Rooney telur sig enn geta spilað í ensku úrvalsdeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 15. desember 2019 12:30 Í vígahug vísir/getty Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira
Manchester United goðsögnin Wayne Rooney snýr aftur í enska boltann þegar nýtt ár gengur í garð en nú í deild sem hann hefur ekki spilað í áður þar sem hann gekk nýverið í raðir Derby County sem leikur í ensku B-deildinni. „Nú er markmið mitt að koma Derby aftur í úrvalsdeildina og vonandi vera í hlutverki hjá þeim þar. Ryan Giggs gat spilað til fertugs og Gareth Barry ætlar sér að gera það sama,“ segir Rooney. Rooney er 34 ára gamall en eftir að hafa unnið allt sem hægt er að vinna á 13 ára ferli sínum hjá Manchester United hélt hann til uppeldisfélagsins Everton og lék með þeim í ensku úrvalsdeildinni tímabilið 2017-2018. Þótti mörgum Rooney ekki standa undir væntingum þar en hann gerði þó 10 mörk í 31 leik í ensku úrvalsdeildinni. Í kjölfarið færði hann sig um set vestur um haf og hefur leikið með DC United í MLS deildinni undanfarin tvö ár. Rooney skoraði í öðrum hverjum leik að meðaltali í Bandaríkjunum og er sannfærður um að hann hafi enn ýmislegt fram að færa á vellinum, meira að segja í ensku úrvalsdeildinni. „Það er mikilvægt að hafa skilning á fótbolta. Það snýst ekki bara um að geta hlaupið út um allt heldur að nota höfuðið á þér til að spila.“ „Þetta gleymist stundum af því að menn skora færri mörk en þeir gerðu áður eða eitthvað þess háttar. Með rétta liðið í kringum mig get ég enn spilað í úrvalsdeildinni,“ segir Rooney. Rooney mun eiga verk að vinna við að koma Derby í toppbaráttu í B-deildinni en liðið er um þessar mundir í 16.sæti og eru níu stig upp í umspilssæti þegar deildin er rétt tæplega hálfnuð. Rooney verður löglegur með Derby um áramót og ætti því að geta leikið sinn fyrsta leik þann 2.janúar næstkomandi þegar Derby fær Barnsley í heimsókn.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Loftpúði sprakk hjá Hófí Dóru á HM: „Eins og að vera kýld í loftinu“ Sport Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Fleiri fréttir Unai Emery býst við miklu af Rashford Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Sjá meira