Erlendur náði markmiðinu og komst á topp Ama Dablam Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 4. nóvember 2019 15:30 Erlendur Pálsson þurfti að klífa erfiða áskorun í undirbúningi sínum fyrir gönguna. Myndir/Úr einkasafni Fjallgöngumaðurinn Erlendur Pálsson náði um helgina að komast á topp fjallsins Ama Dablam í Nepal, sem hafði verið draumur hans í þrjú ár. Við fjölluðum um ferðalag Erlends hér á Vísi, en fyrir ári síðan var æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr höfði hans. Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur: „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægtErlendur Pálsson lét æxli ekki stoppa sig í því að láta draumana rætast.Mynd/Úr einkasafniVilborg Arna Gissurardóttir er með Erlendi í Nepal og hún birti þessa mynd af teyminu á Instagram og sagði þar að þetta væri „eitt besta útsýni sem hún hefði nokkurn tímann upplifað.“ Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur. View this post on InstagramYeah!! Happy team at the summit of Ama Dablam! We summited last Saturday after amazing climb....and the view was one of the best I have ever experienced. It was such a cool experience that I'm out of words at the moment but for sure more pics to come very soon. One love to my team members #tindartravel #nature #mountains #nepal #amadablam #mountaineering A post shared by Vilborg Arna Gissurardóttir (@vilborg.arna) on Nov 4, 2019 at 12:50am PST Erlendur birti nokkrar fallegar myndir frá síðasta hluta ferðarinnar en í samtali við Vísi segist hann þakklátur. Með honum í för voru Vilborg Arna Gissurardóttir, Sigurður Bjarni Sveinsson, Arnar Páll Gíslason og Aleš Česen. Arnar Páll þurfti þó að snúa til baka vegna veikinda, áður en hópurinn komst á leiðarenda. „Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst. Mynd/Úr einkasafniMynd/úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafni Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Fjallgöngumaðurinn Erlendur Pálsson náði um helgina að komast á topp fjallsins Ama Dablam í Nepal, sem hafði verið draumur hans í þrjú ár. Við fjölluðum um ferðalag Erlends hér á Vísi, en fyrir ári síðan var æxli á stærð við golfkúlu fjarlægt úr höfði hans. Erlendur lét það ekki stoppa sig þó að veikindin gerðu verkefnið meira krefjandi en hann náði nú loks markmiði sínu í fyrstu tilraun. Erlendur er giftur tveggja barna faðir og er sviðsstjóri akstursþjónustu Strætó. Hann var í undirbúningi fyrir þessa fjallgöngu þegar æxlið fannst. Í samtali við Vísi fyrr í mánuðinum sagði Erlendur: „Æxlið fannst þannig, að ég fékk suð fyrir eyrun og heimilislæknirinn var svo almennilegur að senda mig í myndatöku. Þá fannst æxlið en ég er ennþá með suðið,“Sjá einnig: Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægtErlendur Pálsson lét æxli ekki stoppa sig í því að láta draumana rætast.Mynd/Úr einkasafniVilborg Arna Gissurardóttir er með Erlendi í Nepal og hún birti þessa mynd af teyminu á Instagram og sagði þar að þetta væri „eitt besta útsýni sem hún hefði nokkurn tímann upplifað.“ Hópurinn lagði af stað í þetta ferðalag þann 10. október og hafa því verið í tæpan mánuð frá ástvinum sínum. Komu þau meðal annars við í grunnbúðum Everest á leið sinni upp á Ama Dablam og eiga nú eftir að koma sér niður aftur. View this post on InstagramYeah!! Happy team at the summit of Ama Dablam! We summited last Saturday after amazing climb....and the view was one of the best I have ever experienced. It was such a cool experience that I'm out of words at the moment but for sure more pics to come very soon. One love to my team members #tindartravel #nature #mountains #nepal #amadablam #mountaineering A post shared by Vilborg Arna Gissurardóttir (@vilborg.arna) on Nov 4, 2019 at 12:50am PST Erlendur birti nokkrar fallegar myndir frá síðasta hluta ferðarinnar en í samtali við Vísi segist hann þakklátur. Með honum í för voru Vilborg Arna Gissurardóttir, Sigurður Bjarni Sveinsson, Arnar Páll Gíslason og Aleš Česen. Arnar Páll þurfti þó að snúa til baka vegna veikinda, áður en hópurinn komst á leiðarenda. „Þetta hafðist! Magnaðir þrír dagar af erfiði, örmögnun, gleði, vonleysi, ofsakæti, þakklæti og auðmýkt. Þvílík forréttindi að fá að taka þátt í þessum leiðangri. Takk Vilborg Arna fyrir ótrúlegt skipulag og hvatningu hausinn á þér er fast skrúfaður á. Thank you Ales for your help and support what a athlete you are. Takk Siggi Bjarni maður bíður ekki um betri félagsskap, þvílíkt gleði að vera nálægt kraftinum í þér. Takk Arnar Páll magnaður klettur sem þú ert og hugsaði ég oft til þín á strunsinu upp. Síðan veit ég að margir voru að hugsa til okkar og senda góða strauma takk fyrir það líka,“ skrifaði Erlendur þegar hann tilkynnti á samfélagsmiðlum að draumurinn hefði ræst. Mynd/Úr einkasafniMynd/úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafniMynd/Úr einkasafni
Fjallamennska Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15 Mest lesið Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Lífið Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Lífið „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Lífið Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Lífið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Lífið Fleiri fréttir „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Fréttatía vikunnar: Tenerife, kúabú og KFC Alec Baldwin með áfallastreituröskun: „Ég er glaðari þegar ég sef“ Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra „Jákvæð líkamsímynd bjargaði lífi mínu“ Franskur stíll í Sigvaldahúsi í Álfheimum Uppselt á Noruh Jones á nokkrum mínútum Bryan Adams seldi upp á hálftíma Laufey ein af konum ársins hjá Time Skotheldar hugmyndir fyrir konudaginn Stórfjölskyldan setur húsið á sölu Margt breyst í leiðsöguferðum á Breiðamerkurjökli eftir banaslysið Heiðrar minningu systur sinnar: „Ég elska þig meira en sólina“ María og Ingileif gjörbreyttu 150 fermetra parhúsi í Vesturbænum fyrir fimm milljónir „Þetta var orðið svolítið hættulegt fyrir mig“ Opnar fyrsta kynlífsklúbbinn á Íslandi Addison Rae á Íslandi Eva sýnir giftingahringinn Helga Lind selur sjarmerandi íbúð í hjarta miðborgarinnar Traustið var löngu farið úr sambandinu Stjarnanna borg á fjalirnar hjá Verzló Við getum gert fullt til að draga úr líkum á heilabilun Uppskrift að umræddasta súkkulaði landsins Inga Lind hlaut blessun á Balí Unnur Birna og Pétur selja raðhúsið „Eins og staðan er núna styttist í endamarkið“ Samþykktu að yngja viðmælandann um fimm ár Hanna húfu til styrktar björgunarsveitunum Fréttastjóri Heimildarinnar orðin móðir Gallabuxnaklæddum Jóni Gnarr meinaður aðgangur að þingsal Sjá meira
Lætur draumana rætast sléttu ári eftir að æxlið var fjarlægt Erlendur Pálsson var með æxli á stærð við golfkúlu í höfðinu á sama tíma á síðasta ári, í dag er á ævintýraslóðum í Nepal. 17. október 2019 13:15