Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. desember 2019 20:00 Megan Rapinoe í sigurskrúðgöngunni í New York. Getty/Brian Ach Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira
Arnar Björnsson fór betur yfir magnað ár hjá hinni bandarísku Megan Rapinoe sem á árinu 2019 vann allar viðurkenningar sem hún gat unnið á þessu magnaða ári sínu. Þar á meðal er Gullboltann sem hún fékk í gær. Það kom fáum á óvart að Megan Rapinoe fyrirliði bandaríska landsliðsins yrði valinn besta knattspyrnukona heims. Hún fór fyrir liðinu sem vann heimsmeistaratitilinn og skoraði 6 mörk í keppninni. Rapinoe er ekki dæmigerða íþróttakona sem lætur verkin tala á vellinum. Hún er ötull liðsmaður í baráttu fyrir mannréttindum. Hún stóð í stappi við bandaríska knattspyrnusambandið vegna þess að sambandið borgaði knattspyrnukörlum meira en konunum. Rapinoe neitaði að sækja Donald Trump heim í Hvíta húsið eftir sigurinn á HM Norski framherjinn, Ada Hegerberg, sem spilar með Lyon í Frakklandi varð í fjórða sæti í valinu á bestu knattspyrnukonu heims, hún vann gullboltann í fyrra. Hún segir að Megan Rapinoe hafi verið frábær á heimsmeistaramótinu. Hún er ekki bara góð í fótbolta heldur eru áhrif hennar á íþróttina mikil. Hegerberg segir að Rapinoe hafi farið með kvennafótboltann í rétta átt. „Hún er ekki hrædd við að segja sína skoðun. Hún talar ekki um sjálfa sig heldur okkur allar sem eru í fótboltanum. Hún er ófeimin við að segja sína skoðun sem er ekki alltaf sjálfgefið þegar menn standa á hátindi ferilsins. Við getum lært margt af henni“.Lokastaðan í kjöri kvenna um Gullboltann: 1. Megan Rapinoe (Reign FC, Bandaríkin) 2. Lucy Bronze (Lyon, England) 3. Alex Morgan (Orlando Pride, Bandaríkin) 4. Ada Hegerberg (Lyon, Noregur) 5. Vivianne Miedema (Arsenal, Holland) 6. Wendie Renard (Lyon, Frakkland) 7. Sam Kerr (Chelsea, Ástralía) 8. Rose Lavelle (Washington Spirit, Bandaríkin) 9. Ellen White (Manchester City, England) 10. Dzsenifer Marozsan (Lyon, Þýskaland) 11. Amandine Henry (Lyon, Frakkland) 12. Sari van Veenendaal (Atletico Madrid, Holland) 13. Tobin Heath (Portland Thorns, Bandaríkin) 14. Pernille Harder (Wolfsburg, Danmörk) 15. Lieke Martens (Barcelona, Holland) 16. Kosovare Asllani (Tacon, Svíþjóð) 17. Nilla Fischer (Linköpings, Svíþjóð 18. Marta (Orlando Pride, Brasilía) 19. Sofia Jakobsson (Tacon, Svíþjóð) 20. Sarah Bouhaddi (Lyon, Frakkland) Hér fyrir neðan má sjá umfjöllun Arnars Björnssonar um kjör Megan Rapinoe í gær.Klippa: Sportpakkinn: Rapinoe hefur farið með kvennafótboltann í rétta átt
HM 2019 í Frakklandi Sportpakkinn Mest lesið Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Fótbolti Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Enski boltinn „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Fótbolti Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Íslenski boltinn Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður Íslenski boltinn Blikarnir hoppuðu út í á Fótbolti Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Fótbolti Trump réði sjálfan sig í stórt starf á Ólympíuleikunum Sport Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Handbolti Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Fótbolti Fleiri fréttir Fengið nokkur skilaboð eftir skipti frá Val til KR Scott McTominay og níu leikmenn PSG tilnefndir til Ballon d'Or Sjáðu Hákon leggja upp mark fyrir Giroud Maddison frá í að minnsta kosti hálft ár Reyndu að ráða Solskjær áður en þeir réðu svo Heimi Hallgríms Sjáðu mörkin úr Bestu: Nú er hinn Pedersen bróðirinn farinn að skora líka Þrjár þjóðir upp fyrir Ísland á FIFA listanum „Ég var í smá sjokki“ Dagný kveður West Ham með tárin í augunum Framari týndi boltanum í miðjum leik og Rikki G var alveg gáttaður „Ekki sáttir við að Íslendingur kæmi að kenna þeim“ Stúkan: Getur KR fallið úr deildinni? Blikarnir hoppuðu út í á Svakaleg slagsmál í æfingarleik á Spáni Aðeins sjö lið í heiminum eytt meira en nýliðar Sunderland Sara Björk áfram í Sádi-Arabíu „Ég hef aldrei séð Stjörnuna spila svona“ „Ég er mjög þreyttur“ Uppgjörið: Afturelding - Vestri 1-1 | Deila með sér stigunum „Mæli með að dómarar nái þessum hraða með boltann“ Uppgjörið: Fram - Stjarnan 1-1 | Allir ósáttir eftir jafntefli Leiknir selur táning til Serbíu Hólmbert Aron til Suður-Kóreu Katla kynnt til leiks í Flórens Markametið hans Patricks Pedersen í tölum Verðmætustu uppöldu leikmennirnir spila í Arsenal Lyfta fólki upp til að skrifa á Jota minningarvegginn Segir að þeir hafi notað Newcastle í pókerleik Ratcliffe-mótmæli á leik Manchester United og Arsenal Lars sendi kveðju til Íslands Sjá meira