Þriðjung allra dauðsfalla má rekja til lífsstíls Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 16. desember 2019 18:37 Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu. Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Nýlega kom út ritröð um yfirlit heilbrigðismála aðildarlanda ESB ásamt Íslandi og Noregi. Er þetta í fyrsta skipti sem gerð er sérstök greining á heilbrigðiskerfi og heilsufari á Íslandi. Góðu fréttirnar eru að almennt er heilbrigðisástand fólks gott á Íslandi og stendur íslenska heilbrigðiskerfið sig tiltölulega vel að sjá öllum fyrir góðu aðgengi að hágæða þjónustu. Minna efnaðir finna helst fyrir mismunun þegar kemur að lyfjakaupum og tannlæknaþjónustu. Síðustu ár hefur myndast munur á lífslíkum eftir menntunarstigi.vísir/hafsteinn Lífslíkur jukust um næstum þrjú ár frá 2000 til 2017, þegar þær náðu 82,6 árum en meðaltalið er 80,9 ár í Evrópu. Þó hefur komið í ljós að munur eftir menntunarstigi hefur aukist á síðustu árum. Þannig lifa konur með mikla menntun um þremur og hálfu ári lengur en þær minna menntuðu og mikið menntaðir karlar lifa næstum fimm árum lengur en þeir sem hafa litla menntun. Sjötta hvert dauðsfall vegna mataræðis Samkvæmt skýrslunni er talið að rúmlega þriðjung allra dauðsfalla á Íslandi megi rekja til lífsstílsáhættuþátta sem hægt er að breyta. Slæmar matarvenjur leiddu til rúmlega eins sjötta allra dauðsfalla árið 2017, sem rekja mátti til of lítillar ávaxta- og grænmetisneyslu en of mikillar neyslu á sykri og salti. Áhættuþættir vegna lífsstíls útskýra þriðjung dauðsfalla á Íslandi. Það eru þættir eins og mataræði, reykingar, hreyfingarleysi og áfengisneysla.vísir/hafsteinn Þótt reykingar og áfengisneysla séu minni á Íslandi en í nokkru öðru Evrópulandi þá er áætlað að tóbak hafi leitt til 15% af öllum dauðsföllunum og áfengisneysla 1% en lítil hreyfing útskýrir 3% dauðsfalla. Þrátt fyrir að Íslendingar, bæði börn og fullorðnir, séu sérstaklega duglegir að hreyfa sig samkvæmt þessari samantekt er offita talið meiriháttar lýðheilsuvandamál hér á landi. Er það tengt slæmum matarvenjum eins og ofar kom fram. Fjórði hver fullorðinn Íslendingur er með offitu samkvæmt útreikningi á BMI-stuðli og hefur hlutfallið aukist mikið síðasta áratuginn. Fimmtungur fimmtán ára ungmenna voru yfir kjörþyngd eða of feit og var það þriðja hæsta hlutfallið í Evrópu.
Heilbrigðismál Tengdar fréttir Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30 Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Sundhnúksgígaröðin að verða búin Innlent Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Innlent Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Innlent Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Innlent Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Innlent Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Innlent Vargöldin á Haítí versnar hratt Erlent „Þetta var mjög skrýtin stemning“ Erlent Fleiri fréttir Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Ísland virðir handtökuskipan á hendur Netanjahú Fjölmiðlabann í kjaradeilu kennara Hildur hnýtir í Sigurð og sakar hann um ýkjur Straumar valda álagi á varnargarða og staðan viðkvæm Byggt og byggt á Suðurlandi og það þarf að byggja enn meira KÍ segir ummæli Ingu Rúnar „rannsóknarefni“ „Við gerum aldrei neitt nema með fullu samþykki“ Bein útsending: Hvar eru umhverfis- og loftslagsmálin í kosningabaráttunni? Kennarasambandið sýni kennurum „alvarlega lítilsvirðingu“ Sjá meira
Þúsundir íslenskra barna með offitu: „Þessar tölur slá mann niður“ Íslenskum börnum fjölgar hratt sem eru skilgreind með offitu. Athygli vekur hátt hlutfall of feitra meðal unglingsdrengja en tíundi hver drengur í níunda bekk er með offitu. 4. nóvember 2019 08:30
Er offita sjúkdómur? Misjafnt er hvaða augum umræðan um offitu á Íslandi er litin. Annars vegar að offita sé sjúkdómur og heilbrigðiskerfið þurfi að bregðast við. Hins vegar að ekki eigi að sjúkdómsvæða feitt fólk heldur líta til heilsuvenja burtséð frá holdafari. 10. nóvember 2019 19:42