Hafa lokað tímabundið fyrir innskráningar með Íslykli Björn Þorfinnsson skrifar 1. nóvember 2019 06:45 Pei-reikningur í nafni Jónu Guðrúnar Ólafsdóttur var notaður til kaupa á símum og tölvum. Nordicphotos/Getty Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar. Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Greiðslumiðlun, sem á og rekur greiðslulausnina Pei, hefur ákveðið að loka tímabundið fyrir notkun Íslykils sem auðkenningaraðferðar inn í forritið. Ákvörðunin er tekin í ljósi fréttar sem birtist í Fréttablaði gærdagsins um fjársvikamál þar sem langt leiddur fíkill komst yfir Íslykils-lykilorð móður sinnar. Með því tókst viðkomandi að stofna reikning á smáforritinu Pei og kaupa vörur í Elko, síma og spjaldtölvur, fyrir rúma eina milljón króna. Móðirin, Jóna Guðrún Ólafsdóttir, fékk síðan fjóra greiðsluseðla frá Greiðslumiðlun senda í netbankann sinn og hrökk þá upp við vondan draum. „Það er gott að fyrirtækið sýni einhverja ábyrgð og mögulega verður þetta til þess að enginn annar verði fórnarlamb slíkra fjársvika. Það er þá til einhvers unnið,“ segir Jóna Guðrún. Hún gagnrýndi harðlega að hægt væri með svo auðveldum hætti að stofna til reikningsviðskipta í greiðslulausninni.Jóna Guðrún Ólafsdóttir.Hámarksheimild sem hægt er að fá í Pei er tvær milljónir króna og segist Jóna Guðrún setja spurningarmerki við að hægt sé að fá svo háa heimild án þess að hafa haft nokkur fyrri viðskipti í gegnum greiðslulausnina. „Mér skilst að meira að segja smálánafyrirtækin hafi verið byggð þannig upp að fyrst fengu nýskráðir aðilar lága heimild sem hafi síðan hækkað smátt og smátt ef staðið var í skilum. Það hefði munað miklu fyrir mig ef ég hefði fengið einn greiðsluseðil upp á 50 eða 100 þúsund krónur. Þá hefði ég getað brugðist við og lokað á þetta. Þarna fæ ég bara milljón í hausinn og fyrirtækin yppa öxlum og segjast ekki bera ábyrgð á þessu,“ segir Jóna Guðrún. Hún kvaðst hafa leitað til lögfræðings til þess að kanna réttarstöðuna sína gagnvart Greiðslumiðlun og Elko enda hafi fyrirtækin verið mjög óbilgjörn í afstöðu sinni um að hún sæti uppi með allt tjónið. Lögmaður Greiðslumiðlunar, Bjarni Þór Óskarsson, staðfesti í fyrri frétt að slík svik í gegnum greiðslulausnina hefðu átt sér stað þó að þau væru sjaldgæf. Fréttablaðið óskaði eftir frekari upplýsingum um fjölda slíkra tilvika sem og heildarupphæð svikanna en fyrirtækið neitaði að veita þær upplýsingar.
Birtist í Fréttablaðinu Netöryggi Tengdar fréttir Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15 Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30 Mest lesið Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið Erlent Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Innlent Lögregla lýsir eftir manni Innlent Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Innlent Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Innlent Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Innlent Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Innlent Fleiri fréttir Þrír í gæsluvarðhald vegna manndráps í Gufunesi Ótrúlega oft ekið á búfé á Suðurlandi Um fimm þúsund börn með offitu á Íslandi Reykjavíkurborg dregur úr áformunum Hafna ásökunum á hendur forystu flokksins Varðhald í manndrápsmáli, offita barna og íslenskir kafbátar Berklasmit á Fáskrúðsfirði Berghildur Erla hlaut blaðamannaverðlaun fyrir Vistheimilin Guðni verður prófessor í nafni Jóns Sigurðssonar Leikarar og dansarar á leið í verkfall Bein útsending: Blaðamannaverðlaunin afhent Tekið á móti nýju hafrannsóknaskipi Taldir hafa nýtt sér óvissu um starfsemi Zuism til þess að svíkja út fé Ögurstund upp runnin hjá VR Skjálftahrina við Reykjanestá Lýsir ofríki og andlegu ofbeldi Gunnars Smára Samþykkt að fella 700 til 900 tré í næsta áfanga Ráðherra mátti sín lítils gegn ríkinu Fangelsisdómar Zúistabræðra staðfestir Lögregla lýsir eftir manni Bæjarfulltrúum í Suðurnesjabæ fækkað um tvo Bindur vonir við að aukið fjármagn fáist í viðhald fyrir vestan Ekki meira en 350 grömm af rauðu kjöti á viku og sem minnst af sykri Lögregla segir rannsókn manndrápsins enn á frumstigi Rannsókn lögreglu enn á frumstigi Mætt í sína fyrstu opinberu heimsókn innanlands Mæla gegn því að ungbörn séu hnykkt Bein útsending: Landlæknir endurskoðar ráð sín um mataræði Þrír í vikulangt gæsluvarðhald Almyrkvi á tungli snemma á föstudagsmorgun Sjá meira
Situr uppi með milljón króna fjártjón út af stolnu lykilorði Móðir fíkils var sér óafvitandi skuldsett fyrir rúma milljón króna í gegnum greiðslulausnina Pei sem Greiðslumiðlun rekur. Hún gagnrýnir hve auðvelt sé að skrá aðra í slík viðskipti. 31. október 2019 06:15
Þjóðskrá mælir ekki með notkun Íslykils þegar stofnað er til fjárhagsskuldbindinga Greiðslumiðlun lokar á Íslykil á meðan áreiðanleiki er kannaður. 31. október 2019 20:30