Ósanngjörn og móðgandi ummæli leyfileg Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 23. nóvember 2019 09:30 Jón Steinar Gunnlaugsson, lögfræðingur. Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira
Réttur til að tjá ósanngjörn, móðgandi og stuðandi ummæli nýtur verndar stjórnarskrárákvæðis um tjáningarfrelsi. Þetta er niðurstaða Landsréttar sem sýknaði Jón Steinar Gunnlaugsson í gær af dómkröfum Benedikts Bogasonar hæstaréttardómara. Benedikt stefndi Jóni Steinari fyrir ummæli sem Jón Steinar lýsti í bók sinni „Með lognið í fangið – um afglöp Hæstaréttar eftir hrun“. Í kaflanum „Hugarástand við Hæstarétt“ vísar Jón Steinar til dóms yfir Baldri Guðlaugssyni, fyrrverandi ráðuneytisstjóra, í undirkafla með heitinu dómsmorð. Fjallar hann þar um meðferð málsins sem hann telur ekki hafa staðist kröfur um sakfellingar í refsimálum og nafngreinir þá dómara sem dæmdu málið. Í forsendum Landsréttar segir að þótt meginefni bókarinnar sé hvöss og óvægin gagnrýni á störf réttarins, felist alvarlegar ásakanir í garð dómaranna í tilvitnuðu máli þótt þau séu virt ein og sér. Landsréttur kemst engu að síður að þeirri niðurstöðu að með staðhæfingum Jóns Steinars um störf dómaranna í umræddu máli hafi hann í raun og veru verið að „fella gildisdóm með því að lýsa eigin skoðunum og ályktunum sem hann hefur dregið af því sem hann telur að hafi legið fyrir í málinu“. Jón Steinar var því sýknaður af kröfum Benedikts. Var hvor um sig látinn bera sinn kostnað af málinu fyrir Landsrétti með vísan til þess að ummælin væru til þess fallin að vekja verulegar efasemdir um hvort með þeim væri farið út fyrir mörk tjáningarfrelsisins.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Dómstólar Mest lesið Neitaði að skrifa undir plagg Trumps um sjaldgæfa málma Erlent Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst Innlent Unglingsstrákur lést í hnífaárás Erlent Evrópskir ráðamenn funda vegna Trumps Erlent Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Innlent Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Innlent Mæðgur látnar eftir árásina í München Erlent Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Innlent Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Innlent Sögðu upp í hrönnum í stað þess að fylgja skipun ráðuneytis Erlent Fleiri fréttir Álagið slíkt að starfsmenn pissi í skál úti í bíl Jarðskjálfti í Brennisteinsfjöllum Evrópa, meirihlutaviðræður og innviðaskuld á Sprengisandi Þurftu að stökkva frá bíl sem ekið var gegnum ölvunarpóst „Ríkisstjórn Íslands stendur með sjálfstæðri Palestínu“ Vegaskemmdir skaði fyrirtæki og bankasamruni Borgin hafi ekki brugðist nógu hratt við í Breiðholtsskóla Vill kanna hvort dýraníð verði tilkynnt til Neyðarlínunnar Ólíklegt að Katrín verði borgarstjóri Skotveiðifélag Íslands lýsir yfir áhyggjum af hreindýrastofninum Ekki byrjað að ræða borgastjórastólinn Verkföll liðki ekki fyrir samningsvilja sveitarfélaga „Það er verra að vera sakaður um að beita ofbeldi en að verða fyrir því sjálfur“ Farþegi stúts brást reiður við afskiptum lögreglu Færri en markvissari aðgerðir svo Ísland nái loftslagsskuldbindingum Sér samninginn endurtekið í hyllingum Orðið samstaða sé á allra vörum Maður í haldi vegna skotvopnsins „Það er miður að einhverjir hafi enn þá verið fyrir utan“ Tíðindi úr heimi bankanna, verkföll og hitafundur í Valhöll Átta mánaða kettlingur greinist með fuglaflensu Blöskraði fundarstjórn dyggra stuðningsmanna Guðrúnar Ótímabundin verkföll í öllum leikskólum Kópavogs „Kemur ekki til greina að niðurgreiða hreindýraveiðar“ Þurfi ekki að spyrja að leikslokum ef gámurinn fellur Dómarinn kveður Facebook með tárum Hefur áhyggjur af börnum í strætó Börnin líði fyrir „á meðan stjórnvöld fljóta sofandi að feigðarósi“ Bændasamtökin fordæma illa meðferð á hrossum Bregst við gagnrýni Brakkasamtakanna á gjaldtöku Sjá meira