„Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa“ Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 27. nóvember 2019 11:45 Örn Sverrisson, málari, sagði frá reynslu sinni af spilafíkn í Bítinu í morgun. vísir/vilhelm Örn Sverrisson, málari, hefur glímt við spilafíkn í mörg ár. Nú eru komin tæp þrjú ár síðan hann spilaði síðast; hann hætti að spila þann 19. mars 2017. Örn ræddi reynslu sína í Bítínu á Bylgjunni í morgun og var spurður út í það hvort hann myndi eftir þessum degi, þegar hann fann frelsi frá fíkninni. „Já, ég upplifði fyrst ofboðslega mikla sorg. Sorgin var einhvern veginn fólgin í því að ég gæti aldrei orðið ríkur. Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa. Ég upplifði fyrst þessa sorg en svo gerist það að ég fer að átta mig á því að þetta snerist aldrei um pening. Þá einhvern veginn finn ég þetta frelsi að peningurinn var ekki málið heldur fíknin,“ segir Örn. Hann segir ekki aðeins spilafíkilinn heldur alla í kringum hann búa við mjög skert lífsgæði. Þá hafi spilafíkillinn í raun ekkert val. „Þegar þú ert kominn á þennan stað að spilafíknin er einhvern veginn númer eitt þá hefurðu ekkert val. Þú hefur ekki val um það að spila ekki.“ Örn leitaði sér fyrst hjálpar við spilafíkn árið 1992. „Þá fer ég á Landspítalann, geðdeildina, algjörlega bugaður af spilafíkn. Ég í rauninni er sendur heim en þeim finnst jafnvel meiri ástæða til þess að leggja konuna mína inn á þeim tíma. Þá þekkti enginn og vissi ekkert hvað spilafíkn var. Ég fór fyrst í meðferð 1992 og þá á Vífilsstaði, það var ekkert boðið upp á sérstaka spilafíknarmeðferð heldur fór ég bara í áfengismeðferð og ég er ekki alkóhólisti,“ segir Örn. Þetta gerði hann aftur ´97, ´98 og 2001 en meðferðirnar skiluðu engu. Það voru loks GA-samtökin á Íslandi (Gamblers Anonymous) og félagar þar sem hjálpuðu Erni að takast á við vandann. „Árið 1992 þá stofnuðum við GA-samtökin á Íslandi. Þá voru fyrstu fundirnir og eru enn fram á daginn í dag og á endanum voru það GA-samtökin og GA-félagar sem hjálpuðu mér og gerðu það að verkum að ég núna hef ég ekki spilað eða lagt undir frá 19. mars 2017.“ Aðspurður hvernig dagurinn var hjá honum þegar verst lét segir Örn að virkur spilafíkill borði og sofi til að geta spilað. „Þú vaknar til að útvega þér pening, spilar og þetta gengur í raun ekki út á neitt annað,“ segir hann. Örn segist hafa vitað að hann væri haldinn spilafíkn. „Já, þú veist það í rauninni allan tímann. Og þetta er svo magnað, að þú vilt ekki spila. Ég man svo ofboðslega vel eftir þessari tilfinningu, þessari feginstilfinningu, þegar ég var búinn með peninginn, þá þurfti ég ekki að spila. Ég átti ekki fyrir mat eða bensíni eða neinu og það var aldrei option að skilja eftir fyrir því. Svo man ég svo vel eftir þessari tilfinningu að vera kominn með pening og vera á leiðinni. Þá var einhvern veginn allt ofboðslega bjart, það var ofboðslega gaman og ég var alltaf í svo ofboðslega góðu skapi þennan tíma sem ég var á leiðinni, frá því að ég fékk peninginn og ég var að keyra á spilastaðinn,“ segir Örn. Inntur eftir skilaboðum til þeirra sem eru að glíma við spilafíkn og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér bendir Örn á heimasíðu GA-samtakanna og síðuna spilavandi.is. Þá bjóði SÁÁ upp á það sem Örn kallar helgarnámskeið, frekar en helgarmeðferð.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan. Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Örn Sverrisson, málari, hefur glímt við spilafíkn í mörg ár. Nú eru komin tæp þrjú ár síðan hann spilaði síðast; hann hætti að spila þann 19. mars 2017. Örn ræddi reynslu sína í Bítínu á Bylgjunni í morgun og var spurður út í það hvort hann myndi eftir þessum degi, þegar hann fann frelsi frá fíkninni. „Já, ég upplifði fyrst ofboðslega mikla sorg. Sorgin var einhvern veginn fólgin í því að ég gæti aldrei orðið ríkur. Ég var algjörlega fastur í því að ég yrði ríkur af því að spila í spilakassa. Ég upplifði fyrst þessa sorg en svo gerist það að ég fer að átta mig á því að þetta snerist aldrei um pening. Þá einhvern veginn finn ég þetta frelsi að peningurinn var ekki málið heldur fíknin,“ segir Örn. Hann segir ekki aðeins spilafíkilinn heldur alla í kringum hann búa við mjög skert lífsgæði. Þá hafi spilafíkillinn í raun ekkert val. „Þegar þú ert kominn á þennan stað að spilafíknin er einhvern veginn númer eitt þá hefurðu ekkert val. Þú hefur ekki val um það að spila ekki.