Forsætisráðherra segir lögbrot fyrirtækja ekki verða liðin Heimir Már Pétursson skrifar 14. nóvember 2019 19:47 Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara. Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
Þingmaður Pírata segir spillingu á Íslandi víðfeðma og vel skjalfesta sem bregðast verði við með aðgerðum. Forsætisráðherra segir margt hafa breyst frá hruni og það verði ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur hvorki innanlands né utan. Sérstök umræða var um spillingu á Alþingi í dag auk þess sem málefni Samherja fylltu óundirbúnar fyrirspurnir til ráðherra. Logi Einarsson formaður Samfylkingarinnar sagði þá mynd vera að dragast upp af Íslandi að það væri spillingarbæli. „Ég skal nefna Vafningsmálið, ég skal nefna lekamálið, Orku Energy, landsréttarmálið, Panamaskjölin, gráa listann sem við sitjum núna á. Og svo auðvitað núna samherjaskjölin,” sagði Logi. Bjarni Benediktsson fjármálaráðherra sagði alvarlegt mál þegar formaður stjórnmálaflokks lýsti Íslandi sem spillingarbæli. „Gráa listunin er ekki dæmi um spillingu á Íslandi háttvirtur þingmaður. Þú ert bara í ruglinu með þessa nálgun á það mál,” sagði Bjarni og minnti á að einnig væri til svartur listi. „Að sjálfsögðu hef ég áhyggjur af þessu máli. Af sjálfsögðu hef ég áhyggjur af orðspori sem við Íslendingar getum séð bíða hnekki vegna þessa máls. Það ræðst af því hvernig við tökum á málinu hvernig úr því spilast,” sagði formaður Sjálfstæðisflokksins. Smári McCarthy þingmaður Pírata hóf sérstaka umræðu um spilling að loknum fyrirspurnatíma. „Liðin er sú tíð að fólk geti skýlt sér á bak við furðu og hneykslan þegar kemur að umræðu um spillingu á Íslandi. Hún er víðfeðm, hún er vel skjalfest og hún viðgengst svo gott sem óáreitt,” sagði Smári og vísaði til mála allt aftur fyrir hrun áður en hann vék beint að samherjamálinu. „Fyrir liggja sannanir um skipulagt arðrán á auðlindum annarrar þjóðar. Sannanir um gríðarlegar reglubundnar mútugreiðslur til embættismanna og stjórnmálamanna. Frá fyrirtæki sem verið hefur flaggberi íslensku útgerðarinnar og byggt auðsöfnun sína á nýtingu íslenskra auðlinda,” sagði Smári. Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra var til andsvara og sagði margt hafa breyst til batnaðar frá hruni, meðal annars hefðu refsingar við mútugreiðslum nýlega verið hertar og frumvarp iðnaðarráðherra varðandi upplýsingar um raunverulega eigendur fyrirtækja verið samþykkt. Enn mæti gera betur. „Þegar íslensk fyrirtæki starfa í öðrum löndum bera þau ekki aðeins ábyrgð á sínu eigin orðspori. Þau bera ábyrgð á orðspori heils samfélags. Þannig að þetta er mál sem varðar okkur öll. Ekki bara einstök fyrirtæki. Því verður það ekki liðið að íslensk fyrirtæki brjóti lög og reglur. Næsta skref hlýtur að vera að rannsaka þetta mál ofan í kjölinn,” sagði forsætisráðherra sem endaði daginn á Alþingi með því að mæla fyrir frumvarpi sínu um vernd uppljóstrara.
Alþingi Samherjaskjölin Vafningsmálið Tengdar fréttir „Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47 Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45 Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08 Mest lesið Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Innlent „Við munum berjast fyrir því til síðasta dags að fá pabba aftur“ Innlent Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Innlent Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Innlent Ungur karlmaður lést í slysinu á Vesturlandsvegi Innlent Fleiri fréttir Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Töluvert viðbragð vegna neyðarsendis sem fór af stað fyrir slysni Lagt til að hreindýrakvóti aukist hressilega Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Hyggst reisa nýja flugstöð og festa flugvöllinn í sessi Óvenjumörg alvarleg slys undanfarið Laus úr haldi lögreglu eftir handtöku í tengslum við mannslát Ríkislögreglustjóri tekur Snapchat-mál lögreglunema alvarlega Helmingur borgarbúa óánægður með störf Heiðu Slæm umhirða augnlinsna geti leitt til alvarlegs augnsjúkdóms Of fáir nota endurskinsmerki og síðasta loðdýrabú landsins Fallist á að 1.300 pillur hafi verið til eigin nota Þorbjörg hættir aftur hjá Samtökunum´78 Svaraði fullum hálsi en ekki spurningu um siðareglur Styrkja báðar hliðar í Evrópuumræðunni um tíu milljónir Skólanefnd Menntaskólans á Egilsstöðum gagnrýnir skort á samráði Kynjaskiptir og ilmandi sánuklefar urðu undir í kosningu Ætla að berja í borðið: „Austurríki er ansi oft búið að heyrast í mín eyru“ Telur rétt að sniðganga Eurovision Komust yfir myndband af slysinu Sauð upp úr við athugasemd um að vændiskonan væri karl Svarar „mannfyrirlitningu“ Össurar sem segir Svandísi skorta kjörþokka Forseti biðst afsökunar og ráðherra vill sniðganga Eurovision Guðmundur Ingi kominn í veikindaleyfi og á leið í hjartaaðgerð Nú mega gæludýr aftur ferðast með eigendum sínum Bað þingheim afsökunar eftir ákall frá stjórnarandstöðu Nýr varaþingmaður stekkur inn í fjarveru Guðmundar Inga Tekur við rekstri Hornbrekku á Ólafsfirði Færslur sem veki reiði séu margfalt áhrifameiri en aðrar Sjá meira
„Lítur illa út“ að sjávarútvegsráðherra hafi verið stjórnarformaður Samherja Oddný kveðst þó ekki efast um heilindi ráðherrans, Kristján Þórs Júlíussonar. 13. nóvember 2019 08:47
Bættu við kafla um spillingu og mútur í ársreikninginn Samherji vonast til þess að félagið verði búið að setja sér reglur um siðferði, spillingu, mannréttindi og mútur fyrir lok þessa árs. 13. nóvember 2019 11:45
Ósáttur við að „pólitíkin taki yfir málið á rannsóknarstigi“ Ráðamenn hafa margir tjáð sig um málið síðan hulunni var svipt af því, ráðherrar jafnt sem forystufólk stjórnarandstöðunnar. 14. nóvember 2019 11:08