Vill sameina stofnanir til að efla eftirlit með skipulagðri glæpastarfsemi Jóhann K. Jóhannsson skrifar 22. nóvember 2019 19:00 Ríkislögreglustjóri er til húsa við Skúlagötu. Vísir/vilhelm Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“ Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira
Embætti ríkislögreglustjóra þykir augljós ávinningur af því að sameina greiningardeild embættisins, héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra og miðlæga rannsóknardeild Lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu til að efla rannsóknir á skipulagðri glæpastarfsemi. Ríkislögreglustjóri hóf árið 2010 að leggja mat á skipulagaða glæpastarfsemi á Íslandi, og hefur gert reglulega síðan þá. Í mati embættisins 2012 var fjallað um Skipulagða glæpastarfsemi og að stórfelld efnahagsbrot, svokölluð „hvítflibbabrot“ geti fallið undir hugtakið „skipulögð glæpastarfsemi.“ Í skýrslunni kemur jafnframt fram að víða á Vesturlöndum sé nokkur hefð fyrir því að rætt sé um „hvítflibbabrot“ þegar upplýst er um viðskiptabrot sem oftar en ekki fela í sér ólöglegan ávinning af fjármálastarfsemi eða misnotkun á aðstöðu í auðgunarskyni. Orðið „hvítflibbabrot“ þyki við hæfi þegar hlut að máli eiga einstaklingar eða hópar manna sem njóta ákveðinnar stöðu og jafnvel virðingar í samfélaginu. Miðað við mat Ríkislögreglustjóra það ár má ætla að meint brot Samherja í Namibíu, miðað við framkomin gögn, eigið við í nær öllum tilfellum er snerta hvítflibbabrot, það er skipulagða glæpastarfsemi. Runólfur Þórhallsson lögreglufulltrúi hjá embættinu segir rannsókn skipulagðrar glæpastarfsemi hér á landi fyrir komið hjá of mörgum stjórnsýslu- og eftirlitsaðilum. „Við teljum að það væri mun betra fyrir löggæsluna og samfélagið í heild að það væri ein deild með landsvísu umboð sem að hefði skilgreint hlutverk að taka á þessum málum.“ Runólfur segir að með sameiningu héraðssaksóknara, skattrannsóknarstjóra, miðlægrar rannsóknardeild lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu auk greiningardeildar ríkislögreglustjóra yrði geta til rannsóknar mun öflugri en skipulögð brotastarfsemi hefur aukist ár frá ári og við því þurfi að bregðast. „Við teljum að það yrðu augljós ávinningur af því. Það eru samlegðar áhrif og það að geta hjá einu embætti aukið þekkingu og þetta kostar mannskap og kostar vinnu og mikinn tíma þannig að við teljum það blasa við að undir einum hatti að þá væri hægt að ná mun betri árangri í þessari baráttu.“
Lögreglan Stjórnsýsla Mest lesið Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Innlent Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Innlent Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Innlent Takmarka fjölda nemenda utan EES Innlent Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Innlent Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Innlent Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Innlent Sér eftir að hafa ekki sagt Eli oftar hve heitt hann elskaði hann Erlent „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ Innlent Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Innlent Fleiri fréttir Takmarka fjölda nemenda utan EES Deildar meiningar um tölvupóst sem óvart var sendur á alla í nefndinni Svona svara stjórnvöld ákalli um bundið slitlag á sveitavegi Mikill meirihluti ánægður með að Ísland taki ekki þátt Reglulega tilkynnt um þjófnað á vatni Pollróleg þó starfsáætlun þingsins hafi verið felld úr gildi Telja brotið gegn réttindum barna og íhuga málaferli Ragnhildur nýr framkvæmdastjóri Píeta samtakanna Norðurþing og Heidelberg undirrita viljayfirlýsingu vegna uppbyggingar á Bakka Skoða málsókn vegna látinna sona og hagstæðustu jólainnkaupin Vestmannaeyjastrengir 4 og 5 teknir í rekstur Grunaður um manndráp á Kársnesi Nafn unga mannsins sem lést á Vesturlandsvegi Stofnunum fækkar um tuttugu Ísland tekur höndum saman með Norðurlöndum og Eystrasaltsríkjum Sex hundruð miðar á vettvangi morðsins: „Fokking hálfvita fífl bæði tvö!!!!“ Skilaboð Vestfirðings til stjórnvalda ekki útvarpshæf eftir 50 milljóna króna tjón Höfðu haldið til í ruslageymslunni dagana á undan Óska eftir myndefni frá Kársnesi vegna mannslátsins „Gjörsamlega samfélagslega ótækt“ að hafna kröfunni „Grafalvarlegt“ að Ísland fari gegn vísindalegri ráðgjöf Laxar struku úr landeldi í Eyjum Starfsáætlun þingsins kippt úr sambandi Faldi töflurnar í nammipoka Ekið á gangandi vegfaranda á Sæbraut Makríllinn enn hitamál og áfall í fiskeldi í Tálknafirði Hjálmar gefur ekki kost á sér Eyjamenn ósáttir við nýbirta samgönguáætlun Ríkisstjórnin sendi leiðréttingu inn í beina útsendingu Gæsluvarðhald vegna andláts í Kópavogi framlengt Sjá meira