Klíníkin fær ekki milljónabætur frá ríkinu Kristín Ólafsdóttir skrifar 16. desember 2019 14:11 Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu. Vísir/Vilhelm Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður. Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Héraðsdómur Reykjavíkur sýknaði fyrir helgi íslenska ríkið af kröfum Klíníkurinnar í Ármúla. Í málinu var deilt um þá ákvörðun Sjúkratrygginga Íslands (SÍ) að hafna greiðslu reikninga vegna verktakavinnu tveggja svæfingalækna sem störfuðu hjá Klíníkinni á árunum 2017 til 2018. Klíníkin krafðist þess að ríkið greiddi sér rúmar 2,8 milljónir króna auk málskostnaðar. Forsaga málsins er sú að læknarnir óskuðu eftir aðild að rammasamningi SÍ í september árið 2017. SÍ hafnaði umsóknum þeirra á grundvelli þess að velferðarráðuneytið hefði gefið SÍ þau fyrirmæli, með ákvörðun síðla árs 2015, að hafna bæri öllum umsóknum um aðild að samningnum vegna halla á fjárlagalið sem taki til lækniskostnaðar.Sjá einnig: Læknar sem vilja heim frá Svíþjóð fá ekki flýtimeðferð í dómsmáli Sjö sérgreinalæknar stefndu ríkinu vegna ákvörðunarinnar og í fyrrahaust féll dómur í héraðsdómi, sérgreinalæknunum í vil. Með dóminum var ákvörðun ráðuneytisins felld úr gildi. Annar svæfingalæknanna, hverra mál er nú til umfjöllunar, var í hópi sérgreinalæknanna sjö sem stefndu ríkinu en hinn ekki. Umsóknir svæfingarlæknanna um aðild að rammasamningi SÍ voru svo samþykktar frá og með 13. nóvember 2018. Þann 4. september 2018 sendi Klíníkin bréf til SÍ og gerði kröfu um greiðslu fyrir læknisverk sem læknarnir tveir framkvæmdu áður en umsókn þeirra um aðild að rammasamningnum var samþykkt haustið 2018. Greiðslunum var synjað með bréfi SÍ. Vísað var til þess í bréfinu að læknarnir hefðu ekki verið aðilar að rammasamningi SÍ þegar umrædd læknisverk voru framkvæmd og greiðslur frá sjúkratryggingum vegna kostnaðar við læknisverk þeirra því óheimil. Klíníkin taldi sig hafa orðið fyrir tjóni vegna höfnunar SÍ, sem hafi verið byggð forsendu sem dæmdi hafi verið ólögmæt. SÍ hafi hafnað að greiða reikning vegna vinnu svæfingalæknanna þrátt fyrir að um greiðsluskyldar aðgerðir væri að ræða og greiðsluþaki sjúklings hefði verið náð. Ríkið benti á að umræddir svæfingalæknar hefðu ekki verið aðilar að rammasamningnum þegar verkin voru framkvæmd og greiðslur til þeirra frá SÍ vegna verkanna því óheimil. Dómurinn byggði niðurstöðu sína m.a. á því að Klíníkin hefði sjálf tekið ákvörðun um að gera læknisaðgerðir án þess að fyrir lægi hvort greiðsluskylda SÍ væri fyrir hendi. Þá verði tjón Klínikurinnar með engu móti rakið til athafna SÍ, heldur þvert á móti eigin ákvörðunar um að nýta þjónustu lækna sem ekki áttu aðild að rammasamningnum. Þannig beri að sýkna ríkið af öllum kröfum Klíníkurinnar. Þá var málskotnaður látinn falla niður.
Dómsmál Heilbrigðismál Tengdar fréttir Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13 Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00 Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grjóthart nei hjá dúxinum í Yale Innlent Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Bíll konunnar sást á upptöku Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Landsmenn allir harmi slegnir Innlent Fleiri fréttir Mölbraut rúðu í Þjóðleikhúsinu Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Sjá meira
Sérfræðilæknir lagði ríkið í baráttu um rammasamninginn Þá var íslenska ríkinu gert að greiða Ölmu Gunnarsdóttur 1,8 milljón krónur í málskostnað. 18. september 2018 12:13
Forstjóri Sjúkratrygginga kátur með niðurstöðu héraðsdóms Synjun Sjúkratrygginga á aðild sérgreinalæknis að rammasamningi var felld úr gildi í gær. Læknar utan samningsins þurfa að rukka sjúklinga sína um umtalsvert hærri upphæð en ella. 19. september 2018 06:00
Taugalæknir segir tvöfalt heilbrigðiskerfi orðið á Íslandi Velferðarráðuneytið hafnaði fyrr á árinu umsókn Önnu um aðild að rammasamningi Sjúkratrygginga Íslands. Sjúklingar greiða meira fyrir læknisþjónustu sérfræðilækna á stofum þegar ekki fæst aðild að rammasamningnum. 2. september 2018 22:22