Félagsmálaráðherra boðar vaxtalaus hlutdeildarlán Heimir Már Pétursson skrifar 27. nóvember 2019 19:54 Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs. Húsnæðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira
Ríkið mun veita þeim kaupendum húsnæðis sem eiga í erfiðleikum með að fjármagna útborgun vaxtalaus hlutdeildarlán sem ríkið innheimtir síðan sem hlutfall af sölu íbúðar þegar hún fer í endursölu, samkvæmt frumvarpi sem félagsmálaráðherra ætlar að leggja fram í vetur. Íbúðalánasjóður og stjórnvöld boðuðu til svo kallaðs húsnæðisþings á Hilton Nordica hótelinu í dag þar sem sérfræðingar á ýmsum sviðum húsnæðis- og efnahagsmála fluttu erindi. Ásmundur Einar Daðason félagsmálaráðherra greindi frá því að hann hyggist leggja fram frumvarp í vetur um nýjan lánaflokk, hlutdeildarlán. Þeim verði ætlað að brúa bilið hjá þeim sem eigi í erfiðleikum vegna lítilla launa og eigna með að fjármagna útborgun í íbúð. „Ríkið kemur inn og aðstoðar þessa einstaklinga með sérstökum hlutdeildarlánum til að yfirstíga þennan þröskuld. Með vaxtalausum lánum til ákveðins tíma með mjög stífum skilyrðum til þess að hjálpa fólki yfir þröskuldinn. Síðan þegar eignin er seld losar ríkið aftur til sín eignarhlutinn,“ segir Ásmundur Einar.Dæmi um það hvernig hlutdeildarlán gæti litið út.Stöð 2Fyrirmyndin er sótt til Bretlands og segir ráðherra þessi lán geta numið á bilinu 20 til 40 prósentum af útborgun. Nú sé verið að meta hvar mörkin eigi að liggja varðandi verðmæti íbúðar, laun og eiginir kaupendanna. Dæmið gæti litið svona út: Keypt er íbúð fyrir 30 milljónir, kaupandi þyrfti að leggja fram 1,5 milljónir en ríkið myndi veita hlutdeildarlán upp á sex milljónir. Hermann Jónasson forstjóri Íbúðalánasjóðs segir jafnvægi að komast á húsnæðismarkaðinn og nú hafi í fyrsta skipti verið gerð húsnæðisáætlun í samstarfi ríkis og sveitarfélaga. Þar sé miðað að byggt sé eftir raunverulegum þörfum en ekki þörfum byggingaraðila. „Og ef okkur tekst það til framtíðar munum við draga úr sveiflum á húsnæðismarkaði og auka stöðugleika til hagsbóta fyrir heimilin í landinu og byggingariðnaðinn,“ segir forstjóri Íbúðalánasjóðs.
Húsnæðismál Mest lesið Frans páfi er látinn Erlent Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Innlent Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Innlent Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Innlent Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Innlent Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Innlent „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Innlent Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Erlent Hvernig er nýr páfi valinn? Erlent Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Innlent Fleiri fréttir Halla Tómasdóttir minnist „Pope Francis“ Lögmaður þurfi ekki að hafa áhyggjur af þekkingu ráðherra Andlát páfa og svikahrappar sem herja á fólk og fyrirtæki „Stjórnvöldum er að takast að loka Kvikmyndaskóla Íslands“ Vildu ekki til Íslands þegar loks bauðst að snúa heim Hátt í þrettán stiga hiti á sumardaginn fyrsta Gripu innbrotsþjófa glóðvolga Vanþekking ráðherra sé áhyggjuefni Margar fjölskyldur fastar í fátækt svo árum skiptir Ásthildur Lóa setur húsið umdeilda á sölu Gagnrýnir dómsmálaráðherra fyrir að fara með rangt mál um dvalarleyfi Trump-stjórnin virðist ekki hafa neitt plan Skrítið ef ríkið hefur ekki áhuga á Háholti Maðurinn er laus úr haldi „Við megum mótmæla því að verið sé að drepa saklaust fólk“ Ræddi við foreldra og hætta við miklar hækkanir Einn í haldi lögreglu vegna konu með skerta meðvitund Falla frá gjaldskrárhækkunum og árásir á tímum vopnahlés Bjóst ekki við að ríkisstjórnin héldi meirihluta Viðbragð lögreglu og sjúkraflutningamanna í nágrenni Selfoss Vestfjarðaleiðin verði Hringvegur númer tvö Ferill fyrrum forsætisráðherra og verðlaunaður sagnfræðingur í Sprengisandi Rólegheitaveður á páskadag Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Mótmæla brottvísun Oscars Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Eitthvað búi að baki „meira en þrá hans eftir friði“ Engin tengsl milli þolenda og gerenda Tortryggni í garð Rússa og ungmennaráð sem fékk ekkert að segja Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Sjá meira