Fjölmiðlafrumvarpið lagt fram á Alþingi Andri Eysteinsson skrifar 6. desember 2019 22:02 Lilja Alfreðsdóttir menntamálaráðherra. Vísir/vilhelm Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót. Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra, Lilju Alfreðsdóttur var lagt fram á Alþingi í dag og hefur verið birt á vef Alþingis. Skammt er til jólahlés og hefur Bjarni Benediktsson, fjármálaráðherra sagt það útilokað í sínum huga að klára málið fyrir jól. Samkvæmt starfsáætlun þingsins lýkur haustþingi 13.desember. Í greinargerð með frumvarpinu segir að með því sé lagt til að komið verði á fót nýju stuðningskerfi fyrir einkarekna fjölmiðla hér á landi vegna kostnaðar sem fellur til við miðlun frétta, fréttatengds efnis og umfjöllunar um samfélagsleg málefni. Lagt er til að einkareknum fjölmiðlum verði veittur tímabundinn stuðningur í formi endurgreiðslu á hluta kostnaðar sem fellur til við að afla og miðla slíku efni.Segir í frumvarpinu að hlutfall endurgreiðslu skal að hámarki vera 18% af kostnaði sem fellur til við að afla fréttum. Þó skuli endurgreiðsla ekki nema hærri fjárhæð en 50 milljónum krónu til hvers umsækjanda. Í frumvarpi sem lagt var fyrir þing í vor var gert fyrir endurgreiðslu 25% af ákveðnum rekstrarhluta fjölmiðils, greint hafði verið frá því að endurgreiðslan í nýrri útgáfu frumvarpsins yrði 20%.„Við erum að efla fjölmiðlamarkaðinn á Íslandi, fjölmiðlalæsi og þá lýðræðislegu umræðu sem fjölmiðlar tryggja. Þannig að ég er ánægð með framganginn og þetta er að komast í þinglega meðferð,“ sagði Lilja Alfreðsdóttir, mennta- og menningarmálaráðherra í Kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrr í vikunni. „Aðalatriðið er það að lögin taki gildi 1. janúar 2020,“ sagði Lilja. „Við getum afgreitt málið núna á þessu þingi með þessari gildistöku og ég legg mesta áherslu á það að allt sem við erum að gera í þessu að það sé gert í gagnsæju ferli og að fyrirsjáanleiki málsins sé skýr.“ Fjölmiðlafrumvarpinu var útbýtt á Alþingi fyrir sumarhlé í maí en gekk aldrei til fyrstu umræðu. Greint hefur verið frá því að takist ekki að ná sátt um málið fyrir jól komi til greina að taka málið alfarið af dagskrá en gert var ráð fyrir að lögin tækju gildi um áramót.
Alþingi Fjölmiðlar Tengdar fréttir Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19 Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55 „Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45 Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30 Mest lesið Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Innlent „Alvarlegasta árásin gegn dönskum innviðum til þessa“ Erlent Fóru með fleipur um einhverfu og bóluefni Erlent „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ Innlent Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Innlent Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Innlent Opna í Kaupmannahöfn en loka loftrýminu yfir Osló einnig vegna dróna Erlent Duterte ákærður fyrir glæpi gegn mannkyninu Erlent Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Innlent Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Innlent Fleiri fréttir Hrædd um að brennuvargur gangi laus í bænum Starfandi forsætisráðherra lítur drónabrölt „grafalvarlegum augum“ Vara við svikapóstum frá Ríkisskattstjóra Dularfullir drónar og umdeildar kenningar um einhverfu og parasetamól Telja sig vita hverjir grímuklæddu mennirnir eru Ferðum aflýst og einni vél snúið við vegna drónaumferðar í Kaupmannahöfn Ætlar að fækka sveitarfélögum fyrir kosningar Aðeins helmingur telur sig við góða heilsu Rannsaka húsbrot og eldsvoða á Sauðárkróki Krefur Reykjavíkurborg um frekari svör vegna fundargerðar Upplifir að þau hafi verið leidd í gildru Rannsaka mál sex grímuklæddra manna sem réðust á einn Óttaslegnir eldri borgarar eftir endurtekna eldsvoða Vill frekar fjölga lögreglumönnum heldur en lögreglustöðvum Maðurinn sem lýst var eftir fundinn Björg ætlar að láta að sér kveða í Viðreisn „Það er betlmenning og allir eiga að fá allt frítt“ 20 börn frá Grænlandi í sundi, skautum og í heimsókn hjá forsetanum Þrettán konur höfðu samband svo að nauðgarinn færi í fangelsi Þrír enn í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikils fíkniefnamáls Löng bið eftir að nauðgari hefji afplánun og betlmenning Sleppt lausum eftir yfirheyrslu Seldi dóp fyrir fjórtán milljónir á hálfu ári Lýsir villu og svima en segist hafa séð ljósið Stefnir í prófkjör, borgarfulltrúar undir feldi og hugsanlega sótt að Heiðu Framlengja gistiheimildina fram á vor Eldra fólk þurfi ekki að endurnýja skírteinið svo oft Grunsamlegt ferðalag og fjarstæðukenndar skýringar „Nauðsynlegt að þetta verði gert af krafti“ Fólk hvatt til að taka strætó Sjá meira
Framtíð fjölmiðlafrumvarpsins veltur á Sjálfstæðisflokknum Það veltur á þingflokki Sjálfstæðisflokksins hvort fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, nái fram að ganga fyrir jól eða hvort hætt verður við löggjöfina að svo stöddu. 2. desember 2019 14:19
Verið að „fínpússa“ fjölmiðlafrumvarpið Ekki liggur fyrir nákvæmlega hvenær fjölmiðlafrumvarp Lilju Alfreðsdóttur, mennta- og menningarmálaráðherra, verður lagt fram á Alþingi en stefnt er að því að það verði nú á haustþingi. Vinnu við frumvarpið í ráðuneytinu er ekki lokið. 30. október 2019 15:55
„Algjörlega útilokað“ að fjölmiðlafrumvarpið verði afgreitt fyrir jól Sjálfstæðisflokkurinn ætlar ekki að standa í vegi fyrir því að fjölmiðlafrumvarp mennta- og menningarmálaráðherra verði tekið til þinglegrar meðferðar. Nokkur fjöldi þingmanna flokksins gerir þó ákveðna fyrirvara við frumvarpið. 2. desember 2019 18:45
Minni hluti stjórnarmála lagður fram Innan við helmingur boðaðra þingmála ríkisstjórnarinnar á haustþingi hefur verið lagður fram á Alþingi. Forsætisráðherra segir þingmálaskrána hafa verið metnaðarfulla en ráðherrar verið seinir í gang. Frestur til að leggja fram þingmál rennur út á morgun. 29. nóvember 2019 06:30