„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta“ Elín Margrét Böðvarsdóttir skrifar 9. desember 2019 18:08 Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra. Vísir/vilhelm „Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna. Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira
„Mér er ljúft og skylt að leiðrétta þetta af því að það hefur valdið einhverjum misskilningi eða ég var óskýr,“ sagði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra í svari sínu við fyrirspurn Halldóru Mogensen, þingmanns Pírata, á Alþingi í dag. Halldóra benti í fyrirspurn sinni á það misræmi sem fram hafi komið í málflutningi ráðherra um fordæmisgildi dóms Mannréttindadómstóls Evrópu vegna Landsréttarmálsins.Rúv vakti athygli á misræmi í málflutningi ráðherra en í gær hafði Áslaug Arna sagt í samtali við Rúv að Landsréttarmálið hefði ekki mikið fordæmisgildi. Það stangaðist á við það sem hún og aðrir ráðherrar höfðu áður sagt um málið. Í svari sínu á Alþingi í dag sagði Áslaug Arna að í fréttum Rúv í gær hafi hún verið að vísa til Póllands og málsatvika þar, en pólsk stjórnvöld lýstu því nýverið að þau styðji mál Íslands fyrir yfirdeild Mannréttindadómstólsins vegna Landsréttarmálsins.Sjá einnig: Lýsir áhyggjum af stuðningi pólskra yfirvalda við íslenska ríkið Fram kemur í greinagerð ríkisstjórnar Póllands að Landsréttarmálið skipti afar miklu máli og tengist breytingum sem gerðar hafi verið í Póllandi. Breytingarnar hafa mætt mikilli mótspyrnu og hafa stjórnvöld þar í landi verið sökuð um fjandsamlega yfirtöku. Áslaug Arna segir að orð hennar í viðtalinu við Rúv í gær hafi aðeins snúið að þessum þætti er varði Pólland, „enda var viðtalið um þau mál sérstaklega og aðkomu Póllands að þessu máli. Ég get ekki séð að málið sem við erum með fyrir yfirdeildinni geti verið fordæmisgefandi fyrir stöðuna í Póllandi að neinu leyti,“ sagði Áslaug. Að öðru leyti kunni málið að hafa fordæmisgildi fyrir önnur ríki. „Við höfum talið að niðurstaða Mannréttindadómstólsins geti haft miklar afleiðingar fyrir Ísland sem og önnur ríki Evrópu þar sem hvers konar annmarki á málsmeðferð, meðal annars við skipun dómara á einhverju stigi, geti leitt til þess að dómsniðurstaða teljist með öllu ólögmæt, óháð því hversu tæknilegur annmarkinn er. Það er þetta sem er meðal annars vísað til í greinargerð okkar að geti haft fordæmisgildi víðar,“ sagði Áslaug. Hún harmi ef orð hennar hafi misskilist hvað þetta varðar. „Ef ég var eitthvað óskýr og það gætir einhvers misskilnings leiðréttist það hér með. Mér finnst leiðinlegt ef það er en til þess að taka af öll tvímæli er ég eindregið þeirrar skoðunar að tryggja beri sjálfstæði dómstóla í hvívetna og það eru einfaldlega engin tengsl milli Íslands og deilunnar um sjálfstæði dómstóla í Póllandi,“ sagði Áslaug Arna.
Alþingi Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Sovéskt geimfar hrapaði til jarðar eftir misheppnað ferðalag til Venus Erlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Fleiri fréttir Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Sjá meira