Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 16:45 Carlo Ancelotti í síðasta leiknum sínum með Napoli liðið. Getty/Francesco Pecoraro Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira
Carlo Ancelotti missti starfið sitt hjá ítalska félaginu Napoli í gær þrátt fyrir 4-0 stórsigur og sæti í sextán liða úrslitum Meistaradeildarinnar. Arnar Björnsson skoðaði tíma Carlo Ancelotti og viðbrögð leikmanna Napoli við brottrekstri hans. „Vonandi verður Ancelotti hjá okkur í mörg ár, hann er sigurvegari og við þurfum þannig mann fyrir verkefnið okkar“, sagði forseti Napoli Aurelio De Laurentiis þegar félagið réði Carlo Ancelotti í maí í fyrra. 556 dögum síðar var forsetinn búinn að fá nóg og rak hann nokkrum mínútum eftir að Napoli tryggði sér sæti í 16-liða úrslitum meistaradeildarinnar með stórsigri á Genk. Þetta er aðeins í þriðja sinn sem Napoli kemst þetta langt í keppninni. Ancelotti var ráðinn knattspyrnustjóri Napolí í maí sama dag og Maurizio Sarri yfirgaf liðið til að taka við stjórastarfinu hjá Chelsea. Undir hans stjórn varð Napoli í 2. sæti í serie A á síðustu leiktíð og rétt missti af því að komast í 16-liða úrslit meistaradeildarinnar, Liverpool hafði betur á markamun. Á þessari leiktíð hefur Napoli lent í basli í serie A og hefur ekki unnið í sjö síðustu leikjum. Liðið er í 7. sæti með 21 stig eins og Parma sem sækir Napolí heim um helgina. Liðið er 17 stigum á eftir Inter sem er í 1. sæti. Í 72 leikjum undir stjórn Ancelotti vann Napoli 38, gerði 19 jafntefli og tapaði 15 leikjum. Napoli skoraði 126 mörk í þessum leikjum en fékk á sig 71. Sem knattspyrnumaður átti Ancelotti farsælan feril, lék með Parma, Roma og AC Milan og lék 26 landsleiki á miðjunni hjá Ítölum á árunum 1981-1991. Napoli var níunda liðið sem hann stjórnar og liðin hans hafa sankað að sér titlum. Greinilegt er að leikmenn Napoli sakna stjórans, þeir hafa verið duglegir að senda honum kveðjuóskir á samfélagsmiðlum. Pólski framherjinn Arkadiusz Milik sem skoraði þrennu í gærkvöldi segir á Instagram: „Takk meistari fyrir stuðninginn, undir þinni stjórn hef ég bætt mig sem leikmaður og einnig sem manneskja“. Fyrirliðinn Lorenzo Insigne lenti nokkrum sinnum í deilum við Ancelotti en hann segir á Instagram: „Takk fyrir mig. Það var heiður að vinna með þér og á þessum tveimur árum hef ég kynnst sérstökum manni og ég óska þér alls hins besta“. Hægri bakvörðurinn Giovanni Di Lorenzo sparar ekki stóru orðin: „Þú gafst mér sjálfstraust og hjálpaðir mér að bæta mig sem knattspyrnumaður. Þú gafst mér fyrsta tækifærið í meistaradeildinni og hjálpaðir mér að vinna mér sæti í landsliðinu“. Hinn sextugi Ancelotti verður væntanlega ekki lengi án atvinnu. Arsenal og Everton eru bæði að leita að knattspyrnustjóra og eru væntanlega þegar búin að setja sig í samband við umboðsmann Ancelotti. Það má finna frétt Arnars Björnssonar um Carlo Ancelotti hér fyrir neðan. Klippa: Sportpakkinn: 556 dagar Carlo Ancelotti hjá Napoli
Ítalski boltinn Meistaradeild Evrópu Sportpakkinn Mest lesið Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Fótbolti „Pabbi, ertu að fara að deyja?“ Handbolti Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Fótbolti Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Fótbolti Stjörnur Grindavíkurliðsins flytja heim til Grindavíkur Körfubolti Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Fótbolti Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Fótbolti Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Enski boltinn Fékk tilboð sem hann gat ekki hafnað Sport Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Fótbolti Fleiri fréttir Leikmennirnir skipta 375 milljónum króna á milli sín Orðaður við Liverpool og með 65 milljóna punda riftunarákvæði í janúar Er undankeppni HM í fótbolta ósanngjörn fyrir Ísland og hinar þjóðir Evrópu? Káfaði á rassi Haaland og kom honum í stuð Þurfti að gúgla Heimi sem hefur nú áhrif á næstu kynslóð Íra Forseti FIFA eftir fund með Trump: „Bandaríkin munu bjóða heiminn velkominn“ Mættu með skalla og plastpoka til heiðurs goðsögn Brjálaður fögnuður, nafni flugvallar breytt og T vantaði í tattú Settu upp sýningu og sjö evrópsk lið komin á HM Frá Klaksvík á Krókinn Sesko úr leik fram í desember Sagði fögnuð Norðmanna „aumkunarverðan“ Kane náði Pele og var líka yfirlýsingaglaður eftir leik Þrír úrslitaleikir um HM-sæti næstu tvö kvöld Spænsku stelpurnar mæta þeim ensku á Wembley en ekki þær íslensku Liðsfélagi Fanneyjar máluð öll í gulli Fá jafnstóran klefa og karlarnir í Barcelona Hótað tíu leikja banni fyrir færslu á samfélagsmiðlum Sakaði mótherjana um að nota vúdú Liðsfélagi Glódísar Perlu hættir í landsliðinu Liverpool-stjarnan grét í leikslok Robbie Keane syngjandi glaður, þökk sé Heimi og strákunum hans HM-hátíð á Ráðhústorginu í Osló í dag Var eins svalur og þú býst við hjá manni frá Íslandi Sendi Bellingham tóninn: Verður að sætta sig við og virða ákvarðanir mínar Dagskráin í dag: Þjóðverjar og Bónus extra Heimir hylltur og beðinn afsökunar á Twitter „Hefði alltaf valið Gylfa Sig í þetta verkefni“ Kristófer Acox sendir knattspyrnudeild Vals pillu Fullkomin undankeppni hjá Noregi Sjá meira