Standa fyrir Vetrarhátíð í Tasiilaq og Kulusuk Atli Ísleifsson skrifar 13. nóvember 2019 09:18 Hrafn Jökulsson með grænlenskum skákmeistara í Kullorsuaq í ágúst síðastliðinn. Hrókurinn Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Vetrarhátíð á vegum Hróksins og Kalak, vinafélags Grænlands og Íslands, hefst í Tasiilaq og Kulusuk á Austur-Grænlandi í dag og stendur í viku. Tasiilaq hefur talsvert verið í fréttum norrænna fjölmiðla á árinu vegna hörmulegs ástands í málefnum barna á svæðinu og félagslegra vandamála. Í tilkynningu frá Hróknum segir að markmiðið með vetrarhátíðinni, sem styrkt er af Air Iceland Connect, sé að skapa gleðistundir á Austur-Grænlandi. Jafnframt munu leiðangursmenn – þeir Hrafn Jökulsson og Stefán Herbertsson – hitta bæjarbúa og ræða leiðir til að auðga mannlífið hjá þessum næstu nágrönnum Íslendinga. „Hrafn og Stefán munu m.a. heimsækja grunnskólann, leikskólann, dvalarheimili aldraðra, sjúkrahúsið og fangelsið í Tasiilaq. Þá verða heimsótt heimili fyrir börn, sem ekki geta dvalið hjá fjölskyldum sínum, m.a. Prinsesse Margarethes Börnehjem og PITU-heimilið. Ennfremur munu leiðangursmenn funda með fulltrúum Rauða kross deildarinnar í Tasiilaq, en Hrafn ánafnaði hluta af móðurarfi sínum til starfsemi deildarinnar.“ Krakkar frá Tasiilaq á skákhátíð í ágúst.Hrókurinn Stórfelld félagsleg vandamál Alls búa um þrjú þúsund manns á austurströnd Grænlands og hafa þeir lengi glímt við stórfelld vandamál á mörgum sviðum. „Miðpunktur er Tasiilaq með tvö þúsund íbúa, en í grenndinni eru fimm þorp, m.a. Kulusuk. Atvinnuleysi á þessu svæði er yfir 20%, eða um þrefalt meira en í höfuðborginni Nuuk, og lífskjör eru helmingi lakari en í Nuuk. Austur-Grænlendingar eru í raun sérstök þjóð, með eigið tungumál, sögu og menningu, enda komust þeir ekki í kynni við umheiminn fyrr en árið 1885. Ástandið í skólamálum er ekki gott, einkum vegna þess að börn á Austur-Grænlandi fá námsefni á vestur-grænlensku, sem er þeim framandi. Þetta má bera saman við að börn á Íslandi fengju námsefni frá fyrsta degi á öðru tungumáli. Þetta veldur því m.a. að einkunnir barna á Tasiilaq-svæðinu eru mun lægri en á landsvísu, og sárafá ungmenni halda áfram námi eftir að skólaskyldu lýkur. Þá líða mörg börn fyrir vanrækslu og misnotkun, og kannanir umboðsmanns barna á Grænlandi hafa leitt í ljós að mörg börn á svæðinu fara svöng í háttinn. Síðast en ekki síst vekja tíð sjálfsvíg ungmenna á þessum stað óhug. Hvergi í heiminum eru sjálfsvíg tíðari en á Grænlandi, og hvergi á Grænlandi algengari en á austurströndinni,“ segir í tilkynningunni. Stefán Herbertsson.Hrókurinn Hrafn hefur leitt skáklandnám Hróksins á Grænlandi frá upphafi árið 2003 auk þess að vera virkur í starfi Kalak, vinafélags Íslands og Grænlands. Stefán er fv. formaður Kalak og upphafsmaður hins árlega sundkrakkaverkefnis, en þá er 11 ára börnum frá austurströndinni boðið til Íslands til að læra sund og kynnast íslensku samfélagi. Tasiilaq.Hrókurinn
Grænland Íslendingar erlendis Skák Tengdar fréttir Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55 Mest lesið Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti Lífið Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Lífið „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Lífið Katrín Edda selur í Hlíðunum Lífið Öldrun í hársverði - Fríða Rut gefur ráð Lífið samstarf Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Lífið Úr kjallaranum hjá mömmu yfir á stóra sviðið Tónlist Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Lífið Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Lífið Sögulegur klæðnaður á dreglinum Lífið Fleiri fréttir Katrín Edda selur í Hlíðunum Þriggja ára snáði stal senunni í messu í Fljótshlíð Fyrstu tónleikar Purrksins í fjörutíu ár Sweeney sökuð um kynþáttahyggju Sögulegur klæðnaður á dreglinum Myndaveisla frá troðfullri tuttugu ára Bræðslunni Katy Perry og Justin Trudeau á stefnumóti „Þetta var algjört bíómyndamóment“ Samband Gallagher-bræðra sagt á hálum ís Harrý rétti fram eins konar sáttahönd Stjörnulífið: „Who the fuck is Kaleo?“ Ræðir það ekki í fjölskylduboði ef þú hittir frænda þinn á swing-viðburði Gordon Ramsay gerir upp Íslandsævintýri „Ekkert okkar grunaði að hann myndi fara þessa leið“ Destiny's Child með óvænta endurkomu Jóhanna Guðrún og Ólafur giftu sig Myndaveisla: Landinn skemmti sér konunglega í Vaglaskógi Bandaríkjaforseti birtir bull í bunkum Óvæntur Johnny Depp heiðraði Ozzy með Alice Cooper „Greyið, hann þarf að horfa á mig deyja“ Krakkatían: Dvergarnir sjö, klukkuturn og plánetur Ragga Holm og Elma giftu sig „Seldist upp í rúturnar nánast jafn snarlega og á tónleikana“ Unaðsvörur Harry Styles valda titringi Líf og fjör í Reykholti í Borgarfirði um helgina á Reykholtshátíð „Það er í raun kraftaverk að hún sé á lífi í dag“ Fréttatía vikunnar: Stórtónleikar, NBA-stjarna á klakanum og heimsfræg lesbía Fólk farið að flykkjast í Vaglaskóg Ása Ninna kveður Bylgjuna Will Smith við Davíð Goða: „Haltu áfram að skapa“ Sjá meira
Danir senda neyðarteymi til Tasiilaq Umræða um háa tíðni sjálfsvíga, kynferðisbrota og ofbeldis gegn börnum í Tasiilaq hefur verið áberandi eftir að heimildarmyndin Bærinn þar sem börn hverfa var sýnd í maí. 30. september 2019 12:55