Mývetningar vonsviknir með stöðuna á Neyðarlínuvirkjun Garðar Örn Úlfarsson skrifar 22. nóvember 2019 06:00 Frá stífluframkvæmdum Neyðarlínunnar við Drekagil sem nú hafa verið stöðvaðar. „Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira
„Þetta er allt hið leiðinlegasta mál því í raun er þetta jákvætt verkefni en það verður að vinnast lögum samkvæmt,“ segir Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps, um afturköllun leyfa til Neyðarlínunnar til að byggja rafstöð í Drekagili við Öskju. Drekagil er í þjóðlendu og því þurfti Neyðarlínan leyfi frá bæði forsætisráðuneytinu og Skútustaðahreppi fyrir virkjun þar. Virkjunin á að framleiða rafmagn fyrir fjarskiptamastur Neyðarlínunnar á Vaðöldu og fyrir ferðaþjónustu Vatnajökulsþjóðgarðs og Ferðafélag Akureyrar. Eftir að í ljós kom í haust að stíflumannvirki Neyðarlínunnar var sjöfalt lengra en leyft var afturkallaði Skútustaðahreppur fyrir sitt leyti framkvæmdaleyfið. Forsætisráðuneytið hefur nú gert slíkt hið sama eftir að frestur sem Neyðarlínan fékk til að gera athugasemdir rann út án þess að svar bærist. „Staðan er sú að það hafa engin viðbrögð heldur borist frá Neyðarlínunni til sveitarfélagsins, þrátt fyrir beiðni þar um,“ segir Þorsteinn. Eftir að Skútustaðahreppur afturkallaði leyfið hafi Neyðarlínan verið beðin um ný og uppfærð gögn.Þorsteinn Gunnarsson, sveitarstjóri Skútustaðahrepps.„Því það er ljóst að þessi framkvæmd er hvorki í samræmi við deiliskipulag né framkvæmdaleyfi en það hafa engin gögn eða viðbrögð borist frá þeim,“ segir hann. Erfitt sé að segja hvernig túlka eigi það. „Þetta veldur okkur bara vonbrigðum.“ Aðspurður hvað gerist bregðist Neyðarlínan ekki við segir Þorsteinn sveitarfélagið geta farið fram á að Neyðarlínan fjarlægi mannvirkin. Ef það verði ekki gert geti sveitarfélagið gert það á kostnað Neyðarlínunnar. „En ég vona svo sannarlega að til þess komi ekki,“ segir sveitarstjórinn. Forsætisráðuneytið hefur nú gert Neyðarlínunni að leggja fram uppfærð gögn og nákvæma framkvæmdaáætlun og að sækja um nýtt leyfi frá ráðuneytinu eftir að Skútustaðahreppur hefur veitt fyrirtækinu sitt leyfi. Fram kom í Fréttablaðinu 11. október að Skútustaðahreppur hefði kvartað sérstaklega undan framkomu framkvæmdastjóra Neyðarlínunnar við fulltrúa sveitarfélagsins og að stjórn Neyðarlínunnar hefði í kjölfarið harmað „þá hnökra sem urðu á framkvæmd þessa þjóðþrifaverks og þá sérstaklega þá sem sneru að samskiptum við sveitarfélagið“, eins og sagði í bréfi stjórnar Neyðarlínunnar. Þórhallur Ólafsson, framkvæmdastjóri Neyðarlínunnar, segist ekkert vilja tjá sig um stöðu mála varðandi framkvæmdirnar í Drekagili.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Skútustaðahreppur Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Eldur logar á Siglufirði Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu Innlent Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Innlent Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Innlent Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Innlent Fleiri fréttir Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Eldur logar á Siglufirði Bréfin björguðu lífi hans í rússneska fangelsinu „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Bókaþjófur herjar á íslenska rithöfunda á ný Martraðarkennd reynsla í fangelsi hjóm í samanburði við þjáningu Palestínumanna Magga Stína segir sögu sína í kvöldfréttum Fannst sofandi í gámi og var vísað í burtu Annar starfsmaður þingflokks Sjálfstæðisflokksins hættir Myndu ekki vilja stýra sveitarfélagi sem þvingað væri til sameiningar Blaðamaður DV ekki brotlegur í umfjöllun um hæfi lögreglustjórans í Eyjum Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Enn vesen í Vesturbæjarlaug Búið að birta umhverfismatsskýrslu fyrir Sundabraut Fámennir hópar sagðir geta skuldbundið sveitarfélög með frumvarpi ráðherra „Ég er ekki sammála þessari umræðu og þessari nálgun“ Styttist í stóra ákvörðun vegna Sundabrautar Slapp með skrekkinn við myndatöku í Reynisfjöru Gíslunum sleppt á Gasa og hin umdeilda Sundabraut Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Sjá meira