Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 15:39 Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur ungmenna síðustu ár. Fréttablaðið/Stefán Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira
Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Nítján ára ferðamaður fannst látinn Erlent Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Innlent Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Innlent Banamaður ráðherra fær að stíga fæti út fyrir fangelsið Erlent Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Innlent Bíll í ljósum logum á Skaganum Innlent Hegseth hafi logið því að gengið sé á vopnabirgðir Bandaríkjanna Erlent Um sjötíu látnir í flóðunum og stúlknanna enn leitað Erlent Fleiri fréttir Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Vatnslögn í sundur í Smáralind Aldrei fleiri börn á biðlista og útrás í Kína Á hundrað og þrjátíu á sextíu götu Gul viðvörun: Brýna fyrir fólki á húsbílum að vara sig á vindinum Boltaleikir bannaðir á skólalóðinni eftir klukkan tíu Leggja til 80 milljónum árlega í nýja líkbrennslu Hinn stungni á batavegi en stungumennirnir ófundnir Mikill áhugi á ræktun rabarbara með tilkomu Rabarbarafélags Íslands Málþófið endurspegli ráðaleysi minnihlutans gagnvart samstíga stjórn Vill meira frá ríkinu, annars gætu nemar þurft að borga meira Stutt í land í þinginu og spenna fyrir landsleik Yfirgangur hins opinbera, þrátefli á þinginu og fráleit þjóðaratkvæðagreiðsla Ætla að knýja Flatey með sólarorku Fagnar „hugrökkum hetjum“ Bandaríkjahers en skrifar um þarmaflóruna á sautjánda júní Tilkynnt um hóp pilta í grunsamlegum erindagjörðum Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Sjá meira