Mýsnar leika sér meðan jólakötturinn Vigdís er höfð í fríi Jakob Bjarnar skrifar 17. desember 2019 15:49 Nú blasir við að borgarfulltrúar eru að fara í mánaðarlangt jólafrí. Vigdísi þykir það heldur vel í lagt. visir/vilhelm Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“ Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira
Vigdís Hauksdóttir, borgarfulltrúi Miðflokksins, furðar sig á löngu hléi sem gert er á borgarstjórnarfundum nú yfir hátíðarnar. „Á meðan leika mýsnar sér – þegar kötturinn er hafður í mánaðarlöngu jólafríi,“ segir Vigdís á Facebooksíðu sinni og fer yfir málin eins og þau horfa við henni. Hún furðar sig á því hversu langt frí það er sem blasir við borgarfulltrúum. „Síðasti borgarstjórnarfundurinn fyrir jól hefst nú á eftir kl. 14:00,“ segir Vigdís og bætir því við að enn þverskallist meirihlutinn við því að hefja fundina að morgni til að spara útgjöld. Það eru engin tíðindi þegar þessi borgarstjórnarmeirihluti er annars vegar. Nema: „Borgin er skrúfuð niður í heilan mánuð í kringum jólin sem gerir okkur í minnihlutanum áhrifalaus – því: Síðasti borgarráðsfundur var haldinn 5. desember. Búið er að fella niður tvo borgarráðsfundi í desember – en þeir áttu að vera 12. og 19. des. Næsti fundur borgarráðs verður fyrst 9. janúar 2020.“ Vigdís segir jafnframt að nú standi til að fella niður borgarstjórnarfund sem vera átti 7. janúar 2020 og verður fyrsti fundur á nýju ári 21. janúar. Eftirfarandi yfirlýsing hefur borist frá Þórdísi Lóu Þórhallsdóttur, formanni borgarráðs.„Það er ansi merkilegt að Vigdís Hauksdóttir líti á það sem frí þó nefndir og ráð fari í eðlilegan rythma í kringum jól og áramót. Hún talar þá bara fyrir sig og kann greinilega ekki að reikna því enn standa yfir fundir hjá ráðum og nefndum fram til Þorláksmessu og hefjast fundir aftur strax í byrjun árs sem getur varla talist mánaðar frí.Staðreyndin er sú að í upphafi árs kynnti ég fundadagatal borgarráð sem var samþykkt.Ég lagði fram nýtt fundadagatal í nóvember með einni breytingu sem var að fundi borgarráðs 12 des væri felldur niður annað er óbreytt.Sem formaður borgarráðs hef ég reynt að stuðla að fjölskylduvænu starfsumhverfi fyrir alla borgarstarfsmenn. Með það að markmiði hef ég viljað draga úr álagi á borgarkerfið í kringum almenn leyfi borgarstarfsmanna, svo sem páskafrí og jólafrí.Því hef ég ekki viljað skipuleggja fundi á þessum tímum nema nauðsyn beri til, enda fer mikil vinna starfsmanna frá öllum sviðum borgarinnar til að undirbúa þessa fundi. En áfram verður unnið í stýrihópum og annarri vinnu borgarráðsfulltrúa.“
Borgarstjórn Reykjavík Mest lesið Aron Can heill á húfi Innlent Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Erlent Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Erlent Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Innlent Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Innlent Lögreglan leitar tveggja manna Innlent Hneig niður vegna flogakasts Innlent Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Innlent Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Innlent Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Innlent Fleiri fréttir Hneig niður vegna flogakasts Tekist á um þéttingu byggðar: „Þá getur þú bara flutt til Kaupmannahafnar“ Lögreglan leitar tveggja manna Frakkar viðurkenna Palestínu og stjórnarandstaðan á Alþingi mælist illa í nýrri könnun Óánægja með stjórnarandstöðuna eykst hressilega Amgen sver af sér njósnir um starfsfólk Íslenskrar erfðagreiningar Hundurinn gerði vart um mann sem stóð og starði inn Hægt nokkuð á virkninni frá því í gærmorgun Aron Can heill á húfi „Sorglega lítið eftir“ þegar sundkappinn var stöðvaður Ljóst að stjórnarandstaðan græddi ekki á „kjarnorkuákvæðinu“ Ólíðandi að fá sektir aftur og aftur Svona vindmyllur vill ráðherra fá samþykktar ofan Gilsfjarðar Tónleikar stöðvaðir vegna veikinda Arons Can Launaði neitun á gistingu með löðrungi Óvinsældir eftir þinglok og meint leyndarmál frönsku forsetahjónanna Innan við þriðjungur andvígur olíuleit Ætlar fyrir Mannréttindadómstólinn og segir fréttaflutning villandi Gasútstreymi minnkandi en gosmóðu enn spáð Vínsalar látnir klára vakt eftir andlát í versluninni Annar stór skartgripaþjófnaður í miðborginni „Ef þú móðgaðist, þykir mér það leitt“ Spellvirkinn líka grunaður um líkamsárás og mansal Staða Sjálfstæðisflokksins versnar eftir þinglok Hóteleigendur vilja byggja á verndarsvæði og ábúendur ekki sáttir Sjálfstæðisflokkur sjaldan mælst minni Þurfti að hætta sundi af öryggisástæðum Gylfi Ægisson er látinn Hundruð kvenna einmana: „Er skrýtið að eiga engar vinkonur?“ Ekið á ökumann rafmagnshlaupahjóls og gámur á hliðina Sjá meira