Netið tvíeggja sverð fyrir saksóknara Stefán Ó. Jónsson skrifar 7. desember 2019 12:00 Tólf mál eru til rannsóknar þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms. Getty/scyther5 Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Barnaníðingar hafa verið sakfelldir hér á landi á grundvelli nauðgunar vegna hótana þeirra um að dreifa nektarmyndum af börnum nema þau þýðist sig, að sögn saksóknara. Netið getur reynst tvíeggja sverð í þessum málum. Svo virðist sem stafæn kynferðisbrot gegn börnum séu að verða grófari með hverju árinu. Dæmi eru um að níðingar panti brot á börnum í gegnum netið og fylgist með þeim í rauntíma, í órafjarlægð frá vettvangi brotsins. Lögregluyfirvöld á Íslandi hafa á síðustu vikum og mánuðum rannsakað 12 mál þar sem grunur leikur á að íslenskir karlmenn hafi sótt sér mikið magn barnakláms á hinu svokallaða hulduneti, að því er fram kom í kvöldfréttum okkar í gær.Það getur þó oft reynst þrautin þyngri að sækja fólk til saka í svona málum, að sögn Þorbjargar Sigríðar Gunnlaugsdóttur saksóknara.Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.„Það er auðvitað þannig með brot sem eiga sér stað á netinu að þeim fylgja flækjur. Þau geta verið flóknari í rannsókn,“ segir Þorbjörg. „Þegar málin hafa hins vegar verið upplýst þá erum við sem saksóknarar á því að það eigi að fara aftur inn í kjarna málsins, sem er að þetta er kynferðisbrot og það á í sjálfu sér ekki að vera neitt flóknara að ákæra eða ná fram sakfellingu í svoleiðis málum,“ segir Þorbjörg. Netið bjóði þó upp á ýmsa möguleika fyrir saksóknara. „Þegar fólk er í auknum mæli í miklum samskiptum á netinu; skriflega eða með myndum, þá er hægt að staðsetja hvar fólk er og kortleggja tíma og annað. Þannig býður netið saksóknum upp á glimmrandi fín verkfæri til sönnunnar, því eru alveg tvær hliðar á þessu.“ Hún segir að á Íslandi sé einna helst um að ræða brot gegn eldri börnum eða unglingum, sem til eru komin vegna samskipta þeirra á netinu við einstaklinga sem þau þekkja eða telja sig þekkja. Börnin sendi jafnvel af sér myndir, sem níðingurinn hóti svo að dreifa lúti þau ekki vilja hans. „Það eru til dómar um þetta þar sem að þessi hótun, um að komir þú ekki og stundir með mér kynlíf þá verður myndunum dreift, sé nauðgun,“ segir Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttur.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Tengdar fréttir Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Innlent „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Innlent Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Innlent KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ Innlent Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Innlent Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu Innlent Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Innlent Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Innlent Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Innlent Fleiri fréttir Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Spennandi og sögulegar kosningar: Fjórir flokkar berjast fyrir lífi sínu í fallbaráttu „Dapurlegt“ útspil kennara og opnun Bláa lónsins Sigmundur fjarverandi allar atkvæðagreiðslur Styrkja möstrin með möl eftir góða vinnu í nótt Eins og að vera staddur í martröð og geta ekki vaknað Hlutverk flokksforingja stórlega ofmetið í kosningabaráttunni Braut rúðu í lögreglubíl Stöðugt gos og engir skjálftar „RÚV er sá fjölmiðill sem er líklega einna lengst til vinstri á Íslandi“ Ætla að opna Bláa lónið 29. nóvember Rafmagnsmastur í hættu vegna hraunflæðis Segist svikin af Viðreisn og segir sig úr flokknum Tilbúin að aflýsa verkföllum í fjórum leikskólum Hörð viðbrögð við vaxtahækkunum Sjá meira
Vísbendingar um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu Vísbendingar eru um að barnaníðsefni af íslenskum börnum þrífist á huldunetinu. Íslenskir drengir eru til umræðu meðal barnaníðinga erlendis. 6. desember 2019 19:30