Skáluðu fyrir nýrri Óðinsgötu Berghildur Erla Bernharðsdóttir skrifar 17. desember 2019 18:30 Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur. Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Nýjar stofnlagnir snjóbræðslu eru í götu og gangstéttum á Óðinsgötu og greiðfærara er fyrir gangandi vegfarendur eftir breytingar. Eigendur og starfsfólk reksturs í götunni fagnaði opnun hennar í dag. Í maí á þessu ári hófust framkvæmdir á Óðinsgötu samkvæmt upplýsingum á vefsíðu borgarinnar. Í upphafi var gert ráð fyrir að endurgerð Óðinsgötu milli Skólavörðustígs og Freyjutorgi yrði lokið í í lok júní en það var svo föstudaginn 13. desember sem gatan var formlega opnuð. Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins Rekstraraðilar við götuna fagnaði opnuninni í dag. Meðal þeirra var Guðrún Kristjánsdóttir annar eigandi Systrasamlagsins. „Við erum búin að vera eins og litlir krakkar að bíða eftir að hún opni. Við fögnum því mjög í dag og tökum jólin á þetta. Flæðið hefur gjörbreyst, þetta er stórkostleg gata. Ég skora hins vegar á borgaryfirvöld að gera nú betur næst,“ segir Guðrún. Guðmundur Jónsson annar eigandi Fasteignamarkaðarins. Guðmundur Jónsson eigandi Fasteignamarkaðarins er afar ánægður með breytinguna á götunni en hefði viljað sjá betri samskipti milli borgarinnar og hagsmunaaðila. „Ég held að borgin þurfi að læra að samskipti við hagsmunaaðila og íbúa á svæðinu þurfa að vera í lagi því það var algjört samskiptaleysi á meðan framkvæmdum stóð. Við þurftum alltaf að hafa frumkvæði að því að fá upplýsingar þaðan,“ segir Guðmundur. Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir einn eigandi Mengis. Eigendur Mengis þurftu um tíma að loka vegna framkvæmdanna í sumar og segja að löng bið sé loks á enda. Meðal þeirra er Ragnheiður Elísabet Þuríðardóttir. „Við þurftum að loka hjá okkur í þrjár vikur í júlí í fyrsta skipti í sex ára vegna aðgengismála. Þá þurfti að hætta við viðburði. En við fögnum að sjálfsögðu bættri og breyttri Óðinsgötu í dag,“ segir Ragnheiður. Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu Ólafur Traustason sölumaður hjá Smekkleysu segir að það hafi verið svolítið einmannalegt hjá sér síðustu mánuði en nú horfi allt til betri vegar. „Þetta er alveg yndislegt, nú get ég labbað beint til og frá vinnu. Við vorum að reyna að koma fótunum fyrir hér en framkvæmdirnar höfðu þær áhrif að mun færri komu til okkar. Það er gaman núna að fá ferðamennina til að kíkja á okkur og kaupa sér Bjarkarbolina og fleira,“ segir Ólafur.
Reykjavík Skipulag Tengdar fréttir Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23 „Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45 Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30 Mest lesið Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Innlent Heimilar banatilræði í Venesúela og íhugar árás Erlent Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Innlent Fjöldi komst ekki út og brann lifandi Erlent Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Innlent Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Innlent Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Innlent Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Innlent Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Innlent Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Innlent Fleiri fréttir Minnst ellefu hundar drepist við Geirsnef: „Áfall að sjá dýrið sitt hlaupa í dauðann“ Við gætum farið að aka Sundabraut eftir sjö ár Þingmenn misvel klæddir þegar þeir voru reknir út Meintur brennuvargur í haldi lögreglu Réðst með hnífi á fanga á Litla-Hrauni Norrænir bankar skoði hvort breyta þurfi skilmálum vegna dómsins Fimmtíu ný störf í Bláskógabyggð vegna nýs baðlóns Lífeyrissjóðs-, bíla- og neytendalán gætu líka reynst ólögleg Segir óvirðingu að kalla Ljósið „samtök úti í bæ“ Áhrif vaxtamálsins, útlit Sundabrautar og þingmenn á hlaupum Vill að Þórunn tilnefni Trump til friðarverðlauna Nóbels Sóttur sex sinnum á sjúkrabíl og slökkviliðið stefnir vegna skuldar Greip inn í þegar aldraður faðir hans keypti bíl handa vinkonu sinni Gummi Emil sver af sér ásakanir um dýraníð: „Ég bað hestinn afsökunar“ Biðtíminn sé dauðans alvara sem auki álag ofan í áfallið Álag á bráðamóttöku og fólk beðið um að leita annað Sigríður Andersen nýr þingflokksformaður Miðflokksins Karlmaður í haldi vegna gruns um brot gegn barni í Hafnarfirði Bankinn hefur samband ef hann skuldar þér pening Mál leiðbeinandans á Múlaborg á leið til héraðssaksóknara „Það er allt svart þarna inni“ Ekki láglaunakvenna að axla ábyrgð á innleiðingu kynjajafnréttis Íslandsbanki ætlar að hafa frumkvæði að endurgreiðslu til kúnna Lést samstundis þegar ekið var á hana á 143 kílómetra hraða Vilja þjóðfund um menntamál og framtíð landsins „Þessi málaflokkur er bara í drasli“ Þurrt og bjart suðaustan til og stinningskaldi í kortunum Nærliggjandi hús rýmt þegar eldur kom upp á Ásbrú í morgun Vildu bregðast við sterku ákalli fólks sem hafði misst skyndilega Endurkaupaáætlun fyrir Grindvíkinga kynnt eftir áramót Sjá meira
Sundurgrafin Óðinsgata kemur í veg fyrir vöfflukaffi borgarstjóra Dagur B. Eggertsson, borgarstjóri, hefur í gegnum árin haft það fyrir sið að bjóða borgarbúum í vöfflukaffi heima hjá sér á Óðinsgötu á Menningarnótt. 23. ágúst 2019 22:23
„Þetta er rugl og sorglegt“ segir rekstraraðili á Óðinsgötu um framgöngu borgarinnar Rekstraraðilar á Hverfisgötu og Óðinsgötu gagnrýna borgina harðlega fyrir samskiptaleysi og tafir á framkvæmdum á götunum. Óskað hefur verið eftir því að Samtök aðila í ferðaþjónustu beiti sér í málinu. 10. september 2019 18:45
Borgin ætlar að stórefla samráð og samskipti Hagsmunaaðilar á Óðinsgötu og Hverfisgötu hafa gagnrýnt borgina í fréttum okkar fyrir samráðsleysi, of litlar upplýsingar og frestanir á framkvæmdum í götunum. Framkvæmalokum við Óðinsgötu hefur verið frestað í þrígang og í gær kom í ljós að aftur þarf að fresta framkvæmdum þar til næstu mánaðamóta. 13. september 2019 22:30