Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa til styrktar átaki UNICEF Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 6. desember 2019 19:00 Einar Hansberg ræðir við Arnar Björnsson. mynd/stöð 2 Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Sjá meira
Einar Hansberg Árnason er búinn að synda í sólarhring og hálfnaður með tveggja sólarhringa sund til styrktar átaki UNICEF á Íslandi „Stöðvum feluleikinn.“ Frétt Arnars Björnssonar um Einar og sundið hans má lesa hér fyrir neðan. Einar hóf sundið klukkan 17 á fimmtudaginn í sundlauginni að Varmá í Mosfellsbæ. Í sumar fór hann hringferð um landið til að vekja athygli á sama málefni. „Maður fær stundum geggjaðar hugmyndir og þetta er ein af þeim. Ef maður getur gefið af sér af hverju gerir maður það ekki. Ég mæli ekki með þessu fyrir alla en stundum þarf maður að skjóta til að skora. Það sem ýtti þessum bolta af stað var að ég á litla frænku sem lenti í ljótu einelti í haust og þurfti að skipta um skóla,“ sagði Einar. „Því miður er hún ekki eina barnið sem hefur lent í þessu. Þetta var það sem gaf hjartanu stuð til að fara í þetta. Maður óskar engum börnum að vera í þessari stöðu. Maður biðlar til þeirra aðila sem geta gripið inní að gera það og ekki hundsa og leyfa þessu að fara þannig að þolandinn þurfi að fara í burtu en ekki að taka á þessu.“ Þegar við heimsóttum Einar var hann búinn að synda í tæpan sólarhring. Fjölskyldan fylgist grannt með honum og Sigurlaug Helga Árnadóttir systir hans var á vaktinni á sundlaugarbakkanum. Er þetta ekki óðs manns æði að leggja þetta á sig? „Jú en hann vill láta gott af sér leiða og hafa eitthvað um það að segja hvernig eigi að bæta og breyta gagnvart börnum.“ Sigurlaug Helga segir að fjölskyldan hafi ekki áhyggjur af því að hann sé að ofgera sér. „Við þurfum samt að vera að vera á hliðarlínunni og sjá til þess að hann borði og ofgeri sér ekki. Stundum hlustar hann en stundum ekki.“ Einar segist hafa fylgst með átaki UNICEF og hann og kona hans hafi rýnt í tölur úr rannsókn um ofbeldi gagnvart börnum. „Það voru náttúrulega skelfilegar tölur sem komu þar í ljós. Þar fékk hann hugmyndina og setti sig í samband við UNICEF á Íslandi. „Það á ekkert barn að þurfa að vaka á morgnana og hafa áhyggjur af neinu öðru en í hvaða sokkum þau ætla að fara í.“ Einar hefur ekki hugmynd um hvað hann er búinn að eyða miklum tíma í þetta hugsjónastarf sitt en framundan eru jólin í faðmi fjölskyldunnar. „Vonandi skilar þetta einhverju sem maður er að gera.“ Hvað hugsar hann klukkan korter yfir tvö í nótt þegar hann er einn í lauginni? „Þá hugsa ég heim um hlýja rúmið og konuna og börnin, þá er maður lítill í sér. Ég viðurkenni það alveg.“ Hann vonast til þess að þetta skili sér, maður vill bara taka þátt í að breyta heiminum og þá verður maður að leggja aðeins á sig. Einar heldur áfram að synda í nótt og ástæða er til að hvetja fólk til að kíkja við í sundlauginni að Varmá. Til að kynna sér málstaðinn er hægt að fara á unicef.is og kynna sér málið þar. Fréttina í heild sinni má sjá hér fyrir neðan.Klippa: Sportpakkinn: Syndir í tvo sólarhringa
Mosfellsbær Sportpakkinn Sund Mest lesið „Mjög undarlegt að þessi höll standist kröfur“ Handbolti Donnarumma varði tvö víti í vítakeppninni og PSG fór áfram Fótbolti Lýsandi talaði um að Trump vildi eignast Ísland Körfubolti Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti Real Madrid áfram eftir vítaspyrnukeppni Fótbolti Áhyggjufullir nágrannar hringdu í lögregluna Fótbolti Þóttist vera látinn yngri bróðir sinn Fótbolti Sjáðu tvísparkið örlagaríka í Madrídarslagnum Fótbolti Capello: Guardiola er hrokagikkur sem hefur skaðað fótboltann Enski boltinn Segir að Maradona hafi búið í hryllingshúsi síðustu ævidagana Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin: Körfuboltakvöld og risa Íslendingaslagur í Þýskalandi Óttaðist að ánetjast svefntöflum Lærisveinar Mourinho komu til baka en töpuðu svo í vító Danskur fótboltamaður skiptir um landslið „Mjög sérstakt fyrir mig að fá að þjálfa fyrsta leikinn minn á móti Benna“ Finnur Freyr: Ánægður með heilsteyptan leik okkar Jóhann Þór: Kane og Ólafur hefðu getað spilað Tottenham afgreiddi Hollendingana í seinni leiknum Þrenna Bruno sendi Orra og félaga niðurlúta heim frá Old Trafford Albert skoraði og fagnaði í Íslendingaslagnum „Við reyndum að gera alls konar“ Uppgjörið: Njarðvík - Tindastóll 101-90 | Sjötti heimasigur Njarðvíkinga í röð „Vonandi lærum við af þessu“ Martin og félagar flottir í Euroleague í kvöld Uppgjörið: Álftanes - Þór Þ. 108-96 | Allir með hjá Álftanesi í sannfærandi sigri Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga Rómverjar misstu mann af velli á elleftu mínútu og eru úr leik Markvörður FH fer heim til Keflavíkur Hneykslast á sóðaskap Real stjarnanna Alfreð fyrsti íslenski þjálfarinn til að tapa stigi Uppgjörið: KR - Haukar 103-87 | Fallnir Haukar velgdu KR-ingum hressilega undir uggum Hákon einn sá dýrasti og talinn kosta 6,7 milljarða Myndavél TNT Sports náði tvísnertingunni hjá Julián Alvarez Lengsta undirbúningstímabilið að klárast Mikael vann úrvalsdeildina með stæl Hart barist um að fylgja Íslandi á EM „Algjör forsmekkur að úrslitakeppninni“ Alex Freyr skrópaði á æfingu á Spáni Nýliðar fá séns hjá Heimi sem býr sig undir umspil McIlroy tók síma af gjammandi áhorfanda Sjá meira
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti
Uppgjörið: Valur - Grindavík 99-80 | Valsmenn áttu ekki í miklum vandræðum með vængbrotna Grindvíkinga
Uppgjörið: Grikkland - Ísland 25-34 | Sannfærandi hjá strákaunum okkar þrátt fyrir forföll Handbolti