Kjartan Þorkelsson verður settur ríkislögreglustjóri Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. desember 2019 13:19 Kjartan Þorkelsson, lögreglustjóri á Suðurlandi, hefur verið skipaður tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra. Vísir/vilhelm Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð. Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira
Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir dómsmálaráðherra hefur skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóra á Suðurlandi tímabundið í embætti ríkislögreglustjóra frá og með 1. janúar næstkomandi. Hann tekur því við af Haraldi Johannessen sem tillkynnti afsögn sína í dag og hverfur frá störfum um áramótin. Embættið verður auglýst til umsóknar eins fljótt og auðið er. Þetta kom fram á blaðamannafundi dómsmálaráðherra um lögreglumál sem haldinn var í Ráðherrabústaðnum nú eftir hádegi. Áslaug sagði á fundinum að þau Haraldur hefðu verið sammála um að hleypa nýju starfsfólki að hjá embættinu. Hún hefði samþykkt afsögn hans. Þá tók hún sérstaklega fram að starfslok Haraldar væru gerð í góðri sátt. Fyrst um sinn mun i Haraldur sinna verkefnum í ráðuneytinu en hann hefur lýst yfir áhuga á því að sinna ráðgjafarhlutverkum á sviði lögreglumála. Áslaug þakkaði Haraldi fyrir áralöng störf í þágu lögreglu. Þá tilkynnti Áslaug að hún hefði skipað Kjartan Þorkelsson lögreglustjóri á Suðurlandi í embætti ríkislögreglustjóra tímabundið. Hann hefur þó gefið það út að hann muni ekki sækja um stöðuna. Nýju lögregluráði komið á fót Áslaug kynnti einnig fyrirhugaðar breytingar á lögreglumálum í landinu á fundinum. Hún taldi ekki tímabært að svo stöddu að sameina lögregluembætti. Áður hefur komið fram að til standi meðal annars til að fækka lögregluembættum úr níu í sex, fækka í yfirstjórn, sameina embætti ríkislögreglustjóra, lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu og lögreglunnar á Suðurnesjum en jafnframt að stofna sérstakt embætti landamæra- og öryggislögreglu á Keflavíkurflugvelli. Einhver bið verður á því. Þá boðaði Áslaug stofnun nýs lögregluráðs, þar sem eiga sæti allir lögreglustjórar á landinu auk ríkislögreglustjóra. Nánari samvinna á landsvísu geri lögreglunni til dæmis betur kleift að mæta flóknari samfélagsgerð. Sterkt lögregluráð leiði til aukinnar samvinnu og bættri nýtingu mannafla. Þannig verði lögreglan í vaxandi mæli rekin sem ein heild. Ráðið mun funda mánaðarlega og ríkislögreglustjóra ber að hafa samráð við lögregluráð um allar veigamiklar ákvarðanir. Ráðið tekur til starfa 1. janúar 2020.Upptöku af blaðamannafundi ráðherra í Ráðherrabústaðnum má horfa á í spilaranum hér að neðan. Mikið hefur mætt á Áslaugu Örnu síðan hún tók við embætti dómsmálaráðherra í september, einkum vegna ólgu innan lögreglunnar. Mannauðsfyrirtækið Attentus skilaði á dögunum niðurstöðu úr starfsánægjukönnun sem fyrirtækið framkvæmdi hjá ríkislögreglustjóra. Fréttastofa hefur kallað eftir niðurstöðu könnunarinnar frá dómsmálaráðuneytinu en ekki fengið. Samkvæmt heimildum Vísis mun stærstur hluti samstarfsfólks Haraldar hjá embætti ríkislögreglustjóra ekki gefa samskiptunum við fráfarandi ríkislögreglustjóra háa einkunn. Þá lýstu átta af níu lögreglustjórum á landinu yfir vantrausti á Harald í september síðastliðnum.Fréttin hefur verið uppfærð.
Lögreglan Ráðning ríkislögreglustjóra Vantraust á ríkislögreglustjóra Mest lesið Tekur U-beygju og kallar stuðningsmenn sína aumingja Erlent Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Innlent Átta börn fædd úr erfðaefni þriggja einstaklinga til að fyrirbyggja sjúkdóma Erlent Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Innlent Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Innlent Aðalsvið Tomorrowland brann til kaldra kola Erlent Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Innlent „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Innlent Tugir látnir eftir eldsvoða í verslunarmiðstöð Erlent Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Innlent Fleiri fréttir Landlæknir hlynnt því að banna ljósabekki Loftgæði mælast óholl á Akureyri Dregið úr virkni en virðist enn gjósa í um tíu gígum Met í verðtryggðum lánveitingum lífeyrissjóðanna Ásthildur bendir strandveiðimönnum á minnihlutann Opnaði listasýningu aldargamall og segir verkin verða eins og börnin sín Blámóða vofir yfir Vestfjörðum og Skagafirði Dettifossi kippt í lag og seinkar um sólarhring Grindvíkingum hleypt inn, varnargarðar hækkaðir og Bláa lónið opnar Vill fyrst og fremst fá að njóta ævikvöldsins í friði „Af hverju þetta brestur strax, það skiljum við ekki alveg“ Kort: Sprungan lengist til norðurs Strandveiðar bannaðar á morgun Gos í beinni, ósáttir Grindvíkingar og íbúum drekkt í steypu Alvarleg árás með hamri í Reykjavík Sýknaður af ákæru um að nauðga konu í afmælisveislu hennar Varað við fölsuðum töflum sem innihalda hættulega efnablöndu Gengu að gosinu og óku til Grindavíkur án þess að vera stöðvaðar Fundu tennur í aftursætinu á bílaþvottastöð Landa í Grindavíkurhöfn og botna ekkert í lokunum Mikið eldingaveður á Vestfjörðum Eldgosið í heimsmiðlunum: „Ísland: Rýmt“ Enn eitt gosið hafið og íbúar tala um Groundhog Day Kæmi mér ekki á óvart að þetta væri síðasta Sundhnúkagosið Fyrst vöruskemman, nú göngustígar: „Mórallinn er bara ömurlegur“ Skoða hvort gosið breyti heimsókn von der Leyen Dómstóll ESB staðfestir niðurstöðu varðandi vörumerkið Iceland Fallegt og ekkert smágos Önnur sprunga opnast Samhjálp „hálfnuð í mark“ og endurskipuleggur Kaffistofuna Sjá meira