Sportpakkinn: Giggs komst loksins á stórmót Arnar Björnsson skrifar 20. nóvember 2019 15:45 Giggs fagnar eftir sigurinn á Ungverjum í Cardiff. vísir/getty Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Wales varð tuttugasta og síðasta liðið til að tryggja sér farseðilinn í úrslit Evrópumótsins. Wales mætti Ungverjalandi í Cardiff í gær og varð að vinna til að ná öðru sætinu í E-riðlinum. Króatar voru öruggir, Ungverjum dugði jafntefli en þeir unnu Walesverja 1-0 í Búdapest með marki Máté Pátkai. Wales náði forystu á 15. mínútu, Joe Allen og Connor Roberts náðu vel saman og Roberts sendi Gareth Bale upp kantinn. Frábær fyrirgjöf Bale fór á kollinn á Aaron Ramsey, góð sókn skilaði glæsilegu marki. Ramsey var ekki með í fyrstu átta leikjunum í keppninni, kom af varamannabekknum í 2-0 sigri á Aserbaídsjan á laugardaginn. Ungverjar ógnuðu markinu á 27. mínútu, Botond Baráth skallaði aukaspyrnu fyrirliðans, Balázs Dzsudzsák yfir markið. Skömmu síðan náðu Walesverjar frábær sókn, Daniel James og Aaron Ramsey brunuðu fram og Bale fékk boltann á hægri kantinum, fyrirgjöf hans með hægri var mögnuð en Kiefer Moore skallaði yfir. Ungverjar urðu að skora og þeir voru nálægt því á 34. mínútu, Wayne Hennessey í markinu varði þá meistaralega í tvígang fyrst frá Dominik Szoboszlai og síðan aftur frá Roland Sallai. Seinni háfleikurinn var nýbyrjaður þegar Wales fékk aukaspyrnu. Ben Davies sendi boltann inn á vítateiginn, Moore reyndi skot en boltann fór á Ramsey sem sultuslakur skoraði framhjá Peter Gulácsi í marki Ungverja. Walesverjar fengu fínt tækifæri til að skora þriðja markið stundarfjórðungi fyrir leikslok, Ramsey sendi á hinn eldfljóta Daniel James sem fór illa með Gergő Lovrencsics. Ramsey fékk boltann en Gulácsi varði frá honum. Walesverjar fögnuðu í leikslok, þeir enduðu í öðru sæti, unnu fjóra leiki, gerðu tvö jafntefli og töpuðu tveimur leikjum. Fyrir fjórum árum lék Wales í fyrsta sinn í úrslitum Evrópumótsins, unnu þá riðilinn og enduðu einu stigi á undan Englendingum. Í undanúrslitum töpuðu þeir fyrir Portúgölum sem urðu Evrópumeistarar. Þá var Chris Coleman með liðið en tók Ryan Giggs tók við í janúar í fyrra. Giggs skoraði 12 mörk í 64 landsleikjum á árunum 1991-2007. Hann upplifaði aldrei að keppa á stórmóti líkt og margir frábærir fótboltamenn. Giggs lék 963 leiki með Manchester United, varð 13 sinnum Englandsmeistari og vann alls 34 titla á ferlinum. Þessi sigursæli knattspyrnumaður var að vonum kátur þegar EM farseðillinn var tryggður. „Eftir það sem gerðist í sumar [tap í tveimur leikjum í röð gegn Króatíu og Ungverjalandi] og vinna síðan sæti á EM sýnir báráttu, ákveðni, gæði og baráttuanda strákanna. Aldrei að gefast upp. Þeir eiga mikið hrós. Við máttum ekki gera mistök og frammistaða strákanna verðskuldar úrslitin,“ sagði Giggs. Aaron Ramsey hefur lítið getað spilað vegna meiðsla. „Já betra er seint en aldrei. Við höfum saknað hans og þau gæði sem hann býr yfir. Það eru margir góðir leikmenn í hópnum en slíkir leikmenn vaxa ekki á trjánum. Það er ekki hægt að vinna með betri leikmanni, hann var góður á laugardag [í 2-0 sigri á Aserbaídsjan] og hann hélt áfram í kvöld. Þú þarft að vera góður í fótbolta og ég er svo sannarlega ánægður með hann,“ sagði Ramsey. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Walesverjar komnir á EM
EM 2020 í fótbolta Sportpakkinn Tengdar fréttir Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38 „Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30 Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30 Mest lesið McGregor fundinn sekur og þarf að borga tugi milljóna í skaðabætur Sport Aðalþjálfari Ítalíu var með hausverk og horfði ekki á seinni hálfleik Körfubolti „Bjóst bara við því að við værum að fara vinna árið eftir“ Körfubolti Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Enski boltinn Fer á mjög dimman stað þegar lið hans tapar Körfubolti Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti „Tími til kominn að taka afstöðu gegn Ísrael“ Sport „Auðvitað söknum við okkar besta og reynslumesta manns“ Körfubolti Dagskráin í dag: Knicks ásamt íslenskum körfubolta og íslenskri pílu Sport „Fannst þeir sýna meiri hörku, sem ég átti erfitt með“ Körfubolti Fleiri fréttir Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Valgeir til Breiðabliks Eyþór yfirgefur KR Annað áfall fyrir Hörð sem fór til sama læknis og Rodri Ísland mætir Kósovó í sérstöku umspili Írarnir hans Heimis mæta Búlgörum Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Allt lítur vel út hjá Pablo Punyed Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Alexia Putellas með sitt tvö hundruðasta mark fyrir Barcelona Nýr Etihad leikvangur hinum megin við Atlantshafið Guardiola samdi til ársins 2027 Segja að Haaland og félagar fái gjafapakka frá FIFA Sædís og félagar fyrstar til að stoppa Bæjara Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Danir vilja halda úrslitakeppni Þjóðadeildarinnar Ágúst Orri aftur heim í Breiðablik Amorim vill að United fái Gomes aftur Martröð fyrirliða Chelsea heldur áfram Neville gagnrýnir Bandaríkjaför Rashford og Casemiro Alfreð hættur: „Takk fyrir allt sem þú hefur gefið mér og minni fjölskyldu“ Kósovó áfrýjar og Svíar bíða spenntir: „Barátta gegn rasisma“ Sagður hafa tvo leiki til að bjarga starfinu Leið Íslands á HM skýrari: Í þriðja flokki og fá þrjá mótherja UEFA viðurkennir mistök í myndbandsdómgælu í Þjóðadeildinni Systur sömdu á sama tíma Amanda lagði upp mark í Meistaradeildinni Svíar tapa á því að Rúmenum var dæmdur sigur á móti Kósóvó Sjá meira
Ísland mætir Rúmeníu eða Ungverjalandi í umspilinu | Þetta eru liðin sem eru komin á EM 2020 Línurnar eru að skýrast fyrir EM 2020. 19. nóvember 2019 21:38
„Wales. Golf. Madrid. Í þessari röð“ Vinsældir Gareths Bale í Madríd jukust ekki eftir uppátæki gærdagsins. 20. nóvember 2019 12:30
Wales á EM | Markaveisla hjá Belgíu, Hollandi og Þýskalandi Það var nóg af mörkum í leikjum kvöldsins í undankeppni EM 2020. 19. nóvember 2019 21:30
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti
Uppgjörið: Ísland - Ítalía 71-95 | Afleitur fyrri hálfleikur gerði Íslandi erfitt fyrir Körfubolti