Maltneskur viðskiptajöfur ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonu Vésteinn Örn Pétursson skrifar 30. nóvember 2019 20:47 Yorgen Fenech var í dag ákærður fyrir aðild að morði á blaðakonunni Daphne Caruana Galizia. Vísir/AP Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið. Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Maltneski viðskiptamaðurinn Yorgen Fenech hefur verið ákærður í heimalandi sínu. Honum er meðal annars gefið að sök að hafa átt þátt í dauða blaðakonunnar Daphne Caruana Galizia, sem var myrt árið 2017. Fenech var leiddur fyrir dómara í dag þar sem honum voru lesnar sakirnar sem hann er borinn. Hann neitar öllum ákæruliðum, en auk aðildar í morðinu er Fenech meðal annars sakaður um að vera hluti af skipulagðri glæpaklíku. Fenech var handtekinn fyrr í þessum mánuði, þegar hann reyndi að yfirgefa Möltu á einkasnekkju sinni. Hann bauðst þá til þess að veita lögreglu upplýsingar um morðmálið í skiptum fyrir friðhelgi, en því tilboði hans var hafnað, eftir því sem fram kemur í frétt BBC af málinu. Þrjú bíða nú réttarhalda vegna meintrar aðildar að morðinu á Caruana Galizia, en undanfarið hefur lögreglan beint stærstum hluta rannsóknarinnar að því að komast að því hver skipulagði morðið, og hvers vegna. Caruana Galizia var myrt með bílsprengju í október 2017. Hún hafði meðal annars fjallað um spillingarmál sem tengdust stjórnmálamönnum á Möltu. Fenech er vel þekktur í heimalandi sínu og hefur gegnt stjórnarformennsku í maltneskum stórfyrirtækjum á sviði viðskipta og orkumála. Morðmálið hefur valdið gríðarlegum skjálfta á Möltu, en ítrekað hefur verið kallað eftir því að Joseph Muscat, forsætisráðherra Möltu, segi af sér vegna „skuggalegra tengsla“ starfsmanna hans við málið.
Malta Tengdar fréttir Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01 Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30 Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38 Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30 Mest lesið Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Innlent Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Erlent Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Innlent Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Innlent Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Innlent Fleiri fréttir Segist eiga fund með Pútín Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Fimm hermenn skotnir á herstöð Tvöfaldar tolla á Indland vegna kaupa á rússneskri olíu Stefnir í kjördæmastríð í Bandaríkjunum? Nýr forseti Póllands vill draga úr áhrifum ESB Stendur í vegi rannsóknar á milljarða svikamyllu Birtist óvænt á þaki Hvíta hússins Yfir 400.000 tilkynningar um kynferðisofbeldi Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Öryggismyndavélar í svefnherberginu og fyrsta útgáfa af Lolitu á skrifstofunni Minntust fórnarlambanna í Hírósíma Hættir að fjármagna þróun mRNA bóluefna Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Vanræksla við hönnun, vottun, viðhald og skoðun Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Hyggjast rukka suma ferðamenn um brottfarartryggingu Hollendingar kaupa vopn af Bandaríkjunum fyrir Úkraínumenn Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Neitað um lausn gegn tryggingu Bolsonaro í stofufangelsi Danskur dýragarður óskar eftir gæludýrum til að fóðra rándýrin Annar leikarinn sem tekur eigið líf eftir ölvunarakstur Elskar auglýsingarnar með Sweeney fyrst hún er Repúblikani Tæplega þrjátíu drepin á meðan þau biðu eftir mat Fyrrverandi ísraelskir foringjar biðla til Trump að ljúka stríðinu Tugir drukknuðu og margra enn saknað Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Sjá meira
Áhrifamikil blaðakona myrt á Möltu Blaðakonan sem leiddi Panamaskjala-rannsóknina á Möltu var myrt með bílsprengju í dag. 16. október 2017 22:01
Ríkisstjórn Möltu býður milljón evrur fyrir upplýsingar um morðið á blaðakonunni Ríkisstjórn Möltu mun gefa þeim sem veita upplýsingar sem leiða til handtöku á þeim sem ber ábyrgð á morðinu á maltnesku blaðakonunni Daphne Caruana Galizia milljón evrur. 21. október 2017 23:30
Maltneskur viðskiptajöfur handtekinn á snekkju sinni Lögreglan á Möltu hefur handtekið viðskiptajöfurinn Yorgen Fenech. Hann var handtekinn í morgun klukkan hálfsex að staðartíma þar sem hann dvaldi um borð í snekkju sinni skammt í Portomaso á Möltu. 20. nóvember 2019 08:38
Þrír ákærðir vegna morðsins á Galizia Þrímenningarnir eru einnig sakaðir um ólöglega eign á vopnum og tækjum og tólum ætluðum til sprengjugerðar. 5. desember 2017 23:30