Gætum lært af Hollendingum í baráttunni við stafrænt kynferðisofbeldi gegn börnum Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 5. desember 2019 16:33 Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. Vísir/Stöð 2 Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur. Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira
Svala Ísfeld Ólafsdóttir, lektor í lagadeild við Háskólann í Reykjavík, segir að lögregluyfirvöld á Íslandi gætu lært ýmislegt af þeim hollensku sem hafa náð gífurlegum árangri í baráttunni gegn stafrænu kynferðisofbeldi gegn börnum. Veraldarvefurinn sé án umdæma og þess vegna sé mikilvægt að löggæslulið heimsins vinni saman að því að hafa hendur í hári einstaklinga í myrkustu afkimum internetsins. Alþjóðleg ráðstefna um kynferðisofbeldi gegn börnum á netinu hófst í Háskólanum í Reykjavík í morgun en fyrirlestradagskrá verður einnig í boði á morgun. Ráðstefnan hverfist um kynferðisglæpi gegn börnum á veraldarvefnum. „Vegna þess að þetta er vettvangur sem verður sífellt öflugri, tækninni fleygir fram. Það er ótrúlega mikilvægt að koma einhverjum böndum á þetta og komast að því hvar við stöndum andspænis þessum vanda. Eins og veraldarvefurinn er til mikils gagns þá er hann líka mikill vágestur að þessu leyti. Þannig að við þurfum að skiptast á þekkingu, þekkingu á nýjustu tækni til að sporna gegn þessu, tækni til að skiptast á upplýsingum og efla samstarf á alþjóðavettvangi.“ Huldunetið er vettvangur sem er undir yfirborði hins skráða nets. Þar er hægt að vafra um án þess að skilja eftir sig slóð. Vandinn er sá að þar hefur grasserað glæpamarkaður þar sem alls kyns ólögleg starfsemi er ástunduð. Svala segir afar mikilvægt að löggæsluyfirvöld, um allan heim vakni, til vitundar um mikilvægi samvinnu þvert á landamæri því þannig starfi glæpasamtök einnig.„Veraldarvefurinn er án landamæra og umdæma. Öll jarðkúlan er undir og þess vegna er ótrúlega mikilvægt að lögreglulið heimsins vinni saman að því að reyna að hefta útbreiðslu þeirra einstaklinga sem beita börn ofbeldi með þessum hætti og til þess að hindra dreifingu á þessu efni sem er framleitt af þessu fólki.“ Það sé fyrst og fremst gert með miðlun þekkingar. „Hollendingar eru mjög framarlega í sínum í aðgerðum og rannsóknum á netglæpum gegn börnum og þetta er nokkuð sem er svo dýrmætt fyrir okkur að fá að hlusta á og læra af og nýta þessa þekkingu vegna þess að árangurinn sem þeir hafa náð er þannig að hann vekur eftirtekt.“ Lögreglan á Íslandi geti lært mikið af Hollendingum. „Við sjáum bara hvernig þeir hafa náð að komast inn á þennan neðansjávarvef þar sem menn skiptast á upplýsingum og kenna hver öðrum hvernig eigi að komast í efni með börnum og hvar þeir geti komið því á framfæri. Hollendingar hafa náð ótrúlegum árangri þar og það nýtist okkur svo sannarlega í okkar vinnu til að koma böndum yfir þessa einstaklinga og til að reyna að vinna að forvörnum til að koma í veg fyrir að fleiri börn verði misnotuð.“ Svala bætir við að einnig þurfi að hlúa að andlegri heilsu þeirra sem vinna í málaflokknum; lögreglu, lögfræðingum og dómurum en fyrirlestur Ólafs Arnar Bragasonar, sérfræðingur í réttarsálfræði fjallaði einmitt um leiðir til að hlúa að andlegri heilsu. „Þetta er heimur sem enginn vill þurfa að stíga inn í eða lifa í en þessi heimur er veruleiki og hann er staðreynd og verður ekki umflúinn. […] Hvert einasta barn sem hægt er að hjálpa og forða frá þessu, er til marks um mikinn árangur.
Kynferðisofbeldi Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því Innlent „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Innlent „Þau eru að herja á börnin okkar“ Innlent Lofthelgi aftur lokað í Álaborg vegna drónaflugs Erlent James Comey ákærður vegna Rússarannsóknar Erlent Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd Innlent Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Innlent Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Lægð sem valdi meiri usla Innlent Fullorðinn karlmaður lést í bílslysi Innlent Fleiri fréttir Gat ekki lengur lesið en sagði engum frá því „Ég má ekki heita Hrísey en ég má heita Rodriguez“ Skvísur séu almennt frekar næringarsnauðar og börnin geti orðið matvönd „Þau eru að herja á börnin okkar“ Skipulagði bæjarferðir að vestan þannig að hann kæmist í Blóðbankann Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Sjá meira