Sérsveitarmenn freista þess að sækja líkin Samúel Karl Ólason skrifar 12. desember 2019 09:57 Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. EPA/ARHT Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði. Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Átta meðlimir sérsveita herafla Nýja-Sjálands munu freista þess að fara í land á eldfjallaeyjunni Whakaari við fyrstu birtu á morgun, föstudag. Þar munu þeir reyna að finna og ná líkum þeirra átta sem enn er saknað. Minnst sex lík hafa fundist úr lofti. Aðstæður á eyjunni eru erfiðar en sjóðandi heit gufa og leðja gýs úr gígnum og jarðfræðingar segja jarðhræringar hafa aukist. Herskipið HMNZS Wellington verður notað til að flytja sérsveitarmennina en á blaðamannafundi í nótt sagi Mike Clement, yfirmaður hjá lögreglunni, að aðgerðin væri alls ekki hættulaus. Allt yrði þó reynt til að ná líkunum af eyjunni.Auk þeirra átta sem taldir eru vera enn á eyjunni eru átta látnir. Þar að auki er eins til viðbótar saknað. Margir eru alvarlega slasaðir og mjög illa brunnir.Sjá einnig: Blöðrur og brunasár þökktu líkama allraÚtlit er fyrir rigningu á næstu dögum. Talið er að þegar rignir á öskuna sem þekur eyjuna og líkin, muni hún harðna verulega og gera það mun erfiðara að ná líkunum. Fjölskyldumeðlimir og ættingjar þeirra sem saknað er hafa síðustu daga þrýst á yfirvöld Nýja-Sjálands og beðið um að fá að fara til Whakaari og sækja lík þeirra. New Zealand Herald segir einn ættingja Tipene Maangi, sem dó á eyjunni, hafa skrifað á samfélagsmiðlum um það hve hræðilegt það væri að þeim væri ekki hleypt á land á Whakaari til að sækja hann.Þá sendi Mark Inman, bróðir annars sem dó, bréf til Jacinda Ardern, forsætisráðherra landsins, þar sem hann bað um leyfi til að fara á land á eyjunni. Aðstæður á eyjunni væru þannig að fjölskyldan hefði líklegast ekki lengur möguleika á því að halda jarðarför með opinni kistu. Nú væri útlit fyrir að fjölskyldan gæti ekki einu sinni jarðað lík bróður hans yfir höfuð. Það væri allt vegna hægagangs yfirvalda. Ástandið á eyjunni er þó langt frá því að vera öruggt, samkvæmt sérfræðingum og hafa líkurnar á öðru eldgosi aukist. Sérsveitarmennirnir sem munu reyna að fara á land munu til dæmis þurfa að klæðast sérstökum verndarbúnaði.
Nýja-Sjáland Tengdar fréttir Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30 Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00 Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33 Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44 Mest lesið Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Erlent „Mjög áhugaverð umræða“ Innlent Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Erlent Þúsundir kvartana vegna leigubílaaksturs en fagnar breytingum Innlent Fífldjarft að fara í formanninn en varaformannsembættið...? Innlent Jói Fel málar með puttunum Innlent Játaði brot sín og sleppur ekki aftur við fangelsisvist Innlent Vísar því á bug að HSÍ fái ekkert fyrir sinn snúð Innlent Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Erlent Segir um að ræða alvarlega aðför að sjálfstæði forseta Íslands Innlent Fleiri fréttir Fjöldi ásakana um brot gegn barnungum stúlkum Nýbirt skjöl varpa ljósi á dánarstund Epstein Ákæru fyrir manndráp vísað frá Trump útnefnir Warsh sem næsta seðlabankastjóra Tíu ákærðir fyrir að drepa friðaða úlfa Trump vill hafa Pútín og Xi út af fyrir sig Hýdd 140 sinnum fyrir áfengisneyslu og kynlíf utan hjónabands Trump segir Pútín hafa samþykkt hlé á árásum á Kænugarð Njósnastjóri Trumps leitar að kosningasvindli Reyndi að frelsa Mangione vopnaður pítsaskera Saksóknarar hóta uppreisn í Minneapolis „Hættulegasti maður Noregs“ fannst látinn í fangaklefa Segir Venesúela munu þurfa að sækja um úthlutun úr eigin olíusjóði í Katar Ellefu meðlimir glæpafjölskyldu teknir af lífi í Kína Fundu fjarlægustu vetrarbrautina hingað til Segir útsendara „mögulega“ ekki hafa fylgt verkreglum Segir Trump ekki reiðan Íslandi Dómsdagsklukkan færð fram Sendir herskipaflota að Íran og hótar „ofbeldi“ Helsta klappstýran sögð slegin yfir sálarástandi Trumps Verða ekki viðstödd réttarhöld stjúpsonarins Vilja veita þúsundum sem dvelja ólölega á Spáni dvalarleyfi Ná saman um myndun minnihlutastjórnar í Hollandi Maður sprautaði illa lyktandi vökva á Ilhan Omar Róa á nýnasistamið í leit að ICE-liðum Dómari stöðvar brottflutning Liam og föður hans Bandaríkin hyggja á heræfingar í Mið-Austurlöndum Svíar líta til kjarnorkuvopna Tónninn breytist með yfirmannaskiptum hjá ICE Tala fallinna og særðra nálgast tvær milljónir Sjá meira
Blöðrur og brunasár þökktu líkama allra Hin 22 ára gamla Lillani Hopkins slapp naumlega undan eldgosinu á Whakaari og hlúði að slösuðu fólki á leiðinni til byggða. 11. desember 2019 10:30
Átta saknað og aðstandendur segja óvissuna versta Átta er enn saknað eftir eldgosið á Nýja-Sjálandi. Faðir eins, sem ekkert hefur heyrst frá, segir óvissuna það versta. 10. desember 2019 19:00
Sex lík hafa fundist úr lofti Sex eru látnir eftir eldgos á eyju við Nýja-Sjáland í gærnótt og átta er enn saknað. 10. desember 2019 13:33
Jarðhæringar á Hvítu eyju Jarðhræringar eru að aukast að nýju á Hvítueyju á Nýja Sjálandi og hafa þær hægt á aðgerðum viðbragðsaðila á eyjunni. 11. desember 2019 03:44