinn Norris vann í Austurríki og minnkaði forskot liðsfélagans Lenti ofan á öðrum bíl í Formúlu 2 Sagði bíl Red Bull vera algjörlega óökuhæfan Norris á ráspól á morgun með yfirburðum „Ekki láta ykkur detta það í hug að afskrifa Hamilton“ Kvörtun Red Bull „smámunasemi“ og „vandræðaleg“ Miður sín eftir að hann keyrði yfir dýr í miðri keppni „Þetta hef ég aldrei heyrt kappakstursökumann segja áður“ Russell kom, sá og sigraði í Kanada Verstappen pirraður á barnalegum spurningum um bannið Russell aftur á ráspól í Kanada: „Virkilega ánægður“ Næsta dagatal klárt: Imola dettur út en Madrid kemur ný inn Bara þrír sem fá að heimsækja Michael Schumacher Sakaður um viljandi árekstur: „Bara séð svona í leikjum og go-kart“ Sjá meira