Lestur eykst með auknum vinsældum hljóðbóka Elín Margrét Böðvarsdóttir og Eiður Þór Árnason skrifa 16. nóvember 2019 15:39 Aukin áhersla hefur verið lögð á lestur ungmenna síðustu ár. Fréttablaðið/Stefán Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta. Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira
Lestur hefur aukist síðastliðin tvö ár og lesa landsmenn að meðaltali 2,3 bækur á mánuði samkvæmt nýrri könnun. Konur og barnafjölskyldur lesa mest og ungt fólk les mikið á öðrum tungumálum en íslensku. Könnunin var gerð fyrir Miðstöð íslenskra bókmennta. Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri miðstöðvarinnar, segir niðurstöður benda til þess að lestur hafi aukist frá síðustu könnunum. „Konur og barnafjölskyldur lesa mest og líka sækir hljóðbókin greinilega á. Ákveðinn hópur ungs fólks, svona 18 til 35 ára, les mikið á öðrum tungumálum en íslensku og flestir fá hugmyndir að lesefni frá vinum og ættingjum,“ segir Hrefna. Spurt var bæði um lestur og hlustun en að sögn Hrefnu er það hlustun hljóðbóka sem helst skýrir aukninguna. „Frá því fyrir tveimur árum þegar við spurðum sömu spurningar þá er meðaltalið núna 2,3 bækur miðað við tvær bækur þá. Þannig að þetta er talsverð aukning. Fyrir tveimur árum hlustuðu 35% á hljóðbók á síðastliðnum tólf mánuðum fyrir ári í samanburði við 41% núna í ár,“ bætir hún við. Þátttakendur á aldrinum 18 til 24 ára lásu færri bækur en þeir sem eldri eru. En aldurshópurinn 18 til 35 ára les marktækt oftar en aðrir aldurshópar á öðru tungumáli en íslensku.Nú er Daguríslenskrar tungu í dag og unga fólkið les mikið á öðrum tungumálum, heldur þú að það sé eitthvað til að hafa áhyggjur af?„Ja, kannski ekki beinlínis áhyggjur en auðvitað er þetta ákveðið merki um það að ungt fólk er ekki eins háð íslenskunni þegar það les eins og aðrir aldurshópar. Það er náttúrulega líka gott að ungt fólk geti lesið sér til gagns og gamans á öðrum tungumálum en við þurfum bara að vera meðvituð um það að það komi ekki niður á íslenskunni,“ segir Hrefna Haraldsdóttir, framkvæmdastjóri hjá Miðstöð íslenskra bókmennta.
Bókmenntir Íslenska á tækniöld Mest lesið Vaktin: Bílaplanið þakið hrauni Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Erlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Innlent Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Innlent Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Innlent „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Innlent Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun Innlent „Fólki er frekar misboðið“ Innlent Fleiri fréttir Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Gætu kosið strategískt þegar svo margir flokkar eru á mörkunum Funda áfram hjá sáttasemjara á morgun „Fólki er frekar misboðið“ Gosið gætið varað í nokkrar vikur Endalok goshrinunnar teygist inn á mitt næsta ár Bílaplan á bólakafi, könnun og frambjóðanda misboðið Höfðu ekki áhyggjur af lóninu sjálfu Skilorðsbundinn dómur yfir strætóbílstjóra staðfestur Veit ekki hver getur tekið við gögnunum Refsing Jaguars þyngd verulega Sjálfstæðisflokkur og Miðflokkur takist á í bergmálshelli Samið um sjálfstæða leikskóla í Reykjavík Vilja byggja vísindasetur fyrir almenning í Háskólabíói Útlit fyrir að varnir Bláa lónsins haldi Hart tekist á um fyrirætlanir Heidelberg í Þorlákshöfn Bein útsending: Hver er sýn flokkanna á lífskjör eldra fólks? Verkföll boðuð í fjórum grunnskólum í janúar „Þetta var bara besta stund kosningabaráttunnar til þessa“ Komust langt að gosinu því það gleymdist að loka veginum Nýsköpun eða „rándýr aðgangur“?: 300.000 króna heilskimun aftur á boðstólnum Telur Bláa lónið öruggt vegna varnargarðanna Káfaði á konu á salerni skemmtistaðar Segir komið fram við sig eins og glæpamann fyrir að vilja vera heima í Grindavík „Ekki rólegur með hraunið ofan á“ Samfylkingin bætir við sig í fyrsta sinn síðan í maí og Píratar úti Varar við sprengjum á svæðinu við gosstöðvarnar Glóðvolg könnun og hraun rennur enn á ný Gandri fær grænt ljós Magnaðar myndir sýna Grindavíkurveg undir hrauni Sjá meira