Strandabörn helmingi færri en um aldamótin Sveinn Arnarsson skrifar 4. nóvember 2019 08:15 Frá Árneshreppi á Ströndum. fréttablaðið/stefán Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna. Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira
Börnum í þremur sveitarfélögum á Ströndum hefur frá aldamótum fækkað um meira en helming. Nú er svo komið að aðeins tvö börn eru búsett í Árneshreppi og enginn leikskóli er starfandi á Drangsnesi í Kaldrananeshreppi. Oddvitar sveitarstjórna segja vörnina erf iða og að eitthvað stórkostlegt þurf i að koma til svo að þróunin snúist við. Samanlagt búa á Ströndunum nú, í þessum þremur sveitarfélögum, um 600 manns. Langflestir þeirra búa í Hólmavík í Strandabyggð en í Strandabyggð allri búa um 450 manns. Jón Gísli Jónsson, oddviti hreppsnefndar Strandabyggðar, telur vörnina erf iða. „Þetta er vont og erfitt. Eitthvað togar nú suður á höfuðborgarsvæðið. Þar eru auðvitað íþróttamöguleikar og afþreying sem minna er um hérna í fámenninu hjá okkur. Við teljum hins vegar kosti á móti,“ segi Jón Gísli sem telur að stöðu sinnar vegna þurf i hann að vera bjartsýnn. „Ég verð að horfa á framtíðina björtum augum og halda því fram að við verðum enn þá til. En með íbúaþróunina, þá er erfitt að vita hvað verður.“ Horfurnar eru öllu svartari í Kaldrananeshreppi þar sem aðeins 19 börn bjuggu í hreppnum árið 2018. Vitað er að á síðustu vikum haf i tvær fjölskyldur flutt úr hreppnum með börn og því er sú tala mun lægri nú. Finnur Ólafsson oddviti segir tækifæri fyrir byggðina að rísa á ný. „Ef allt gengur upp sem við erum að berjast fyrir þá verður öflugri byggð hér og gæti skapað um hundrað störf á svæðinu,“ segir Finnur. Þar séu norskir og íslenskir aðilar að skoða þann möguleika að hefja fiskeldi í sveitarfélaginu með nýrri tækni þar sem ekki verður um opið sjókvíaeldi að ræða. Hins vegar er ljóst að þessi sveitarfélög eru í nauðvörn. Ekki er ólíklegt að heilsársbúseta leggist af á næstu áratugum í Árneshreppi. Aðeins rétt rúmlega fjörutíu manns búa þar nú og þarf lítið að gerast til að byggð þar þurrkist hreinlega út. Drangsnes og Hólmavík sem tveir kjarnar gætu vissulega blómstrað en með fækkun í sveitunum í kring gæti róðurinn orðið þyngri. Bjartsýni virðist hins vegar ríkja meðal sveitarstjóranna.
Árneshreppur Birtist í Fréttablaðinu Kaldrananeshreppur Strandabyggð Mest lesið Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Innlent Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Innlent Margir alvarlega slasaðir á skíðasvæði á Spáni Erlent Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Innlent Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Innlent Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Innlent Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Innlent Snarpur skjálfti við Trölladyngju Innlent Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ Innlent Hæstaréttardómarar skotnir til bana í Tehran Erlent Fleiri fréttir Umfangsmikil æfing á rofi á sæstrengjum og kveðjustund í Hafnarfirði Hvalir spókuðu sig í Hafnarfjarðarhöfn Prófessorar íhuga verkfall: „40% akademísks starfsfólks í kulnun eða komin langt á leið“ E. coli fannst í neysluvatni Ærslabelgur og aparóla óskast á Hvolsvöll Grímuklæddi maðurinn kúkaði aftur á bílinn Snarpur skjálfti við Trölladyngju Undirbúa verkföll: „Þetta er ömurleg staða að svona skuli standa“ Sagði nei við sölu Íslandsbanka en treystir ráðherra fullkomlega nú Breytt afstaða til sölu á Íslandsbanka og samgöngutruflanir Veðurviðvaranir og vegalokanir Sjálfstæðisflokkurinn þurfi að breikka faðminn og vera hlýrri Reyndi að stinga af á bíl og svo á hlaupum Fengu tæpar fimm og sex milljónir króna í tvöföldum launagreiðslum Viðbúin því að fylgjendum fækki í kjölfar TikTok-banns Finnst of langt gengið í glæpavæðingu í umfjöllun um Carbfix Kviknaði í gámi í byggingarsvæði við gamla Orkuhúsið Undrast sinnuleysi forvera sinna og vill lagabreytingar Starfsmaður frá Filippseyjum syngur og syngur á Selfossi Ungmenni nota tálbeituaðferðir til að ráðast á meinta níðinga Þórður Snær verður framkvæmdastjóri þingflokks Samfylkingarinnar Stórhættulegar tálbeituaðgerðir ungmenna á samfélagsmiðlum Hefja undirbúning verkfalla í framhaldsskólum Taka sýni úr mink sem fannst dauður í Vatnsmýri Starfsmanni ÍSÍ dauðbrá þegar hún mætti til vinnu Aflýsa óvissustigi vegna Bárðarbungu Sér rautt vegna ærslabelgs fyrir framan húsið sitt „Þarna náum við að svæla allt upp á yfirborðið“ Börnin sem talin voru í hættu komu í leitirnar á Suðurnesjum Þing verður sett eftir rúman hálfan mánuð Sjá meira