Aukning á niðurgangspestum hérlendis Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 1. nóvember 2019 14:31 Bæði MAST og embætti Landlæknis fjalla í greinum á heimasíðum stofnanna um aukningu á niðurgangspestum á Íslandi. Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Nóróveirusýkingar og aðrar niðurgangspestir hafa verið áberandi að undanförnu. Fréttastofa greindi frá því í gær að skæð magapest starfsmanna ráðgjafafyrirtækisins KPMG í Borgartúni hefði verið tilkynnt til sóttvarnalæknis. Starfsmannastjóri fyrirtækisins sagði að alls hefði um áttatíu starfsmenn fundið fyrir einkennum. Allir starfsmenn eru nú orðnir frískir. Mikið er um niðurgangspestir þessa dagana í samfélaginu, inni á dvalarheimilum og á sjúkrastofnunum. Flestar sýkingarnar virðast vera af völdum nóróveirunnar að því er fram kemur á vef embættis landlæknis. Matvælastofnun birti einnig grein á heimasíðu sinni undir yfirskriftinni „Dreifir þú niðurgangspest með matnum?“ Nóróveiran er þekkt fyrir að breiðast einna helst út á veturna og veldur bæði veikindum í samfélaginu og einnig slæmum hópsýkingum inni á dvalarheimilum og sjúkrastofnunum. Veiran smitast einkum með menguðum matvælum og vatni en getur einnig smitast beint manna á milli. Athygli er vakin á því að upplýsa skal sóttvarnalækni um niðurgangs-hópsýkingar. Einkenni veirunnar eru uppköst og niðurgangur. Sóttvarnalæknir vill vekja athygli á leiðum til að forðast smit og draga úr útbreiðslu sýkla. -Mikilvægt er að þvo sér vel um hendurnar, einkum eftir salernisferðir og fyrir meðhöndlum matvæla. -Gæta skal vel að hreinlæti við matreiðslu og ekki meðhöndla mat fyrir aðra á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti tvo sólarhringa á eftir. -Mikilvægt er að fara ekki til vinnu/skóla/leikskóla á meðan einkenni frá meltingavegi eru til staðar og í að minnsta kosti einn sólarhring eftir að sjúkdómseinkenni hverfa. -Þeir sem eru með niðurgang skulu forðast heimsóknir á sjúkrastofnanir á meðan einkenni eru til staðar.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02 Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45 Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent Fleiri fréttir Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Líta málið „mjög alvarlegum augum“ Hella áfenginu niður og hringja í foreldra Tuttugu milljónir í bankanum og kona í gæsluvarðhaldi Rigning og rok í methlaupi Sleppt úr gæsluvarðhaldi en málið enn til rannsóknar Sjá meira
Skæð magapest starfsmanna KPMG tilkynnt til sóttvarnalæknis Veikindi starfsmanna á skrifstofu ráðgjafafyrirtækisins KPMG voru tilkynnt til sóttvarnalæknis á mánudag. 31. október 2019 14:02
Nær ómögulegt að útrýma nóróveiru Um tíma var rúmlega helmingur leikskólabarna fjarverandi vegna veikinda. Sóttvarnalæknir segir ómögulegt að útrýma veirunni. 28. október 2019 18:45
Ungbarnaleikskóla lokað vegna nóróveiru Mörg börn veiktust og þurftu sum að leita á barnaspítala Landspítalans til aðhlynningar. 28. október 2019 12:30