Torfajökulssvæðið er engu öðru líkt Kristinn Haukur Guðnason skrifar 28. nóvember 2019 06:59 Ferðamönnum fjölgar í Landmannalaugum líkt og gerist annars staðar í Friðlandi að Fjallabaki. Fréttablaðið/Stefán Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft. Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
Kristján Jónasson jarðfræðingur heldur erindi í dag hjá Náttúrufræðistofnun um merkar jarðminjar á Torfajökulssvæðinu, en svæðið er eitt af þeim sem gætu endað á Heimsminjaskrá UNESCO. Myndi það ná yfir stórt svæði sem kallast Friðland að Fjallabaki og Landmannalaugar tilheyra meðal annars, en það þyrfti að útvíkka það til vesturs, suðurs og austurs. „Að komast á Heimsminjaskrána hefur mikla þýðingu, til dæmis til að vekja athygli á staðnum. Fólk kemur frá öllum heimshornum til að heimsækja þessa staði,“ segir Kristján. „Einnig er þetta talsverð vernd fyrir svæðið því um þetta gilda stífar reglur.“ Þá telur hann að fræðasamfélagið myndi einnig njóta góðs af, enda myndi rannsóknum á svæðinu fjölga. Kristján nefnir fjögur atriði sem litið er til sem ástæður fyrir því að Torfajökulssvæðið geti komist á Heimsminjaskrána. Eitt af því er óviðjafnanleg náttúrufegurð en landslagið á svæðinu er einstaklega litríkt og á því fjölbreytt landform. Þá eru þarna jarðminjar, einstakar á heimsvísu. Torfajökulseldstöðin sjálf er að mestu leyti líparíteldfjall í basaltskorpu við rekbelti, en í öðrum slíkum er líparít aðeins um 10 prósent enda aðallega í meginlandsskorpu. Kristján segir þetta gefa mikla möguleika til rannsókna. Í þriðja lagi er það samspil eldstöðvarinnar við Bárðarbungukerfið. „Fjórða atriðið er jarðhitasvæðið sem er það stærsta og hugsanlega öflugasta á landinu. Fjölbreytileikinn er líka meiri en nokkurs staðar á landinu, og mögulega í heiminum öllum,“ segir Kristján. Jarðhitasvæðið er í verndarflokki rammaáætlunar og aðeins notað til að hita upp fjallaskála. „Þarna má finna fjölbreyttar og fágætar hveraörverur og óvenjulegar vistgerðir.“ Síðast gaus í Torfajökli árið 1477, og mynduðust þá Laugahraun og Námshraun, en eldstöðin er þó enn virk. „Þarna gaus einnig við landnám árið 871 og landnámslagið svokallaða er að hluta til komið úr þessari eldstöð,“ segir Kristján. Sex ár eru síðan Torfajökulssvæðið komst á svokallaða yfirlitsskrá hjá UNESCO, það er að það sé tekið til greina fyrir hugsanlega inngöngu. Til þess að svæðið verði endanlega samþykkt þarf hins vegar að skrifa stóra tilnefningarskýrslu, þar sem atriðum sem tilnefnt er fyrir er lýst í þaula og einnig verndarstöðu og hvernig svæðinu er stjórnað. „Þessi vinna er enn ekki farin af stað af því að ákveðið var að setja Vatnajökulsþjóðgarð fram fyrir í röðinni,“ segir Kristján. Vatnajökulsþjóðgarður komst inn á Heimsminjaskrána í júlí síðastliðnum, þriðji staðurinn á Íslandi. Þingvellir komust inn árið 2004 og Surtsey árið 2008. Heimsminjanefnd sér um að raða stöðunum upp og sækja um. Aðrir staðir sem koma til greina eru meðal annars Mývatn og Laxá í Aðaldal og Breiðafjörður en auk þess íslenski torfbærinn. Kristján segir að rétt eins og víða annars staðar sé svæðið að breytast vegna hlýnunar. „Jöklarnir hafa verið að minnka þarna. Kaldaklofsjökull er orðinn mjög lítill og fer að hverfa. Torfajökull fer einnig minnkandi,“ segir hann. Í kjölfar ferðamannasprengjunnar hefur heimsóknum í Landmannalaugar fjölgað mjög. Sérstaklega dagsheimsóknum. Þeir gestir fara hins vegar lítið um Torfajökulssvæðið sjálft.
Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Rangárþing ytra Skaftárhreppur Umhverfismál Mest lesið Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Innlent Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Innlent Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Innlent Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Erlent Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Innlent „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Vara við eldislax í Haukadalsá Fréttir „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Innlent Fleiri fréttir Sérsveitin kölluð út: Fjöldi handtekinn eftir húsleit í Gnoðarvogi Erlendir hópar komi til Íslands í skamman tíma til að hnupla úr verslunum Líkamsræktarstöðin í Laugum rýmd: Reykurinn reyndist vera gufa Tilkynnt um sjónskerðingu og sjálfsvígshugsanir eftir inntöku þyngdarstjórnunarlyfja Gagnrýni á fegurðarsamkeppnir sé ekki niðurlæging í garð kvenna Líkamsræktarstöð World Class í Laugum rýmd vegna vatnsleka Skuggahliðar þyngdarstjórnunarlyfja og útskúfun vegna BDSM Ámálaða merkið þótti ekki nógu flott Slasaður eftir að tveir bílar skullu saman á hættulegum gatnamótum við Skógafoss Vísað úr landi eftir ólöglega dvöl: Togaði í hár konunnar, sparkaði í hana og mölvaði síma hennar Guðbjörg ráðin skólastjóri í tólfta grunnskóla Hafnarfjarðar Skyldleiki við lögregluþjón þvældist fyrir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent