Fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna HM í Katar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. desember 2019 09:00 Liverpool er búið að vinna einn titil á þessu tímabili en þeir geta enn orðið fimm talsins. Hér er Sadio Mane með Ofurbikar Evrópu. Getty/Mike Kireev Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira
Liverpool hefur í kvöld leik í heimsmeistarakeppni félagasliða í Katar sem hefur aukið álagið talsvert á topplið ensku úrvalsdeildarinnar. Þetta er samt mikilvæg keppni fyrir Liverpool en aðeins sigurvegarar Meistaradeildarinnar fá að taka þar þátt af liðunum frá Evrópu. Liverpool leikur við Monterrey frá Mexíkó og er komið út til Katar með alla sína bestu menn sem sást best á því krakkaliði sem félagið stillti upp á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Breska ríkisútvarpið fann fimm ástæður fyrir því af hverju það skiptir miklu máli fyrir Liverpool að vinna heimsmeistaramót félagsliða í Katar. In less than 20 hours time, Liverpool will be in action again. Watch their Club World Cup semi-final live on @BBCTwo Here's everything you need to know https://t.co/lKUTkrvzBwpic.twitter.com/KgagQamlGt— BBC Sport (@BBCSport) December 17, 2019 Sögulegt titlatímabil? Liverpool getur enn unnið fimm titla á þessu tímabili en liðið missti af þeim sjötta með tapinu á móti Aston Villa í enska deildabikarnum í gær. Engu ensku liði hefur tekist það að vinna fleiri en fjóra titla á einu tímabili. Liverpool átti reyndar möguleika á að vinna sjö en tapaði leiknum um Samfélasskjöldinn í ágúst.Fyrir Klopp? Knattspyrnustjórinn Jürgen Klopp vill vinna þennan titil. „Eina ástæðan fyrir okkur að fara alla þessa leið er til þess að reyna að vinna þennan titil og við ætlum að reyna allt til þess,“ sagði Klopp. Klopp var búinn að tapa sex úrslitaleikjum í röð þegar Liverpool vann Tottenham í úrslitaleik Meistaradeildarinnar í júní en með sigri í þessari keppni getur hann stigið skref í að breyta ímynd sinni sem silfurstjórinn.Generalprufa fyrir HM Fullt af leikmönnum Liverpool eiga möguleika á að keppa á HM landsliða í Katar sem fer fram í árslok 2022. Á heimsmeistarakeppni félagsliða í ár fá þeir tækifæri til að kynnast aðeins aðstæðunum í Katar en allir útsláttarleikirnir á HM 2022 í Katar fara einmitt fram í desembermánuði.Peningar, peningar, peningar Liverpool vann sér inn mikinn pening með sigri sínum í Meistaradeildinni en það líka gaf félaginu tækifæri að vinna átta milljónir punda í viðbót eða 1296 milljónir íslenskra króna. Ef við tökum mið af kaupum Liverpool undanfarin ár er það jafnmikið og einn Andy Robertson eða tvö stykki af Joe Gomez. Liverpool fékk fjórar milljónir punda fyrir sigurinn í Ofurbikar UEFA og aðrar fjórar milljónir punda eru í boði fyrir sigur í HM félagsliða. The December day when the rising sons of Flamengo outshone Liverpool | By @JoshuaMLawhttps://t.co/ggk39x7vSn— The Guardian (@guardian) December 16, 2019 Fyrsti HM-titillinn og hefnd fyrir 1981 Liverpool tapaði 3-0 fyrir brasilíska félaginu Flemengo í Álfubikar félagsliða árið 1981 sem var forveri HM félagsliða. Liverpool hefur aldrei unnið heimsmeistarakeppni félagsliða en fær annað tækifæri á móti Flemengo komist Liverpool liðið í úrslitaleikinn. Leikmenn Liverpool töpuðu 1-0 á móti Sao Paulo þegar þeir mættu síðast í þessa keppni árið 2005. Á þeim 38 árum sem eru liðin frá tapinu á móti Flamengo í Tókýó árið 1981 hefur Liverpool unnið sex enska meistaratitla og orðið þrisvar sinnum Evrópumeistari en félagið bíður enn eftir sínum fyrsta heimsmeistaratitli.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Enski boltinn Dagný gleymd eða afskrifuð?: Hefur ekkert heyrt í landsliðsþjálfaranum Fótbolti „Gætu gert hrikalega góða hluti með íslenska landsliðið“ Fótbolti Laumaði hauskúpu afa síns inn á úrslitaleikinn Fótbolti Spiluðu deildina hundrað þúsund sinnum og reiknuðu sigurlíkur liðanna Handbolti Ótrúleg endurkoma Feyenoord í Manchester Fótbolti Slot mætti með Salah brandara á blaðamannafundinn Sport „Við erum brothættir“ Fótbolti Dagskráin í dag: Stórleikur á Anfield, Bónus deild kvenna og margt fleira Sport Umboðsmaðurinn sérstaki sem kom með fyrstu Kananna til landsins Körfubolti Fleiri fréttir Metinn á rúmlega 17 milljarða fyrr á árinu en má nú fara á láni Liverpool væri bara í þrettánda sæti án markanna hans Mo Salah Hélt hreinu á móti Manchester City ökklabrotinn Carragher segir Salah vera eigingjarnan Refirnir skemmtu sér í Köben eftir tapið sem kostaði þjálfarann starfið Hamrarnir unnu óvæntan sigur í norðrinu Þríeykið rennur allt út á samning næsta sumar Potter orðaður við Leicester á nýjan leik Ed Sheeran biðst afsökunar á að hafa verið óboðinn gestur í viðtali við Amorim Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Roy Keane reiður: Hittu mig bara á bílastæðinu Segist enn ekki hafa fengið samningstilboð frá Liverpool „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Ósannfærandi byrjun hjá Amorim Salah til bjargar og Liverpool á flugi inn í leikinn við City Úlfarnir skelltu Fulham og enn bíður Villa eftir sigri Englandsmeistararnir niðurlægðir á heimavelli Létt gönguferð í skóginum hjá Arsenal Einfalt hjá Chelsea sem sækir að toppnum Fjórtán ára á æfingum með Arsenal Fær konuna til að eiga við draugana og ætlar ekki að pissa í hornin Amorim fullur sjálfstrausts á fyrsta blaðamannafundinum Meistararnir og Skytturnar missa út lykilmenn Lewandowski fékk ekki að fara til Man. Utd Ed Sheeran hjálpaði Ipswich að ná í leikmann rétt fyrir Taylor Swift tónleika Guardiola samdi til ársins 2027 Rannsókn á hegðun David Coote enn í fullum gangi Tuchel „stelur“ Hilario frá Chelsea og tekur hann inn í teymið Amorim vill að United fái Gomes aftur Sjá meira