Lífið

Brotist inn um miðja nótt í hitabeltisparadís

Stefán Árni Pálsson skrifar
Héðinn Svarfdal og Elva Sturludóttir búa ásamt drengjunum sínum í Kosta Ríka.
Héðinn Svarfdal og Elva Sturludóttir búa ásamt drengjunum sínum í Kosta Ríka.
Elva Sturludóttir og Héðinn Svarfdal eru ævintýrafólk sem ákvað í ágúst 2018 að flytja með syni sína tvo úr Smáíbúðahverfinu til Kyrrahafsstrandar Kosta Ríka. Lóa Pind fylgist með daglegu lífi þeirra í þessari hitabeltisparadís í nýrri þáttaröð sem hóf göngu sína á Stöð 2 í gærkvöld.

En það eru ýmsar torfærur sem fylgja því að hreiðra um sig í nýju landi og Elva fékk áfall þegar brotist var inn hjá þeim um miðja nótt þegar Héðinn var víðsfjarri, að vinna annars staðar á hnettinum. Elva lýsir reynslu sinni í myndbandinu sem hér fylgir.

Þátturinn er sá fyrsti af 8 þáttum þar sem Lóa Pind heimsækir ásamt myndatökumanni, fólk og fjölskyldur í 9 löndum í fjórum heimsálfum. Fjórir þættir verða sýndir fyrir jól og fjórir eftir jól.

Í þáttunum heimsækja þau Íslendinga sem létu drauminn um að búa í útlöndum rætast, m.a. fjölskyldu sem er að byggja draumahús á Balí, kvikmyndatökumann og þróunarstýru hjá Spotify í Svíþjóð, flugvirkja og markþjálfa í Englandi, unga fjögurra barna móður sem gerðist múslimi í Marokkó, eldri borgara sem njóta lífsins á Spáni, fyrrverandi lögregluþjón og fyrrverandi dönskukennara hjá tölvuleikjarisa á Kýpur og hjón sem ákváðu að selja allt sitt og flakka um veröldina á heimasmíðuðum húsbíl.

Framleiðandi og leikstjóri þáttanna er Lóa Pind Aldísardóttir, myndatökumenn eru Lúðvík Páll Lúðvíksson og Egill Aðalsteinsson, klippingu annast Ólafur Þór Chelbat, Tumi Bjartur Valdimarsson og Guðni Hilmar Halldórsson. Framleitt af Lóa Production fyrir Stöð 2 en hér að neðan má sjá brot úr þættinum í gær. 


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.