Breytingar á VAR um jólin á öllum völlum nema hjá Liverpool og Man. United Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 11. desember 2019 14:00 Tilkynning um VAR á heimavelli Tottenham. Getty/Ivan Yordanov Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta. Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Sjá meira
Enska úrvalsdeildin hefur svarað mikilli gagnrýni á útfærslu sína á Varsjánni á þessu tímabili með því að auka upplýsingaflæði til áhorfenda á leikvöllum ensku úrvalsdeildarinnar frá og með hátíðarleikjunum. Áhorfendur heima í stofu hafa fengið að sjá af hverju mörk eru dæmd af eða víti eru dæmd út frá VAR en þeir sem er á vellinum hafa hingað til ekki fengið að sjá neitt nema sjálfa niðurstöðuna. The Premier League hopes supporters will receive more information about VAR decisions on giant screens in time for the festive fixtures.— Sky Sports Premier League (@SkySportsPL) December 9, 2019 Þetta mun nú breytast frá og með jólaleikjunum í ensku úrvalsdeildinni samkvæmt frétt á Sky Sports. Frá og með leikjum 21. desember eða leikjunum á öðrum degi jóla þá munu koma fram meiri upplýsingar á skjánum. Hverjar þær verða nákvæmlega og hver endanlega útfærsla verður kemur ekki endanlega í ljós fyrr en á fundi á föstudaginn. Félögin í ensku úrvalsdeildinni hafa þegar samþykkt það að auka upplýsingaflæðið þegar atvik eru í skoðun hjá VAR. Sem dæmi má nefna að áður stóð á skjánum: „Möguleg vítaspyrna skoðuð“ en hér eftir gæti staðið „Möguleg vítaspyrna vegna hendi skoðuð“. Um leið og atvik er farið í skoðun úi VAR-herberginu í Stockley Park þá fá áhorfendur á vellinum að vita hvað sé verið að skoða. Enska úrvalsdeildin mun halda áfram að skoða myndbönd af atvikum sem er breytt í VAR en aðeins eftir að dómarinn hefur tekið endanlega niðurstöðu. Premier League to roll out new changes to how VAR is shown in stadiums over Christmas https://t.co/mooMjq0gz1— Sun Sport (@SunSport) December 11, 2019 Þetta snýr hins vegar aðeins að átján af tuttugu liðum ensku úrvalsdeildarinnar eða þeim liðum sem hafa risaskjá á sínum leikvöngum. Það eru nefnilega engir skjáir á Old Trafford og Anfield. Liverpool og Manchester United þurfa ekki að setja upp slíka skjái samkvæmt reglum leiksins. Arsene Wenger, nýr yfirmaður þróunarmála fótboltans hjá FIFA, er einn af þeim sem hefur gagnrýnt þetta ástand á Old Trafford og Anfield og segir að þessi tvö risafélög þurfi að breyta því hið fyrsta.
Enski boltinn Mest lesið Anníe Mist verður ekki með í The Open af siðferðislegum ástæðum Sport Geir segir framkomu HSÍ við Dag alls ekki einsdæmi: „Á þessum bæ breytist lítið“ Handbolti „Félagið setur mig í skítastöðu“ Enski boltinn Sáttur þó Dagný kvarti í fjölmiðlum: „Ekkert vandamál okkar á milli“ Fótbolti Arnar harmar aðstöðuna á Íslandi: „Þetta er til háborinnar skammar“ Fótbolti Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Enski boltinn Dagný aftur í landsliðið eftir að hafa lýst óánægju sinni Fótbolti Framleiðslu nýs Football Manager hætt: „Fyrirgefiði, við brugðumst ykkur“ Fótbolti Martraðarbyrjun Róberts í Víkingstreyjunni Íslenski boltinn Spilaði leik með sirloin steik í skónum Enski boltinn Fleiri fréttir Rodri í Meistaradeildarhópi Manchester City Sjáðu mörkin sem skutu Liverpool á Wembley „Félagið setur mig í skítastöðu“ Spilaði leik með sirloin steik í skónum Tvíburar mætast í enska bikarnum: „Þetta verður mjög skrýtið“ Liverpool í tuttugasta og síðasta sæti í eyðslu Vill að stuðningsfólkið syngi söng um sig og noti ABBA lag „Þeir voru of góðir fyrir okkur“ Liverpool mætir Newcastle á Wembley eftir stórsigur á Spurs Sjáðu mörkin sem skutu Newcastle á Wembley Newcastle gerði grín að afsökun Arteta Martröð fyrir Man. Utd og Slátrarann Newcastle lét draum Víkings rætast Liverpool væri ekki á toppnum án VAR Newcastle á Wembley eftir aðra kennslustund í að refsa Arsenal Dagný og félagar komust ekki í úrslitaleikinn Guardiola þarf skilja einn nýju mannanna eftir útundan Segir að Ronaldo eigi þátt í óförum Rashford Risavaxið verkefni Arsenal í norðrinu: „Leggjum allt undir“ Útskýrði af hverju Napoli fékk ekki Garnacho Trent úr leik en mætir mögulega Guðlaugi Victori Arteta vonsvikinn Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim „Þetta er orðið mun verra og það kemur á óvart“ Man. City eyddi jafnmiklu og hin nítján samanlagt Chelsea kom til baka í síðari hálfleik Martínez með slitið krossband Rashford: „Vil bara spila fótbolta“ Glugginn lokaður: Aston Villa og Man City sigruðu gluggann Sjá meira