Tuttugu mánuðir á launum eftir starfslok Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 23. nóvember 2019 15:02 Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdastjóri Kirkjuráðs. Vísir/björn G. Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri. Þjóðkirkjan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira
Oddur Einarsson, fyrrverandi framkvæmdarstjóri kirkjuráðs, verður á launum hjá Kirkjumálasjóði út ráðningarsamning sinn eða næstu 20 mánuði. Oddi var sagt upp störfum í byrjun síðasta mánaðar en ráðningarsamningur Odds fellur úr gildi 30. Júní 2021. RÚV greindi frá þessu fyrr í dag en Ríkisútvarpið hefur undir höndum starfslokasamning Odds. Oddur mun halda fullum launum í nóvember, desember og janúar en þau eru tæpar 1,2 milljónir króna. Þá mun hann vera á mánaðarlegum grunnlaunum þar til 30. Júní 2021, sem eru 950 þúsund krónur. Þá ber Oddi að skila fartölvu sem hann hefur haft til umráða. Greiðslurnar munu ekki skerðast ef Oddur ræður sig til starfa annars staðar. Samkvæmt fundargerð frá fundi kirkjuráðs þann 12. september, sem lauk 2. október, komist að einróma niðurstöðu um að segja upp ráðningarsamningi kirkjuráðs við Odd. Í skriflegri athugasemd við frétt Morgunblaðsins frá 28. október, sem Oddur sendi frá sér 29. október, sagðist hann ekkert kannast við uppsögnina, „enda hefði slík uppsögn verið ólögmæt.“ Þá kemur fram í fundargerð kirkjuráðs að Sigurbjörg Níelsdóttir Hansen, fjármálastjóri Biskupsstofu, hafi kvartað yfir framkomu Odds í garð verkefnisstjóra fjármála sókna á Biskupsstofu og fleira. Oddur er annar framkvæmdastjóri kirkjuráðs sem gert hefur starfslokasamning á skömmum tíma. Ellisif Tinna Viðarsdóttir lét af störfum í september 2016 eftir harðar deilur við biskup, hún fékk greidd full laun í tólf mánuði með yfirvinnu og orlofi í einu lagi eftir uppsögnina. Þá fékk hún að halda farsíma og fartölvu sem hún hafði til afnota í störfum sínum sem framkvæmdarstjóri.
Þjóðkirkjan Mest lesið Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Innlent Hægri hönd Selenskís kynnist Trump-liðum Erlent Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Innlent Launmorð á götum New York Erlent Konfektið í hæstu hæðum Innlent Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Innlent Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Innlent Auðjöfur og einkageimfari mun stýra NASA Erlent Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Innlent Vaktin: Myndun nýrrar ríkisstjórnar Innlent Fleiri fréttir Háskólafólk mótmælir gjaldtöku á nemendur utan EES Ekki allir sammála um magn jólaskreytinga eða litaval Konfektið í hæstu hæðum Bankarnir of bráðir í vaxtahækkunum Rútuslys austan við Hala í Suðursveit Traustar viðræður, verðhækkanir og jólastuð Rannsókn á manndrápi við Krýsuvíkurveg til saksóknara Tveir grunaðir um frelsissviptingu Slökkvilið kallað út vegna bruna í Stjörnugróf Þessi voru oftast strikuð út í Reykjavík Hafa ekki enn lent í vandræðum í viðræðum Plötusnúður fagnar sigri gegn Reyni Traustasyni Var að reyna að hjálpa en sýndi af sér stórfellt gáleysi Ætla að tryggja að einn af hverjum tíu sé nýliði Ekkert skapalón til fyrir myndun nýrrar ríkisstjórnar Funda áfram á morgun Telur fækkun ráðuneyta óheppilega Gestur fari með rangt mál varðandi endurtalningu Ný stjórn í burðarliðnum Ásgeir Þór og Theodór grípa boltana hans Gríms Sánan í Vesturbæ rifin Linda Dröfn á lista BBC um 100 áhrifamestu konur heims Umboðsmaður Alþingis óskar svara frá Útlendingastofnun Rifrildi, innbrot og eftirför Fjárhagsáætlun samþykkt eftir ellefu tíma umræður Fagna þotunni sem markar tímamót í sögu Icelandair Stígarnir fá falleinkunn hjá hjólafólki Gátu loksins mætt aftur í skólann sinn á Selfossi „Menn ætla sér alla leið með þetta“ Skæð fuglaflensa fannst í kalkúnum í Ölfusi Sjá meira