Lífið

Níu mánuði að finna vinnu: „Þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun“

Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar
Konráð Pálmason ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra
Konráð Pálmason ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra Mynd/Hvar er best að búa?
„Ég var níu mánuði að finna vinnu, segir Konráð Pálmason kvikmyndatökumaður sem flutti ásamt eiginkonu sinni Elínu Elísabetu Torfadóttur og þremur sonum þeirra til Stokkhólms sumarið 2016. Af hreinni löngun til að næra ævintýraþrána, prófa eitthvað nýtt og leyfa drengjunum að upplifa að búa í öðru þjóðfélagi.”

Elín vinnur í tölvugeiranum og eins og Konráð  segir, þá gæti hún flutt til tunglsins og fengið vinnu en það er örðugra að koma sér inn í kvikmyndabransann þegar maður er mállaus í nýju landi. Til að byrja með var Elín í fjarvinnu frá vinnuveitanda sínum á Íslandi en svo bauðst henni starf hjá Spotify þar sem hún starfar nú sem þróunarstýra.

Konráð hafði notið velgengni í starfi sínu á Íslandi, síðasta verkefni hans hér var að leikstýra og framleiða hina vinsælu þætti Orðbragð fyrir RÚV. En þrátt fyrir flotta ferilskrá tók langan tíma að finna vinnu.

 

Ævintýrisins virði

Fyrstu mánuðina í Svíþjóð notaði hann meðal annars til að fara á sænskunámskeið, koma sér upp tengslaneti í bransanum og tala við framleiðslufyrirtæki.

„Þetta var svona speed dating. En það hafði ekki skilað neinu og ég skil það alveg. Ég var náttúrlega bara einhver gúbbi frá Íslandi sem enginn þekkti. Ég var náttúrlega að gera mjög skemmtilega hluti heima og það var alveg erfitt að fara af þeim markaði og á nýjan stað. Dálítið eins og að vera settur á núllreit í Matador. Þannig að þetta var ekki mjög gáfuleg ákvörðun. Mæli ekki með þessu,” segir hann brosandi.

„En þetta er ævintýrisins virði. Það blundaði í okkur að flytja út og gera eitthvað svona ævintýri, þannig að ef maður hefur það ekki, þá er maður bara heima.”

Áhættan borgaði sig og Konráð fékk vinnu í Stokkhólmi eins og sjá má í þætti kvöldsins af Hvar er best að búa? á Stöð 2 í kvöld kl. 19:10. Þetta er annar þáttur í þessari átta þátta seríu þar sem Lóa Pind heimsækir fólk og fjölskyldur í níu löndum í fjórum heimsálfum.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Þættirnir eru framleiddir af Lóa Production fyrir Stöð 2.




Tengdar fréttir

Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís

Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld.

Gaman að rugla í rútínunni

Lóa Pind Aldísardóttir heimsótti níu lönd fyrir nýja þáttaröð af Hvar er best að búa?






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.