Segjast hafa selt milljón Fold-síma Samúel Karl Ólason skrifar 13. desember 2019 10:32 Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Getty/Bloomberg Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri. Samsung Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira
Þrátt fyrir að útgáfa Samsung Galaxy Fold hafi einkennst af vandræðum og að síminn samanbrjótanlegi sé mjög kostnaðarsamur hefur Samsung selt milljón eintaka. Þetta sagði Young Sohn, framkvæmdastjóri raftækjasviðs Samsung, á ráðstefnu í Berlín í gær. Greiningaraðilar höfðu áætlað að fyrirtækið hefði einungis selt hálfa milljón tækja. Fold-síminn, sem kostar um tvö þúsund dali, fór fyrst í sölu í apríl á þessu ári. Blaðamenn sem fengu tæki til skoðunar komust fljótt að því að tækin voru í raun gölluð. Meðal annars brotnuðu skjáir símanna og mörg tæki biluðu fljótt. Í kjölfarið var síminn tekinn úr sölu, endurhannaður og gefinn aftur út í október.Sjá einnig: Galaxy Fold fær misgóðar viðtökurEndurútgáfan var þó ekki gallalaus og þykir skjárinn enn viðkvæmur. Ráðstefnan sem um ræðir er um nýsköpun og Sohn sagði mikilvægt fyrir fyrirtæki eins og Samsung að gefa út vörur eins og Fold. Þannig fengjust viðbrögð kaupenda sem væru nauðsynleg. Blaðamaður Techcrunch spurði Sohn í kjölfarið hvort það væri réttlætanlegt að selja tæki sem væri í raun tilraun fyrir tvö þúsund dali. Hann sagði svo vera og vísað í sölutölurnar sér til stuðnings.Margir símaframleiðendur vinna að þróun samanbrjótanlegra síma og hafa fregnir borist af því að Samsung áætli að selja sex milljónir slíkra tækja á næsta ári. Upplýsingar um þau Galaxy Fold 2 hafa lekið til fjölmiðla og er útlit fyrir að síminn verði hannaður með nýrri tækni sem á að auka styrk skjás símans og gera hann þynnri.
Samsung Tækni Mest lesið Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Viðskipti innlent Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Viðskipti erlent Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Viðskipti innlent Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Ellefu prósent þjóðarinnar eiga ísvél Neytendur Síminn má dreifa efni Sýnar Viðskipti innlent Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Frakkar þurfi mögulega að leita aðstoðar Alþjóðagjaldeyrissjóðsins Risinn sem var of stór til að falla er fallinn Facebook gagnrýnt fyrir að leyfa gervigreind að reyna við börn Vilja ekkert með áfengi nágranna sinna hafa Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Sjá meira