Óskar Hrafn: Oliver og aðrir Blikar alltaf velkomnir heim í Kópavoginn Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 1. nóvember 2019 12:00 Óskar stýrir Breiðabliki í fyrsta sinn gegn KA í BOSE-mótinu 16. nóvember næstkomandi. mynd/baldur hrafnkell Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér. Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira
Stuðningsmenn Breiðabliks fengu aðeins að kynnast nýjum þjálfara karlaliðs félagsins, Óskari Hrafni Þorvaldssyni, í viðtali sem birtist á blikar.is í gær. Þar ræðir Óskar aðeins um sjálfan sig, starfið hjá Breiðabliki og tímabilið sem framundan er. Eftir að hafa komið Gróttu upp um tvær deildir á tveimur árum tók Óskar við Breiðabliki af Ágústi Gylfasyni í síðasta mánuði. Þó var byrjað að orða Óskar við þjálfarastarfið hjá Blikum um mitt síðasta tímabil. Virðingarleysi gagnvart Gústa„Ég væri að ljúga ef mér hefði ekki fundist umræðan pínu óþægileg. Það er ekki þægilegt að vera spurður út í starf sem kollegi manns er að sinna,“ sagði Óskar. „Mér fannst það virðingarleysi gagnvart Gústa, að ræða um eftirmann hans meðan hann var í fullu starfi og gera fína hluti. En ég missti ekki svefn yfir þessu eða hugsaði um þetta allan daginn. Ég hafði bara nóg með að sinna þessu verkefni hjá Gróttu eins vel og kostur var.“ Ekki hræddur við kröfurnarÓskar segir að stefnan sé sett hátt í Kópavoginum. „Breiðablik er félag sem á hvergi annars staðar að vera en í toppbaráttu. Þá þýðir ekkert annað en að bretta upp ermar og leggja klukkutíma að baki á vellinum,“ sagði Óskar. „Ég hræðist ekki kröfur. Ég geri sjálfur miklar kröfur á mig og mína leikmenn. Þær kröfur sem ég geri á sjálfan mig eru í takti við þær kröfur sem umhverfið gerir á okkur. Það væri lítið gaman að þessu ef það væru engar kröfur.“ Höskuldur í limbóiÓskar var spurður út í leikmannamál Breiðabliks, m.a. út í Alfons Sampsted og Höskuld Gunnlaugsson sem léku sem lánsmenn með liðinu í fyrra. Einnig Oliver Sigurjónsson sem hefur fengið fá tækifæri með Bodø/Glimt í Noregi. „Alfons er samningsbundinn Norrköping út næsta ár. En hann veit að dyrnar eru alltaf opnar hérna. Sama með Höskuld þótt hann sé í aðeins meira limbói. Það skýrist væntanlega fljótlega,“ sagði Óskar. „Með Oliver þá veit maður ekki hvað gerist. Hann vill reyna fyrir sér úti en Oliver eins og aðrir Blikar vita að þeir eru alltaf velkomnir heim í Kópavoginn.“Viðtalið í heild sinni má sjá með því að smella hér.
Pepsi Max-deild karla Mest lesið Dramatík í víðavangshlaupinu: Þorsteinn dæmdur úr leik fyrir að hrinda Arnari Sport Mbappé getur ekki keyrt nýja bílinn sinn Fótbolti Arsenal vann Lundúnaslaginn Enski boltinn Fækkar í starfsteyminu vegna fjárhagskragga Handbolti Postecoglou rekinn Enski boltinn Fékk fjögur rauð gegn Liverpool Enski boltinn Meiðsli Orra tóku sig upp að nýju Fótbolti Haaland skaut City á toppinn Enski boltinn Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Íslenski boltinn Sif kláraði sögulegt ferðalag og öðlaðist dýpri skilning á vistkerfi fótboltans Fótbolti Fleiri fréttir Breiðablik - Víkingur | Nýju meistararnir mæta erkifjendum Berglind markahæst í þriðja sinn og Agla María lagði upp flest Thelma Karen efnilegust í Bestu deildinni Birta valin best Leik lokið: Breiðablik - FH 3-2 | Dramatískur Blikasigur Þróttur - Valur 1-0 | Sierra sá til þess að Ólafur Helgi kvaddi Laugardalinn með sigri Fimm tilnefndar sem besti leikmaður ársins í Bestu deild kvenna Leikjahæsti Valsmaðurinn á förum frá félaginu Flýta sér hægt og halda spilunum þétt að sér Gullkálfurinn Gunnar: „Stemningin var rafmögnuð“ Eina árið sem KR féll: Stjörnustríð, Elvis kvaddi og SÁÁ komið á fót Jóhann tekur við Þrótti en Blikar leita áfram „Var alltaf Mist með krabbamein alls staðar annars staðar“ Jóhann Kristinn hættir með Þór/KA Fer frá KA í haust Heimir sagður taka við Fylki Frá Týsvellinum á Ibrox: „Maður þarf alveg að klípa sig annað slagið“ Mollee og Kayla héldu örlitlu lífi í Evrópudraumum Þróttara Uppgjörið FH - Víkingur 3-2 | FH komið með níu tær inn í Evrópukeppni á næsta tímabili Uppgjörið: Valur-Breiðablik 1-1 | Valskonur tóku stig af meisturunum Hallgrímur framlengir við KA Fram gæti orðið stórveldi í íslenskri kvennaknattspyrnu innan örfárra ára Uppgjörið: Þór/KA - Fram 1-1 | Ósáttir Akureyringar enduðu ofar Arnari gekk illa að ná í þunna Víkinga Dæmdu Valsmann í leikbann en drógu það síðan til baka Utan vallar: Var Helgi Guðjóns að eiga Steina Gísla sumar? Björgvin Brimi í Víking Spilaði nærbuxnalaus og fékk UFC-spólur bak við borðið Króati tekur við kvennaliði Keflavíkur Gætu kvatt Bestu deildina án þjálfarans og lykilmanna Sjá meira