“ Örn leitaði sér fyrst hjálpar við spilafíkn árið 1992. „Þá fer ég á Landspítalann, geðdeildina, algjörlega bugaður af spilafíkn. Ég í rauninni er sendur heim en þeim finnst jafnvel meiri ástæða til þess að leggja konuna mína inn á þeim tíma. Þá þekkti enginn og vissi ekkert hvað spilafíkn var. Ég fór fyrst í meðferð 1992 og þá á Vífilsstaði, það var ekkert boðið upp á sérstaka spilafíknarmeðferð heldur fór ég bara í áfengismeðferð og ég er ekki alkóhólisti,“ segir Örn. Þetta gerði hann aftur ´97, ´98 og 2001 en meðferðirnar skiluðu engu. Það voru loks GA-samtökin á Íslandi (Gamblers Anonymous) og félagar þar sem hjálpuðu Erni að takast á við vandann. „Árið 1992 þá stofnuðum við GA-samtökin á Íslandi. Þá voru fyrstu fundirnir og eru enn fram á daginn í dag og á endanum voru það GA-samtökin og GA-félagar sem hjálpuðu mér og gerðu það að verkum að ég núna hef ég ekki spilað eða lagt undir frá 19. mars 2017.“ Aðspurður hvernig dagurinn var hjá honum þegar verst lét segir Örn að virkur spilafíkill borði og sofi til að geta spilað. „Þú vaknar til að útvega þér pening, spilar og þetta gengur í raun ekki út á neitt annað,“ segir hann. Örn segist hafa vitað að hann væri haldinn spilafíkn. „Já, þú veist það í rauninni allan tímann. Og þetta er svo magnað, að þú vilt ekki spila. Ég man svo ofboðslega vel eftir þessari tilfinningu, þessari feginstilfinningu, þegar ég var búinn með peninginn, þá þurfti ég ekki að spila. Ég átti ekki fyrir mat eða bensíni eða neinu og það var aldrei option að skilja eftir fyrir því. Svo man ég svo vel eftir þessari tilfinningu að vera kominn með pening og vera á leiðinni. Þá var einhvern veginn allt ofboðslega bjart, það var ofboðslega gaman og ég var alltaf í svo ofboðslega góðu skapi þennan tíma sem ég var á leiðinni, frá því að ég fékk peninginn og ég var að keyra á spilastaðinn,“ segir Örn. Inntur eftir skilaboðum til þeirra sem eru að glíma við spilafíkn og vita ekki hvert þeir eiga að snúa sér bendir Örn á heimasíðu GA-samtakanna og síðuna spilavandi.is. Þá bjóði SÁÁ upp á það sem Örn kallar helgarnámskeið, frekar en helgarmeðferð.Hlusta má á viðtalið við Örn í heild sinni í spilaranum hér fyrir ofan.
Fjárhættuspil Heilbrigðismál Tengdar fréttir Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00 Mest lesið Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Innlent Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Innlent Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Innlent Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir Innlent „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Innlent „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Innlent „Kokkurinn“ í Bandidos látinn Erlent Tóku mið af viðskiptahalla en ekki tollum Erlent Býst við kolsvartri skýrslu Innlent Fleiri fréttir Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Meint hræðsla dómara ekki næg ástæða til að taka málið fyrir „Ásthildur Lóa var kjöldregin í öllum fjölmiðlum heims“ Tollastríð Trumps hefur áhrif víða Ók yfir á rangan helming og lést átta dögum síðar Bókun 35 þokast nær afgreiðslu Sló mann með glerglasi í höfuðið á Strandgötunni Snorri sagður spúa hatri og trumpísku yfir heimsbyggðina Sjá meira
Heildartekjur spilakassa 12,2 milljarðar í fyrra Mannréttindadómstóll Evrópu hefur ákveðið að taka mál fíkilsins fyrir en lögmaður mannsins segir málið einfalt, þeir vilja fá spilakassa bannaða hér á landi. 25. nóvember 2019 21:00