Áfram í gæsluvarðhaldi grunaður um gróft heimilisofbeldi Kristín Ólafsdóttir skrifar 26. nóvember 2019 13:04 Lögreglan á Suðurlandi tilkynnir um framlengingu gæsluvarðhalds yfir manninum í dag. Vísir/vilhelm Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist. Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Karlmaður, sem grunaður er um gróft heimilisofbeldi og kynferðisbrot gegn eiginkonu sinni, var í morgun í Héraðsdómi Suðurlands úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald á grundvelli almannahagsmuna. Þetta kemur fram í tilkynningu frá lögreglunni á Suðurlandi. Áður hafði maðurinn verið úrskurðaður í viku gæsluvarðhald vegna meintra brota og sætt einangrunarvist. Landsréttur staðfesti fyrri gæsluvarðhaldsúrskurðinn yfir manninum fyrir helgi. Maðurinn er grunaður um að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra þann 17. nóvember síðastliðinn. Atlaga mannsins að konunni er sögð hafa staðið yfir í margar klukkustundir og þá er maðurinn talinn hafa beitt konuna ofbeldi áður.Sjá einnig: Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Í úrskurði héraðsdóms í málinu kemur fram að konan hafi sett sig í samband við fjölskyldu sína og beðið um að verða bjargað af heimili sínu vegna ofbeldis af hálfu kærða. Hún hafi greint frá því í skýrslutöku hjá lögreglu að hún hafi komið heim úr vinnu um hádegi en þá hafi maður hennar hótað henni lífláti, rifið af henni fötin, tekið af henni símann og beitt hana grófu kynferðislegu ofbeldi. Hann hafi svo látið hana þrífa eldhúsgólfið og baðherbergið án klæða og ítrekað hótað henni limlestingum og lífláti. Maðurinn var handtekinn daginn eftir og var í kjölfarið vistaður í fangageymslu. Hann var úrskurðaður í vikugæsluvarðhald þann 19. nóvember á grundvelli rannsóknarhagsmuna, sem renna átti út í dag. Í morgun var hann svo úrskurðaður í áframhaldandi gæsluvarðhald allt til 20. Desember næstkomandi, en nú á grundvelli almannahagsmuna. Í tilkynningu lögreglu segir að áfram sé unnið að rannsókn þeirra brota sem hann er grunaður um og ekki sé að vænta frekari upplýsinga um rannsóknina að sinni. Eftir bestu vitund lögreglu er maðurinn ekki með dvalarleyfi hér á landi. Verði hann sakfelldur fyrir brotin gæti hann átt yfir höfði sér allt að sextán ára fangelsisvist.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Tengdar fréttir Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Furðuísar hjá Kjörís og 70 ára afmæli Heilsustofnunar Hlaupa sex maraþon á jafnmörgum dögum í jakkafötum Eldur á svölum reyndist vera íbúi að grilla Rýnt í fund Trump og Pútíns og jakkafataklæddir raðmaraþonhlauparar „Það hefði auðvitað verið betra“ Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Grunaðir um hópárás með kylfu Funda með foreldrum barna á Múlaborg á morgun Vilja stórefla samgöngur á Vesturlandi Sóttu mann sem féll niður bratta Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Íslendingur lést vegna hitaslags Ókeypis veðmálasíður „ekki eins og áfengislaus bjór“ „Staðan er alvarleg en við vitum ekki hversu alvarleg hún er“ Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Stuð og stemning á fjölskyldudögum í Vogum Fagna sekt vegna veðmálaauglýsinga og tjón eftir vatnsveður Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Þrjú hjólhýsi „splundruðust“ á Holtavörðuheiðinni Sekta Símann fyrir að auglýsa erlenda veðmálasíðu „Sprengingarnar eru að skemma húsin okkar“ Sveitastjórn Rangárþings ytra gefur út framkvæmdaleyfi fyrir Hvammsvirkjun Foreldrar verði að halda ró sinni þegar kynferðisbrot eru rædd við börn Vatnstjón á Kjarvalsstöðum og sautján öðrum stöðum Kynferðisbrot á leikskóla og tímamótafundur forseta Líkamsárás á borði lögreglu Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Sjá meira
Manni haldið í einangrun vegna gruns um ítrekað heimilisofbeldi Landsréttur staðfesti gæsluvarðhaldsúrskurð Héraðsdóms Suðurlands yfir karlmanni sem grunaður er að hafa beitt eiginkonu sína grófu líkamlegu og kynferðislegu ofbeldi á heimili þeirra fyrr í þessum mánuði. 25. nóvember 2019 22:46